Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska for­ystu

Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. 

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þegar fátt er um boð­leg svör

Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina.

Skoðun
Fréttamynd

Að kannast við klúðrið – um pitsu­ost og á­byrgð ráð­herra

Félag atvinnurekenda hefur undanfarið vakið athygli á málsmeðferð yfirvalda, einkum og sér í lagi Skattsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í máli sem varðar tollflokkun pitsuosts sem blandaður er með jurtaolíu. Málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og fulltrúar FA röktu það fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sl. miðvikudag.

Skoðun
Fréttamynd

Verður ein­hver rekinn hjá ríkinu?

Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Toll­kvóta­út­boð og hagur neyt­enda

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, (SAFL) hefur undanfarið reynt að gera lítið úr þeim búsifjum, sem hækkanir á útboðsgjaldi, sem matvælainnflytjendur þurfa að greiða fyrir tollkvóta, valda neytendum.

Skoðun
Fréttamynd

Áfengislögin og réttarvitund almennings

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform sín um að afnema hið fortakslausa bann sem áfengislög leggja við framleiðslu áfengis til einkaneyzlu og leyfa þannig heimabrugg áfengis með gerjun (framleiðslu bjórs og víns).

Skoðun
Fréttamynd

Ó­smekk­legar á­bendingar um hræsni og sið­ferðis­brest

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands.

Skoðun
Fréttamynd

Tækifærin bíða

Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða. Þetta er öfugþróun, sem verður að sporna gegn á nýju ári þegar hið opinbera sezt á ný að samningaborði með stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Ekkert hagkerfi getur staðið undir því að hið opinbera sé leiðandi í launa- og kjaraþróun.

Umræðan
Fréttamynd

Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda

„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember.

Skoðun
Fréttamynd

Höfuðborg hárra skatta

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herrar kasta á milli sín heitri (franskri) kar­töflu

Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Skoðun
Fréttamynd

Leið til að lækka mat­væla­verð

Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla.

Skoðun
Fréttamynd

Matar­verðs­hækkanir og tollar

Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þingi tekur höfuðið upp úr sandinum

Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila brugghúsum smásölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þótt breytingin sé lítil markar hún nokkur tímamót, því að í fyrsta sinn heimilar löggjafinn að einkaaðilar hafi smásölu áfengis með höndum.

Skoðun
Fréttamynd

Góður grunnur fyrir fæðu­öryggis­stefnu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Svínað á neyt­endum

Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta.

Skoðun
Fréttamynd

Skatta­stefna Reykja­víkur­borgar er partur af at­vinnu­stefnunni

Ný atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarstjórn fyrr í vikunni. Í henni eru ýmsir góðir punktar. Stefnan er m.a. byggð á niðurstöðum samráðs við fyrirtæki í borginni og samtök þeirra. Á þeim fundum komst til skila – og rataði meira að segja inn í plaggið – að tortryggni og vantraust ríkir á milli atvinnulífs og borgaryfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu at­riði um fæðu­öryggi

Ísland á fæðuöryggi sitt undir sem frjálsustum heimsviðskiptum og friði. Við þær aðstæður getur Ísland, eins og önnur ríki, flutt inn þau matvæli sem það framleiðir ekki sjálft, og aðföng til innlendrar framleiðslu. Þegar styrjöld ríkir í okkar heimsálfu er eðlilegt að fólk beini sjónum að fæðuörygginu og hvort það sé mögulega í hættu.

Skoðun
Fréttamynd

Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar hrekur á­sakanir um tolla­svindl

Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast.

Skoðun