Galdrakarlar, tröll og krakkar Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Tónlist 9. mars 2007 09:15
Gler- og ljósmyndir Drafnar Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Tónlist 9. mars 2007 09:00
Hugvísindaþing hefst í dag Hugvísindaþing hefst síðdegis í dag í Aðalbyggingu Háskólans og stendur í tvo daga. Að því standa, eins og undanfarin ár, Hugvísindastofnun, ReykjavíkurAkademían og guðfræðideild. Þinginu er ætlað að bregða ljósi á ýmis viðfangsefni sem unnið er að á skika hugvísinda í landinu, bæði lítil álitaefni og stór. Menning 9. mars 2007 09:00
Rætt um Lindgren Ráðstefna um barnabókmenntir og barnamenningu verður haldin í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð Astrid Lindgren og framlagi hennar til barnamenningar fyrr og nú. Menning 9. mars 2007 08:15
Spila í Danmörku Hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri er á leiðinni í afmælis- og tónleikaferð um Danmörk í apríl. Næstkomandi laugardag verða fjögur ár liðin síðan sveitin var formlega stofnuð og af því tilefni heldur hún tónleika á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld. Mun allur ágóðinn renna í reisuna til Danmerkur. Tónlist 9. mars 2007 07:45
Tónleikar í Stokkhólmi Tónleikaferð bresku hljómsveitarinnar The Police um Evrópu hefst í Stokkhólmi 29. ágúst. Sveitin mun ferðast um Bretland, Tékkland, Austurríki, Holland, Þýskaland og Spán á tónleikaferð sinni, sem er sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 23 árum.Líklegt er að The Police spili einnig í Belgíu, Danmörku, Ítalíu og Sviss á tónleikaferðinni. Tónlist 9. mars 2007 07:30
Undrablanda frá Japan Japanskar stelpur í indí-heiminum virðast bera með sér óendanlegan persónusjarma og hæfileika. Steinþór Helgi Arnsteinsson er að minnsta kosti agndofa. Tónlist 9. mars 2007 07:15
Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu „Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. Bíó og sjónvarp 9. mars 2007 06:45
Þórir ferðast um Ítalíu Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Tónlist 9. mars 2007 06:30
Nýtt barn á mettíma Félagsmálayfirvöld í Vietnam segja að það ætti ekki að taka meira en þrjá mánuði að ganga frá ættleiðingu hjónanna Brads Pitt og Angelinu Jolie, á vietnömskum dreng. Brad og Angelina hafa þegar ættleitt tvö börn, og eignast eitt sjálf. Lífið 8. mars 2007 10:23
Afmeyjun fjallkonunnar Það er ekkert grín að vera óléttur unglingur í lélegu andlegu jafnvægi. Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld meinfyndna könnun á afleiðingum þess að nota ekki getnaðarvarnir. Og framtíð jarðarinnar er í húfi. Bíó og sjónvarp 8. mars 2007 10:00
Aftur með Wahlberg Leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Martin Scorsese ætlar að leikstýra sjónvarpsmynd um borgina Atlantic City í New Jersey, sem er þekkt fyrir skemmtanaiðnað sinn og fjárhættuspil. Gerðist mynd Scorsese, The Color of Money, einmitt í sömu borg. Bíó og sjónvarp 8. mars 2007 09:45
Þokkafullur drykkjurútur Eftir nokkurra missera fjarveru dúkkar írski leikarinn Peter O‘Toole upp aftur á verðlaunapöllum fyrir frammistöðu sína í Venus, sem Græna ljósið frumsýnir annað kvöld. Nafnið hringir ef til vill ekki bjöllum í eyrum ungra en fyrir eldri kynslóðir þarfnast O‘Toole lítillar kynningar, enda einn virtasti leikari Breta sem á að baki yfir 80 hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 8. mars 2007 09:30
Allir í stuði á Evróputúr Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir til 15. mars. Sveitin hélt á dögunum tvenna tónleika í París og tvenna í Köln og Frankfurt við góðar undirtektir. Í fyrrakvöld spilaði hún síðan í St. Gallen í Sviss og í Vín í gærkvöldi. Tónlist 8. mars 2007 09:30
Ágeng sveifla á Domo Hljómsveitin „Jónsson/Gröndal kvintett“ leikur í djasstónleikaröð Múlans á skemmtistaðnum Domo bar í Þingholtsstræti í kvöld. Tónlist 8. mars 2007 09:15
Baudrillard látinn Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Menning 8. mars 2007 09:00
Glíma við orð Rúnar Helgi Vignisson heldur erindi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ í dag. Rúnar ræðir um glímuna við bókmenntaverk frá fjarlægum og framandi menningarheimi í tengslum við þýðingar sínar á verkum suður-afríska Nóbelsverðlaunahafans J.M. Coetzee. Menning 8. mars 2007 08:45
Hempa á háu verði Hempa sem Sir Alec Guinness klæddist í fyrstu Star Wars-myndinni seldist á um sjö milljónir króna á uppboði sem var haldið á hinum ýmsu fötum sem hafa verið notuð í kvikmyndum og sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 8. mars 2007 08:30
Jóhann Briem Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Menning 8. mars 2007 08:15
Vill stjörnum prýtt blúsband Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. Tónlist 8. mars 2007 07:45
Kristín leikstýrir með Vesturporti „Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Bíó og sjónvarp 8. mars 2007 06:15
Meðleikari Borats í Get Smart Leikarinn Ken Davitian, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt á móti Sacha Baron Cohen í kvikmyndinni Borat, hefur landað hlutverki í kvikmynd sem er endurgerð sjónvarpsþáttarraðarinnar Get Smart og áætlað er að komi út á næsta ári. Bíó og sjónvarp 7. mars 2007 17:00
Halaleikhópurinn sýnir Batnandi maður Halaleikhópurinn sýnir nú leikritið Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson sem einnig leikstýrir verkinu. Leikritið fjallar um sjómanninn Sigmar sem hefur fengið nóg af sjómennsku. Þegar hann lendir í vinnuslysi notar hann tækifærið til að láta úrskurða sig sem öryrkja og nýtur þannig lífsins á kostnað skattborgara. Bíó og sjónvarp 7. mars 2007 13:45
Veslings Borat Hinn heimsfrægi fréttamaður Borat, frá Kazakstan, er óvænt orðinn fórnarlamb mannréttindabrota. Í mannréttindaskýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins, er kafli þar sem Kazakstan er gagnrýnt óvægilega fyrir ritskoðun og önnur alvarleg mannréttindabrot. Lífið 7. mars 2007 13:15
Yoko stöðvaði heimildarmynd um Lennon Yoko Ono stöðvaði sýningu á tveggja klukkustunda heimildarmynd um fyrrverandi eiginmann sinn John Lennon við Berwick háskólann í Maine, í Bandaríkjunum. Hún segist eiga allan rétt á efninu. Lífið 7. mars 2007 10:15
Æviferill Sigurjóns opinn Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur opnað heildar-skrá yfir verk listamannsins í vefrænu formi á heimasíðu safnsins, www.lso.is. Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar hefur verið í vinnslu í yfir tvo áratugi og nær yfir öll þrívíð listaverk sem vitað er með vissu að Sigurjón gerði. Nú eru skráð 624 verk og fylgja ljósmyndir 537 þeirra. Er þetta fyrsta heildarskrá myndlistarmanns á Íslandi sem birt hefur verið á netinu. Menning 7. mars 2007 08:30
Heinesen í heimsókn Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Menning 7. mars 2007 06:45
Hljómfagur hvalreki Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Tónlist 7. mars 2007 06:30
Ungt fólk á listabraut Borgarleikhúsið fékk góða gesti í liðnum mánuði en þá voru dyr hússins opnaðar ungu fólki sem vildi kynna sér leikhúsmiðilinn. Forsvarsmenn leikhússins hvetja þannig til þess að ungt fólk kynnist ekki aðeins skemmtuninni heldur læri einnig að þekkja leikhúsið sem farartæki fyrir skoðanir, tilfinningar og baráttumál. Bíó og sjónvarp 7. mars 2007 06:00
París vinnur alltaf Það er nokkuð útbreidd skoðun að París Hilton sé fræg fyrir að vera fræg. Og hún er fjölmiðlamatur á hverjum einasta degi. Associated Press fréttastofan ákvað að athuga hvað gerðist ef hún hætti, í eina viku, að minnast á stúlkuna einu einasta orði. Lífið 6. mars 2007 10:16