Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. Tónlist 20. september 2012 20:00
Plata Retro Stefson seld í sjö mismunandi útgáfum „Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Tónlist 20. september 2012 17:00
Meira frá Mumford & Sons Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Tónlist 20. september 2012 16:00
Dómarinn og Djúpið í bíóhús Kvikmyndirnar Djúpið og Judge Dredd 3D eru frumsýndar í kvikmyndahúsum annað kvöld. Menning 20. september 2012 12:00
Blóðug saga um bruggara Lawless verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og skartar Tom Hardy og Shia LaBeouf í aðalhlutverkum. Menning 20. september 2012 11:00
Hroki, dans og draumar Ungir og efnilegir karlmenn sem bregða sér í ótal hlutverk ríða á vaðið hjá Þjóðleikhúsinu nú á leikárinu nýja. Gagnrýni 19. september 2012 16:00
Sígild Dylan-plata í safnið Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Gagnrýni 19. september 2012 09:22
Skopmyndateiknari skrifar Skaupið Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins, er einn af sex handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. Menning 19. september 2012 09:22
Justin Bieber orðaður við aðlögun 50 Shades of Grey Metsölubókin Fimmtíu gráir skuggar verður kvikmynduð. Þetta tilkynnti höfundur skáldsögunnar E.L. James í bandaríska spjallþættinum Katie í dag. Tónlist 18. september 2012 17:58
Koma svo - styrkjum Kvennaathvarfið! Starfsfólk Evrópustofu, upplýsingamiðstöðvar ESB, tekur þátt í átakinu Öll með tölu, þar sem safnað er fyrir nýju og stærra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið... Menning 18. september 2012 16:21
Skálmöld vottar Víðsjá virðingu sína Nýtt lag hljómsveitarinnar Skálmaldar verður forspilað í Víðsjá á Rás eitt á fimmtudaginn kemur. Ástæðan er sú að áður en hljómsveitin sló í gegn gekk illa að fá útgefendur á fyrstu plötu þeirra og spilun á henni í útvarpi í kjölfarið. Tónlist 18. september 2012 15:38
Bootleg Beatles spila í Hörpu The Bootleg Beatles munu leika í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 3. febrúar. Menning 18. september 2012 10:22
Þú og ég + Moses Hightower Undirritaður var fremur fúll yfir að hafa misst af samstarfstónleikum Þú og ég og Moses Hightower á Innipúkahátíðinni fyrir nokkrum vikum, sérstaklega þar sem eftir á fór það orðspor af frammistöðunni að fundist hefði fyrir stuðinu alla leið til veðurathugunarstöðvarinnar á Svalbarða hið minnsta. Gagnrýni 18. september 2012 00:01
Ný Dönsk frumflytur nýtt lag á Bylgjunni í kvöld Hljómsveitin Ný Dönsk fagnar í ár 25 ára afmæli sínu. Að því tilefni frumflytur hljómsveitin nýtt lag, Uppskeru, í tveggja tíma þætti á Bylgjunni í kvöld tileinkuðum sveitinni. Tónlist 16. september 2012 19:42
Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Tónlist 16. september 2012 11:57
Drama í úrvalsflokki A Seperation er ein besta mynd síðasta árs. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust. Gagnrýni 16. september 2012 08:00
Nýliðar og reynsluboltar gefa út á tónlistarhausti Margar áhugaverðar íslenskar plötur líta dagsins ljós í haust og fram að jólum. Fréttablaðið renndi yfir það sem er fram undan í popp- og rokkdeildinni.<br />Eins og undanfarin ár kemur út nóg af íslenskum popp- og rokkplötum núna á haustmánuðum. Tónlist 15. september 2012 18:00
Langaði að sjá eitthvað geggjað "Þetta er svolítið eins og að eignast barn,“ segir Arnljótur Sigurðsson, söngvari og bassaleikari Ojba Rasta, um útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar á þriðjudaginn. Tónlist 15. september 2012 08:00
Game of Thrones-leikari leikstýrir í Þjóðleikhúsinu "Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Menning 14. september 2012 18:00
Páll Baldvin ekki áfram í Kiljunni Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar, Kiljan, fer í loftið innan skamms á RÚV. Persónur og leikendur verða þó aðrir en verið hefur. Menning 14. september 2012 17:17
Jón Jónsson sækir bændur heim Fyrsti þáttur Stöðvar 2 af þættinum Beint frá býli fór mjög vel í landann, enda fór tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson á kostum. Næsti þáttur er ólíkur hinum fyrri að því leyti að það er Jón Jónsson sem kemur fram. Líkt og Björgvin er Jón Jónsson eldhress og fer á kostum, en tónlist þeirra er þó gerólík eins og þeir sem munu horfa á morgun taka eftir. Ábúendur að Meðalfelli í Kjós lifðu sig mjög vel inn í tónleika Jóns og voru hæstánægðir með heimsóknina og börnin á bænum sungu hástöfum með. Tónlist 14. september 2012 16:26
Algjörlega ódrepandi formúlu fylgt út í ystu æsar Bourne-myndirnar eru með betri spennumyndum síðari ára, loftþéttir og fullorðins njósnatryllar sem einkennst hafa af styrkri leikstjórn, góðum leikurum og útpældum handritum. The Bourne Legacy stendur fyrri myndunum að baki en er engu að síður frambærilegur njósnatryllir sem byggir á óvenju traustri formúlu. Gagnrýni 14. september 2012 16:00
Blygðunarlaust popp Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu. Formúlan virkar vel og smurt. Kostir og gallar ástarinnar eru alltumlykjandi í textum og úr verður svöl poppplata sem minnir um margt á horfna tíma en gæti átt gott líf í vændum í framtíðinni. Gagnrýni 14. september 2012 10:00
Gnarr aðdáandi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, og Clarke Peters, leikari úr sjónvarpsseríunni The Wire, voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum í Höfða í gær. Jón Gnarr er mikill aðdáandi þáttana og í tímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í mars 2012 lét hann hafa það eftir sér að hann myndi aldrei fara í stjórnarsamstarf með neinum sem hefði ekki horft á þá. Aðspurður sagði hann Peters þó ekki vera uppáhaldsleikara sinn úr þáttunum, en kvað hann þó vera mjög góðan. - trs Menning 14. september 2012 07:00
Bassaskepnan leitar að hljómsveit Einn harðasti bassaleikari landsins er laus og liðugur og leitar að réttu hljómsveitinni til að hamra á bassann með. Bassaleikarinn er nýjasta viðbót Steinda Jr. í litríkt persónugallerí sitt og er í aðalhlutverki í glænýju atriði sem fór í loftið á Vísi í dag. Tónlist 13. september 2012 16:30
White ekki til Íslands Bandaríski tónlistarmaðurinn Jack White er ekki á leiðinni til Íslands í nóvember eins og vangaveltur höfðu verið uppi um. Tveir tónleikahaldarar höfðu reynt að lokka White til landsins í nokkurn tíma en hvorugum varð ágengt. Tónlist 13. september 2012 16:00
Spilaður í New York Söngvarinn sæti Daníel Óliver gaf út sitt nýjasta lag, DJ Blow My Speakers á dögunum. Lagið hefur verið að gera góða hluti í Evrópu og meðal annars fengið góða umfjöllun á vefmiðlum að undanförnu. Það virðist þó ætla að verða vinsælt utan heimsálfunnar líka því útvarpsstöðin SiriusXM í New York spilaði lagið í gær. Daníel er búsettur í Svíþjóð en heldur til London í lok mánaðarins til að halda þar tónleika. Tónlist 13. september 2012 15:30
Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að birta nýtt myndband á myndbandavefnum YouTube, sem er að stærstum hluta tekið upp á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Myndbandið er við lagið „Mountain Sound". Umræddir tónleikar voru haldnir þann 7. júlí síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að miðborgin fylltist þetta sama kvöld. Hljómsveitinni þótti tónleikarnir takast svo vel að ákveðið var að nýta myndbandsefni sem var tekið upp í tónlistarmyndband og óskuðu eftir leyfi frá þeim sem birtust á myndunum til þess að fá að nýta sér þær. Tónlist 13. september 2012 15:04
Fimmtíu gráir skuggar Þetta er hvorki mömmuklám né ömmuklám, þetta er í besta falli langömmuklám sem hefði getað verið skrifað á 19. öldinni Gagnrýni 13. september 2012 11:00