Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“

    Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum

    Fram hélt undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís deild kvenna í handbolta á lífi með sigri þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í kvöld, lokatölur 23-17 og staðan í einvíginu nú 2-1 Haukum í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég er smá í móðu“

    Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haraldur tekur við Fram af Rakel

    Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍR í undanúr­slit eftir sigur með minnsta mun

    ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kraftanna óskað á öðrum víg­stöðvum

    Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sel­foss byrjar á sigri

    Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.

    Handbolti