Blaðamaður

Aðalheiður Ámundadóttir

Aðalheiður er fréttamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tók langan tíma að byggja upp traust

Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli.

Þrír ákærðir fyrir brot í starfi árlega frá 2016

Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Fyrsti sýknudómurinn féll í síðustu viku. Átta hafa verið sakfelldir. Langflestum málum var vísað frá. Þyngsti dómurinn er 15 mánaða fangelsi.

Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA

Gríðarlegur kostnaður fer í viðhald og rekstur bókhaldskerfis ríkisins. Kerfið er í eigu Oracle og Advania. Fyrirtækin fá hundruð milljóna árlega frá ríkinu vegna kerfisins. Fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að skoða málið.

Löggjöf um bætur nauðsynleg

Hæstaréttarlögmaður segir lagastoð bóta vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála nauðsynlega. Frumvarpið var gagnrýnt á þingi. Þrír lögmenn hafa veitt umsögn um það og telja lagasetningu æskilega.

Atli Rafn stefnir Persónuvernd

Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi.

Bæta megi meðferð mála gegn lögreglu

Héraðssaksóknari og formaður nefndar um eftirlit með lögreglu telja vankanta á eftirliti með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Óheppilegt að sami aðili rannsaki bæði brot gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglu.

Vilja öflugra eftirlit með lögreglu

Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar til allsherjar- og menntamálanefndar um þingsályktunartillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu.

Dæmt í máli Seðlabankans

Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.

Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð

Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.