Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fund bæjaryfirvalda um Lyklafellslínu. Bæði bæjarfulltrúi og þingmaður frá Sjálfstæðisflokki sátu fund embættismanna bæjarins bæjarins með Landsneti. 28.3.2018 07:00
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26.3.2018 07:00
Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26.3.2018 06:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23.3.2018 06:00
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22.3.2018 06:00
Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21.3.2018 08:00
Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20.3.2018 06:00
Ber að afhenda samræmd próf Menntamálastofnun er skylt að veita Páli Hilmarssyni afrit af samræmdum prófum sem sonur hans þreytti síðastliðið haust. 20.3.2018 06:00
Fréttamaður BBC með bók um Geirfinnsmál Breski fréttamaðurinn Simon Cox er höfundur nýrrar bókar um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Birti ítarlega umfjöllun um málin á vef BBC árið 2014. Væntanleg endurupptaka málanna varð tilefni til að gera þeim betri skil á ensku. 16.3.2018 07:45
Vill að öflug kona taki við sem forseti ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst hafa fulla trú á að ný stjórn VR vinni vel saman. Úrsögn úr ASÍ er í ferli en breytingar í Eflingu glæða vonir um sameiningu verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar vill forseta yfir ASÍ sem leitt gæti slíka sameiningu. 15.3.2018 06:00