Krókar og kimar Í tilefni af 30 ára afmæli Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands heldur Dr. Regina Bendix, prófessor fyrirlestu um vettvangsrannsóknir á háskólasamfélögum. Menning 22. mars 2007 08:45
Könnun kerfanna Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram. Menning 22. mars 2007 08:30
Neyðin kennir nöktum Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 08:00
Löggur í vanda Kvikmyndin Chaos verður frumsýnd í Laugarásbíói um helgina en hún segir frá reynsluboltanum Quentin Connors sem tekur fram skjöldinn og byssuna á nýjan leik til að eltast við klókan og miskunnarlausan bankaræningja. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 08:00
Músíktilraunir fara vel af stað Músíktilraunir hófust í 25. skiptið síðastliðið mánudagskvöld í Loftkastalanum. Alls taka 48 hljómsveitir þátt í keppninni í ár en í kvöld fer fram fjórða undanúrslitakvöldið og hið seinasta fer síðan fram annað kvöld. Tónlist 22. mars 2007 07:45
Nick Cave: Grinderman - fjórar stjörnur Þó svo að Nick Cave hafi stofnað hljómsveitina Grinderman með þremur liðsmönnum sinnar eigin undirleikssveitar The Bad Seeds hljómar þessi plata nú bara samt eins og viðbót í lagasafn meistarans. Tónlist 22. mars 2007 07:30
Offertorium Sif Tulinius leikur fiðlukonsert eftir tónskáldið Sofiu Gubaidulinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í kvöld. Gubaidulina hefur um áratugaskeið verið í fremstu röð kventónskálda í heiminum en Sif leikur konsertinn Offertorium. Tónlist 22. mars 2007 07:00
Veggspjöld tekin niður Framleiðendur hryllingsmyndarinnar Captivity hafa neyðst til að taka niður auglýsingaveggspjöld í New York og Los Angeles. Kvartanir bárust yfir því að sjá myndir af pyntingum og dauða ungra kvenna úti um allan bæ. 24-stjarnan Elisha Cuthbert leikur aðalhlutverkið í þessari nýjustu kvikmynd Rolands Jaffe. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 06:45
Soderbergh á nýjum slóðum Kvikmyndin The Good German verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn en hún segir frá dularfullu morði í Þýskalandi þegar landið er að jafna sig eftir ósigur nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 06:30
Sökuð um svindl í Eurovision Hljómsveitin Scooch, sem vann undankeppni Eurovision í Bretlandi, hefur verið sökuð um að hafa einungis þóst syngja sigurlagið. Sveitin hafði tvo bakraddasöngvara baksviðs sem enginn sá og vakti það mikla hneykslan meðal annarra keppenda. Á meðal þeirra voru Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari The Darkness, og Brian Harvey, sem var áður í strákasveitinni East 17. Tónlist 22. mars 2007 05:00
Ástir töframanns Græna ljósið tekur til sýninga kvikmyndina The Illusionist um helgina en hún segir frá töframanninum Eisenheim sem lendir í útistöðum við Leopold krónprins í Vín og lögregluyfirvöld. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 03:30
Ættleiðingarferlinu lokið Hollywood leikkonan Angelina Jolie hefur nú fengið vegabréfsáritun fyrir nýjasta meðlim fjölskyldunnar, hinn þriggja ára Pax Thien Jolie. Ferð mæðginanna er nú heitið frá Víetnam heim til Bandaríkjanna. Drengurinn hét áður Pham Quang Sang, en Angelina breytti nafninu í Pax Thien. Nafnið er sambland latneska orðsins fyrir frið og víetnömsku orði fyrir himin. Lífið 21. mars 2007 15:51
Vaknaðu Örfáir miðar eru eftir á styrktartónleika gegn átröskun sem fram fara á Nasa 1. apríl. Miðasala hefur farið ótrúlega vel af stað og stefnir allt í að uppselt verði í þessari viku. Björk – Mugison – Lay Low – Pétur Ben - KK – Magga Stína – Wulfgang - Esja koma fram á tónleikunum. Tónlist 21. mars 2007 09:03
Heimildarmynd um Thatcher í bígerð Verið er að undirbúa heimildarmynd um fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, og aðkomu hennar að aðdraganda Falklandseyjastríðsins árið 1982. Það eru BBC films og Pathe sem vinna að gerð handrits heimildarmyndarinnar. Bíó og sjónvarp 20. mars 2007 15:39
Sólheimabúggí hjá Nælon Stúlkurnar sem mynda hina vinsælu hljómsveit Nælon komu í heimsókn og sögukynningu að Sólheimum á sunnudaginn 18. mars. Þær létu slæmt ferðaveður ekki stoppa sig og skemmttu íbúum og nágrönnum þeirra með glæsilegum flutningi og fallegum söng í Grænu Könnunni, að sögn Valgeirs F. Backman félagsmálafulltrúa á staðnum. Tónlist 19. mars 2007 14:19
Charles prins að verða afi Charles Bretaprins er að verða afi. Það eru þó ekki ungu prinsarnir Vilhjálmur og Harry sem bera ábyrgð á þeim gleðiviðburði heldur Tom Parker Bowles, sonur Camillu Parker-Bowls, frá fyrra hjónabandi, sem er að verða faðir í fyrsta skipti, 32 ára að aldri Lífið 19. mars 2007 09:58
Þrennra tónleika hylling Rússnest tónskáld hefur á undanförnum mánuðum notið mikillar athygli á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Hún heitir Sofia Gubaidulina og er talin með merkari tónskáldum okkar tíma. Nú beinir tónlistargeirinn á Íslandi augum sínum og listgæfni að verkum hennar. Frúin ætlaði að koma í heimsókn en ekki verður af því: aldraður bóndi hennar veiktist og hún afboðaði sig. Sjálf er hún 75 ára. Tónlist 17. mars 2007 14:30
Nýtt lag frá Mínus Nýtt lag með rokksveitinni Mínus, Futurist, fer í útvarpsspilun á þriðjudag. Lagið er að finna á væntanlegri plötu Mínus, The Great Northern Whalekill, sem kemur út 16. apríl. Tónlist 17. mars 2007 14:00
Abbababb! - þrjár stjörnur Plata Dr. Gunna frá 1997, Abbababb!, er líklegast best heppnaða barnaplata frá því að Eniga Meniga kom út. Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir nú leikrit byggt á þessu snilldarverki Dr. Gunna og nú er komin út plata með lögum leikverksins sem inniheldur heil sextán lög. Tónlist 17. mars 2007 12:00
Klettasalat og afbyggður líkami Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock. Menning 17. mars 2007 11:15
Björk hefur fengið nóg Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. Tónlist 17. mars 2007 09:00
Cowell: Ég er meiri stjarna en Springsteen Ljúfmennið lítilláta Simon Cowell lýsti því yfir í sjónvarpsþættinum 60 mínútur að hann væri fimm sinnum meiri stjarna en Bruce Springsteen. Í spjallinu kom það til tals að Springsteen hefði gert nýjan samning við Sony, sem færði honum 100 milljónir dollara. Cowell sagði þá að hann hefði selt miklu fleiri albúm en Springsteen undanfarin ár. Hann ætti því skilið að fá 500 milljónir dollara. Lífið 16. mars 2007 16:42
Jimmy Somerville á Hinsegin dögum Tónlistarmaðurinn Jimmy Somerville kemur fram á Hinsegin dögum 11. og 12. ágúst næstkomandi. Jimmi er líklega þekktastur fyrir lögin Smalltown Boy og Don´t Leave Me This Way. Hann náði hátindi frægðar sinnar á níunda áratugnum með hljómsveitunum Bronski Beat og The Communards. Síðan hefur Jimmy átt farsælan sólóferil. Lífið 16. mars 2007 15:12
Ampop á iTunes Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop. Tónlist 16. mars 2007 10:00
Berry aftur með REM Bill Berry, fyrrverandi trommari REM, spilaði með sínum gömlu félögum er þeir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins í New York. Berry, sem hætti í hljómsveitinni árið 1997, spilaði með þeim Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck gömul REM-lög. Tónlist 16. mars 2007 09:45
Bubbi sleginn úr hringnum Fyrstu óvæntu úrslitin eru fyrirliggjandi í Meistaranum. Kempan Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður – gjarnan kallaður Bubbi – var sleginn úr keppni af Birni Guðbrandi Jónssyni líffræðingi: 26 gegn 20 stigum Bubba. Ekki að Björn Guðbrandur sé einhver kettlingur þegar spurningar og svör eru annars vegar. Tónlist 16. mars 2007 09:15
Bítlarnir á netinu Netfyrirtækið Wippit býður nú dyggum aðdáendum Bítlanna að hlaða niður sjaldséðum myndum af hljómsveitinni og einstökum hljóðupptökum með viðtölum við hljómsveitarmeðlimina fjóra. Tónlist 16. mars 2007 09:00
Cliff Richards á leiðinni Nú styttist óðum í tónleika Sir Cliffs Richards í Laugardalshöll 28. mars næstkomandi. „Hann verður hérna í tvo til þrjá daga. Þetta eru síðustu tónleikarnir hjá honum í tónleikaferðinni,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari. Tónlist 16. mars 2007 09:00
Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Tónlist 16. mars 2007 08:45
Fjölgun hjá Motion Boys Viddi, hljómborðsleikari Trabant, Bjössi, trommuleikari Mínus, og Tobbi úr Jeff Who? hafa gengið til liðs við hljómsveitina Motion Boys. Sveitin gaf nýverið út stuttskífu með lögunum Hold Me Closer to Your Heart og Waiting to Happen og hyggur á útgáfu sinnar fyrstu plötu síðar á árinu. Tónlist 16. mars 2007 08:30