Guðfaðir poppsins Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Menning 5. júlí 2007 07:15
Hamingjudagar Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum,“ segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Menning 5. júlí 2007 07:00
Enn neistar milli Leo og Kate Innanbúðarmenn á tökustað kvikmyndarinnar Revolutionary Road segja að samband Leonardo DiCaprio og Kate Winslet fyrir framan myndavélarnar sé engu síðra en það sem blasti við áhorfendum í vinsælustu kvikmynd allra tíma, Titanic, sem sýnd var fyrir réttum áratug. Leo og Kate leika elskendur í hinni nýju mynd og neistar á milli þeirra sem aldrei fyrr. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 06:15
Harry Potter á heimaslóðum Hundruð aðdáenda bókaraðarinnar um Harry Potter flykktust á Leicester Square í London á þriðjudagskvöldið, þegar fimmta kvikmyndin um ævintýri galdrastráksins, Harry Potter and the Order of the Phoenix, var frumsýnd á heimaslóðum hans. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 06:15
Álfar setjast að í Edens ranni Þegar heldri konur vildu taka sér sunnudagstúr létu þær karlana keyra sig í Eden áður fyrr. Nú er ný kynslóð kvenna sæknari á önnur mið. Og þó. Á laugardag ætla fjórar vaskar myndlistarkonur að opna sýningu í Edens ranni. Þær eru Anna Hallin, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Olga Bergmann og Steinunn Guðríður Helgadóttir en þær voru allar við myndlistarnám á sama tíma í Gautaborg. Menning 5. júlí 2007 05:45
Tumi í Skaftafelli Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Menning 5. júlí 2007 04:15
Bocelli syngur á Íslandi Ítalski stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Egilshöll þann 31. október en það er fyrirtækið Déjávu sem stendur að komu tenórsins. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúm tvö ár. „Heildarfjöldi þeirra sem koma gagngert til landsins vegna tónleikanna eru um 100 manns. Tónlist 5. júlí 2007 03:45
Tékkar mjög hrifnir af Mýrinni Gagnrýnandi kvikmyndabiblíunnar Variety fer fögrum orðum um kvikmyndina Mýrina eftir Baltasar Kormák en hún var frumsýnd á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi á sunnudaginn. Segir Eddie Crockrell að myndin eigi eflaust eftir að vekja mikla athygli, hún höfði til margra og eigi vafalítið eftir að gera góða hluti á kvikmyndahátíðum úti um allan heim. Þá hrósar hann sérstaklega tæknilegu hliðinni. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 02:45
„..frá því ég gat haldið á skærum“ Borin verða upp þau nýmæli í versluninni og menningarsetrinu 12 Tónum á næstu vikum að þar verður uppi myndlistarsýning: Það er listakonan Sigríður Níelsdóttir sem sýnir þar klippimyndir. Menning 5. júlí 2007 02:30
Allen gerir Barcelona að Manhattan Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 02:30
Brad leikur Bullitt Brad Pitt mun leika aðalhlutverk í endurgerð á myndinni Bullitt frá árinu 1968. Pitt mun fara með hlutverk Franks Bullitt sem leikarinn Steve McQueen gerði ódauðlegan í myndinni. „Brad á margt sameiginlegt með McQueen. Hann elskar mótorhjól og er mikið fyrir hraðskreiða bíla. Þetta var því draumahlutverk fyrir hann,“ sagði heimildarmaður. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 02:15
Kira Kira í kvöld í Iðnó Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir heldur tónleika í kvöld af því tilefni að hún hefur nú lokið upptökum á nýju safni tónsmíða sem væntanlegar eru á markað síðla árs eða í ársbyrjun 2008. Með henni á sviði gamla Iðnaðarmannahússins verða Seabear og Hudson Wayne. Herlegheitin hefjast upp úr tíu að kvöldi og verður vonandi friður fyrir lendingum einkaþotna yfir Tjörninni þessa kvöldstund. Tónlist 5. júlí 2007 02:00
Hádegistónleikar í Ketilhúsinu Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Tónlist 5. júlí 2007 01:30
Velkomin aftur Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. Tónlist 5. júlí 2007 01:00
Dagurinn sem þú hittir Guð Kvikmyndin Evan Almighty var frumsýnd í gær en hún er sjálfstætt framhald Bruce Almighty sem sló í gegn fyrir fjórum árum. Þá fékk Jim Carrey að vera Guð en að þessu sinni er það Steve Carell sem fær skemmtilegt hlutverk hjá almættinu. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2007 00:01
Magni syngur bandaríska þjóðsönginn „Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Tónlist 4. júlí 2007 10:15
Gerir pitsurnar sjálfur Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Bjarni Snæbjörnsson sem situr fyrir svörum. Bíó og sjónvarp 4. júlí 2007 09:45
Horfinn dagur kominn út Minningarútgáfa með tónsmíðum Árna Björnssonar tónskálds er komin út á tveimur diskum sem geyma úrval tónsmíða hans: kammerverk, kór- og einsöngslög, auk þriggja dægurlaga sem hann samdi. Útgáfan er helguð minningum þeirra hjóna, Árna og Helgu konu hans. Er nú loks fáanlegt yfirlit um höfundarverk þessa virta tónlistarmanns sem hrifinn var frá verki á miðjum aldri. Tónlist 4. júlí 2007 09:15
Innipúkinn á nýjum tónleikastað „Planið er að hafa þetta minna í sniðum en síðustu ár. Ná kósí stemningu og hafa það huggulegt frekar en að hafa þetta eitthvert stórt festival,“ segir Björn Borko Kristjánsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem verður haldin í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Tónlist 4. júlí 2007 09:00
Sumartónleikar tvítugir Á þessu sumri eru tuttugu ár liðin síðan Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hratt Sumartónleikum á Mývatni af stað. Þessi menningarauki fyrir heimamenn og gesti hefur árlega glætt sumarnóttina tónabirtu þó atriðin hafi mörg verið flutt af fáum en vel sótt. Tónlist 4. júlí 2007 07:30
Sverrir Bergman í fótspor Oasis „Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Tónlist 4. júlí 2007 07:15
Náttúruvernd á Nasa Styrktartónleikar náttúruverndarsamtakanna Saving Iceland fóru fram við góðar undirtektir á Nasa á mánudagskvöld. Fjöldi manns var þar samankominn til að styðja málstaðinn og hlýða á nokkra af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Tónlist 4. júlí 2007 06:00
Sökk eða stökk Hópur listamanna leggur alþjóðlegri ráðstefnu lið sem haldin verður hér um komandi helgi með því að gefa verk eftir sig. Verða verkin boðin upp á uppboði á fimmtudag en þau verða til sýnis í Startart á Laugavegi 12b í dag og á morgun á afgreiðslutíma verslana. Klukkutíma fyrir uppboðið, sem verður kl. 17 á fimmtudag, kynna listamennirnir verkin áhugasömum. Menning 4. júlí 2007 03:45
Gögn um listir á Artprice Veffyrirtækið Artprice og hagsmunasamtök myndréttarhafa ADAGP hafa gengið frá samkomulagi sín á milli um gjald fyrir birtingu mynda af listaverkum á vefsíðu Artprice. Artprice heldur úti vefsíðum á fimm tungumálum þar sem myndlist gengur kaupum og sölum. Menning 3. júlí 2007 09:00
Mýrin í nýju ljósi Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2007 08:45
Getur síst verið án gormabókarinnar Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2007 07:00
Glaðir og fjörugir hálfvitar Gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir gerði allt brjálað í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sveitin hélt útgáfutónleika en hún gaf nýlega út disk sem ber nafn sveitarinnar. Tónlist 3. júlí 2007 06:30
Rokk og ról hjá Cartier í París Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Tónlist 3. júlí 2007 06:00
Útgáfu Rafskinnu fagnað DVD-Sjónritið Rafskinna kom út í fyrsta sinn nú á laugardaginn. Rafskinna er sambland af hefðbundnu pappírstímariti og alls konar efni á DVD-diski, myndböndum, viðtölum og öðru. Menning 3. júlí 2007 06:00
Sigurjónssýning í Friðriksborgarhöll Mannamyndir Sigurjóns Ólafssonar verða efni í sýningu haustið 2008 á Nationalhistorisk Museum á Friðriksborgarsloti. Hingað komu í liðinni viku þrír sérfræðingar á vegum safnsins í Hilleröd til að velja verkin í samráði við Birgitte Spur, forstöðukonu Sigurjónssafns í Laugarnesi og ekkju Sigurjóns. Menning 3. júlí 2007 05:00