Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Mynd um Tinna

Kvikmyndaframleiðandinn Dreamworks, sem er m.a. í eigu Stevens Spielberg, ætlar að gera að minnsta kosti eina kvikmynd um belgísku teiknimyndahetjuna Tinna. Er fyrsta myndin væntanleg í kvikmyndahús eftir um það bil tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hví ekki Afríka?

Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu á morgun. Annars vegar er sýning á verkum Katrínar Elvarsdóttur sem hún kallar „Sporlaust“ og hins vegar sýning á ljósmyndum eftir frönsku listakonuna Dominique Darbois og á afrískum skúlptúrum. Sýningin ber yfirskriftina „Hví ekki Afríka?“

Menning
Fréttamynd

Kúbíski Kjarvalinn í danska forvörslu fyrir heimkomu

Kjarvalsverkið, sem slegið var fyrir metupphæð á uppboði í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði, er ekki komið til landsins. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen listaverkasala fara danskir forverðir um það höndum og verið er að velja ramma við hæfi. Nafn hins raunverulega kaupanda verður gefið upp í fyllingu tímans.

Menning
Fréttamynd

Guðfeður diskópönksenunnar

Hljómsveitin !!! sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson heyrði í hluta af sveitinni af því tilefni. Hljómsveitin !!! (oftast borið fram chk chk chk en táknar í raun hvaða samhljóða sem er.

Tónlist
Fréttamynd

Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Emmy verðlauna í ár fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna.

Tónlist
Fréttamynd

Britney búin að eignast ,,vin”

Partíprinsessan Britney Spears dvelur nú sem kunnugt er á meðferðarheimili eftir að hún náði botninum þegar hún rakaði af sér hárið og fékk sér tattoo. Britney ku vera búin að eignast góðan vin í meðferðinni, hann Jason Filyaw, gítarleikara hljómsveitarinnar RIVA.

Menning
Fréttamynd

Hæ, þetta er Heather

Breska lögreglan hefur varað Heather Mills, brátt fyrrverandi eiginkonu Sir Pauls McCartneys, við því að hringja of oft í neyðarnúmer lögreglunnar til þess að kvarta undan ljósmyndurum. Talsmaður lögreglunnar upplýsti ekki hversu oft hún hefði hringt, en sagði að í nokkur skipti hafi lögreglan farið að heimili hennar og talið þá ferð ástæðulausa.

Lífið
Fréttamynd

Henrik prins vill verða kóngur

Danskir fjölmiðlar segja nokkuð háðskir frá því að Henrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar drottningar vilji fá konungstitil. Prinsinn hafði orð á þessu í viðtali við franska blaðið Point de Vue. Prinsinn vísar til jafnréttis karla og kvenna. Kona sem í dag kvænist konungi fái titilinn drottning. Karlmaður fái hinsvegar ekki konungstign við að kvænast drottningu.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf í góðu skapi

Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar.

Tónlist
Fréttamynd

Fabúla til Kanada

Tónlistarkonan Fabúla er á leiðinni í tónleikaferðalag til Kanada í lok apríl. Hún mun spila á listahátíð í Winnipeg sem henni var boðið á auk þess sem hún ætlar að halda tónleika í Calgary og hugsanlega í Toronto. „Þetta verður mjög spennandi. Ég vona að ég geti farið með alla hljómsveitina með mér, ég veit það bara ekki enn þá,“ segir Fabúla, sem heitir réttu nafni Margrét Kristín Sigurðardóttir. Mun hún dvelja í Kanada í tíu daga.

Tónlist
Fréttamynd

Grín að stórmyndum

Fjórir munaðarleysingjar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa komist í hann krappan fara í heimsókn til súkkulaðiframleiðandans Willy. Þar komast þau á snoðir um dularfullar dyr sem flytja þau til Gnarníu en þar hefur hinn illa hvíta tík lagt álög á íbúa héraðsins. Fjórmenningarnir taka því höndum saman og berjast gegn henni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kristján í úrslit trúbadorkeppni

„Þeir sem keppa til úrslita eru, og fyrst ber að nefna sjálfa stjörnuna Kristján Þorvaldsson, en aðrir eru Einar Örn Konráðsson, Andri Már Sigurðsson og síðust til að komast í úrslitin er Ísabella Magnúsdóttir,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar á Sportbarnum.

Tónlist
Fréttamynd

Kaiser Chiefs: Yours Truly, Angry Mob - tvær stjörnur

Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi.

Tónlist
Fréttamynd

Stór nöfn bætast við

Hljómsveitirnar Muse og Arcade Fire hafa bæst í hóp þeirra sem troða upp á Hróarskelduhátíðinni í byrjun júlí. Muse gaf út plötuna Absolution í fyrra sem hefur fengið góðar viðtökur. Arcade Fire, sem hefur aldrei spilað á Hróarskeldu, gaf nýverið út sína aðra plötu, Neon Bible.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðin má vera stolt af mér

„Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu.

Tónlist
Fréttamynd

Remba í Reykjavík

Gamanleikurinn Remba sem hefur glatt geð manna á Laugum í Reykjadal nú um nokkurt skeið verður sýndur af leikflokknum Vönum mönnum í Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld og er enn einhver von um að fá megi miða á sýninguna á Cafe Rósenberg í Reykjavík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Píkusögur í öllum fjórðungum

V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Himneskur svanasöngur

Kammerkórinn Carmina frumflytur Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartónskáldið Tomás Luis de Victoria á tónleikum í Kristskirkju um helgina.

Tónlist
Fréttamynd

Kvikmyndaveisla í stofunni

Græna ljósið og SkjáBíó efna til mikillar veislu heima í stofu fyrir áskrifendur Skjásins. Kvikmyndaveislan hefst í dag með sýningu írönsku kvikmyndarinnar Offside en hún hlaut Silfurbjörninn í Berlín í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Orrustan sem bjargaði Evrópu

Kvikmyndin 300 sló í gegn um síðustu helgi í Bandaríkjunum og er þegar farið að tala um metaðsókn. Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina en bardaginn við Laugarskörð hefur sjaldan eða aldrei birst jafn ljóslifandi á hvíta tjaldinu og nú.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

R.E.M. á leið í hljóðver

Hljómsveitin R.E.M. er á leiðinni í hljóðver til að taka upp sína fyrstu plötu síðan Around the Sun kom út árið 2004. Upptökustjóri verður Írinn Jacknife Lee, sem er þekktastur fyrir að hafa tekið upp How to Dismantle an Atomic Bomb með U2 og Final Straw með Snow Patrol.

Tónlist
Fréttamynd

Á mörkunum

Finnski ljósmyndarinn Sari Poijärvi opnar sýningu sína „Photo-graphic Work“ í Skotinu í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur kl. 17 í dag. Sari er með meistaragráðu í myndlist og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga víða um lönd. Í september árið 2005 dvaldi hún í gestaíbúð SÍM í Reykjavík og á því tímabili tók hún mikið af myndum sem margar hverjar er að finna á sýningunni í Skotinu.

Menning
Fréttamynd

Dean og Rússarnir

Fjalakötturinn heldur áfram veglegri dagskrá sinni í Tjarnarbíói. Kvikmyndaklúbburinn hyggst sýna allar þrjár myndir bandaríska eðaltöffarans James Dean en þetta eru Austur við Eden, Syndir feðranna og Risinn. Sýningarnar í Tjarnarbíói verða 17., 18. og 19. mars en áhorfendum gefst einnig kostur á að sjá heimildarmyndina Forever Young sem gerð var fyrir tveimur árum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

300 setti met

Epíska stríðsmyndin 300 náði inn tæpum 4,7 milljörðum króna á sinni fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum, sem er met fyrir frumsýndar myndir í mars þar í landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Að klæðast bók

Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk á myndlistarsýningunni „Bókalíf” í ReykjavíkurAkademíunni.

Menning
Fréttamynd

Amiina spilar með Sufjan Stevens

Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki.

Tónlist
Fréttamynd

Ný skemmtikvöld

Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila á fyrsta skemmtikvöldi ársins á vegum Grapevine og Smekkleysu á Hressó í kvöld. Kvöldin nefnast Take me down to Reykjavik City og verða haldin á miðvikudögum og fimmtudögum á tveggja til þriggja vikna fresti.

Tónlist
Fréttamynd

Sangare á Vorblóti

Ein vinsælasta og virtasta söngkona Afríku, Oumou Sangare frá Malí, verður eitt af aðalnúmerunum á tónlistarhátíðinni Vorblót –Rite of Spring, sem verður haldin í Reykjavík dagana 17. til 19. maí.

Tónlist
Fréttamynd

Glíma Sæmundar og kölska

Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Manic Street Preachers á velskri tónlistarhátíð

Rokkararnir í Manic Street Preachers hafa staðfest komu sína á fyrstu stóru tónlistarhátíðina í Wales sem verður haldin í sumar. Ber hátíðin heitið Fflam og fer fram í Swanesa. Meira en 50 hljómsveitir munu koma fram þann 13. til 15. júlí og er búist við 30 þúsund gestum.

Tónlist