Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason

Greinar eftir Þorvald Gylfason úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Samstæð sakamál IV

Eftir hrunið 2008 varð fljótlega ljóst að þv. ríkisstjórn vildi ekki að erlendir aðilar kæmu að rannsókn málsins. Ég lagði það til í ræðu minni á borgarafundi í Háskólabíói 24. nóvember þá um haustið að óvilhallir útlendingar yrðu hafðir með í ráðum við rannsóknina og aftur í einkasamtali við ráðherra. Ég varð þess áskynja að við þetta var ekki komandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samstæð sakamál III

Ísland stendur við vatnaskil. Fólkið í landinu á það á hættu að í augum umheimsins festist orðið "mafíuríki“ við Ísland svo sem orðið er nú notað í umræðum t.d. um Rússland, Ungverjaland og Úkraínu. Hættan stafar af því að lögbrot eru hér og hafa lengi verið látin viðgangast í stórum stíl

Fastir pennar
Fréttamynd

Samstæð sakamál II

Á fimmtudaginn var lýsti ég því hér á þessum stað hvernig helmingaskipti gátu af sér hermangið og meðfylgjandi lögbrot án þess að stjórnvöld reyndu að skakka leikinn ef olíumálið eitt er undan skilið eins og Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan 1990.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samstæð sakamál I

Hann bað ráðherrann um að gera svo vel að ganga með sér út á tröppurnar, benti honum á stórvirk vinnutæki skammt frá og sagði: Þessi tæki voru flutt til landsins undir því yfirskini að þau skyldi nota á Keflavíkurflugvelli til að komast hjá sköttum og skyldum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Landið okkar góða, þú og ég

Stelsjúkt fólk er þjófótt, það vitum við öll, en þjófótt fólk þarf ekki að vera stelsjúkt. Þessi greinarmunur hástigs og lægri stiga á víða við. Tilætlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig að henni sé betur lýst sem tilætlunarsýki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Athafnasögur

Mér barst fyrir röskum 30 árum bréf frá Guðlaugi Bergmann (1938-2004) sem var betur þekktur sem Gulli í Karnabæ. Hann skrifaði til að segja mér frá glímu sinni við ýmsa fauta í viðskiptalífinu sem gerðu það sem þeir gátu til að bregða fyrir hann fæti þegar hann var að hasla sér völl sem ungur kaupmaður árin eftir 1960.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafnræði gagnvart lögum

Bandaríkjamenn standa í stórræðum. Robert Mueller, sérstakur saksóknari, hefur nú um hálfs árs skeið rannsakað meint ólöglegt samráð Trumps Bandaríkjaforseta og manna hans við Rússa í aðdraganda forsetakjörsins 2016.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skríðandi fasismi

Félagsvísindi tíðkuðust ekki að neinu ráði í Sovétríkjunum 1917-1991, þekktust varla. Rússar áttu einn þekktan félagsfræðing, Yuri Levada. Fáar skoðanakannanir voru gerðar meðal almennings. Um sumt var ekki óhætt að spyrja svo enginn vissi hvað Rússum og öðrum Sovétum fannst t.d. um yfirvöldin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Olíuöldinni fer senn að ljúka

Það var ekki skortur á steinum sem leiddi til þess að steinöldinni lauk eins og Sjeik Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Sádi-Arabíu 1962-1986, segir stundum þegar hann slær á létta strengi. Og það er ekki heldur skortur á olíu sem veldur því að nú er útlit fyrir að olíuöldinni fari senn að ljúka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert skiptir meira máli

Hvað skiptir meira máli á vettvangi stjórnmálanna en að virða eftirsókn þjóðarinnar eftir nýrri stjórnarskrá? – skýran vilja eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og aftur í tveim nýjum skoðanakönnunum á þessu ári. Ekkert – ekkert! – skiptir meira máli að minni hyggju.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið

Sinnuleysi Alþingis um mikilvæg hagsmunamál landsmanna tekur á sig ýmsar myndir. Ein birtingarmyndin er styttan af Kristjáni IX Danakonungi þar sem hann stendur framan við stjórnarráðið fýldur á svip með útrétta hönd og stjórnarskrá,

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftirdrunur nasismans

Eitt helzta vígorð Donalds Trump í kosningabaráttu hans í fyrra var "America first“. Áður höfðu menn ekki heyrt bandarískan forsetaframbjóðanda tala eins og ofvaxinn þjóðrembill í smáríki sem á undir högg að sækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færeysk stjórnarskrá, loksins?

Einn munurinn á Færeyjum og Grænlandi er að Færeyingar, bæði þing og þjóð, eru þverklofnir í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Að þessu leyti eru Færeyingar eins og Katalónar og Skotar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarskrá handa sjálfstæðu Grænlandi

Fjögur Evrópulönd eru og hafa lengi verið í sjálfstæðishugleiðingum: Færeyjar, Grænland, Katalónía og Skotland. Grænland sker sig úr að því leyti að þar er einhugur á þingi um að landið þurfi að taka sér fullt sjálfstæði frá Dönum líkt og Íslendingar gerðu 1944. Allir flokkar á þinginu í Nuuk telja að heimastjórnin sem 70% kjósenda ákváðu að taka sér 1979 dugi ekki lengur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þaðan koma þjófsaugun

Hún heitir Isabel dos Santos og er sögð vera ríkasta kona Afríku. Eignir hennar eru metnar á 3,5 milljarða Bandaríkjadala eða 375 milljarða íslenzkra króna. Fjárhæðin er stjarnfræðileg: hún jafngildir samanlögðum skuldum íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2015 skv. upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nærandi eða tærandi?

Bill O´Reilley, þá frægasti sjónvarpsmaður Fox-stöðvarinnar, sagði í viðtali við Trump forseta í febrúar leið: "Pútín er morðingi.“ Forsetinn svaraði: "Það er fullt af morðingjum. Við erum með fullt af morðingjum. Heldurðu að landið okkar sé svona saklaust?“ Það er saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna leggi land sitt að jöfnu við Rússland sem réttarríki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ítalía er ráðgáta

Ítalía er eins og listasafn. Nei, ég ætla að byrja aftur: Ítalía er listasafn. Fegurðin er ekki bundin við Feneyjar, Flórens og Róm, heldur prýðir hún landið nánast allt frá norðri til suðurs, sveit og borg og einnig eyjarnar, þ. á m. Sardiníu og Sikiley. Náttúrufegurð, fagrar byggingar og listaverk frá ýmsum tímum mynda órofa heild.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.