Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla Ólafur Stephensen skrifar 18. október 2024 11:45 Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar