Blaðamaður

Aðalheiður Ámundadóttir

Aðalheiður er fréttamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Elsta málið er átta ára gamalt

Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta.

Kynslóðaskipti í kortunum

Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Enginn verður skipaður í stað þess sem næst lætur af störfum. Fjöldi dómara fer þá úr átta í sjö.

Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári

Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær.

Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér

Dómþolar hæstu sekta fara í fangelsi borgi þeir ekki, samkvæmt tillögum starfshóps. Samfélagsþjónusta verði ekki í boði fyrir þann hóp og fangapláss tryggð vegna vararefsinga. Innheimtuhlutfall hæstu sekta undir tveimur prósentum. 

Ný stofnun um húsnæðismál

Félagsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda um sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun

Pólverjar hætta við kröfu um framsal

Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár.

Framsóknarmenn fengju kjöt í karrí

Af öllum stjórnmálaleiðtogum myndu flestir vilja fara út að borða með Katrínu Jakobsdóttur. Hún heldur þemaboð og leggur mikið upp úr trúverðugleika hvers boðs.

Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði

Athafnakonan Mich­ele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air.

Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.