Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Solo verður sóló

Enn berast fregnir úr Star Wars-heimum. Auk nýju myndarinnar, sem stefnt er á að frumsýna árið 2015, stendur til að gera sérstakar myndir um þá Han Solo og Boba Fett.

Menning
Fréttamynd

Einn af þeim villtari

Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega.

Tónlist
Fréttamynd

Óskilgreind fegurð

Nick Cave & the Bad Seeds sendir frá sér sína fimmtándu hljóðversplötu, Push the Sky Away, í næstu viku. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári.

Tónlist
Fréttamynd

Siðferðislega rangar sögur

"Það er allt á fullu núna enda styttist óðum í frumsýningu,“ segir Bergþóra Kristbergsdóttir, formaður leikfélags Borgarholtsskóla sem frumsýnir leikritið Grimmd í Tjarnarbíó á morgun.

Menning
Fréttamynd

Dogma endurgerð af Chuck Norris-mynd

Kvikmyndin Zero Dark Thirty segir frá leit Bandaríkjahers að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og verður frumsýnd annað kvöld.

Menning
Fréttamynd

Morrissey aflýsir tónleikum

Tónlistarmaðurinn Morrissey hefur aflýst tveimur tónleikum sínum vegna veikinda. Morrissey átti að koma fram á tónleikum í Las Vegas hinn 9. febrúar og í Phoenix kvöldið eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Fullmótuð heild ógerðra verka

Ógerðu verkin nefnist sýning myndlistarmannsins Þórodds Bjarnasonar í Safnaskálanum á Akranesi. Sýningin er óvenjuleg að því leyti að hún samanstendur af verkum sem enn hafa ekki verið fullkláruð.

Menning
Fréttamynd

Uppselt á Sónar Reykjavík

Tilkynnt í morgun. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb

Tónlist
Fréttamynd

Stelpurnar í Girls mæta í kvöld

Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Stelpurnar í Girls hafa slegið í gegn með sínum hráa húmor og þykja ferskur andblær.

Menning
Fréttamynd

Örlygur Smári og Pétur svara fyrir sig

Mikið hefur verið rætt um líkindi lags okkar, Ég á líf, og lagsins "I am cow" síðustu daga. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Í upphafi hlógum við bara að þessari samlíkingu en nú þykir okkur komið mál að linni. Alla vega þeirri umræðu að verið sé að væna okkur um lagastuld. Það að láta þjófkenna sig saklausan er ekkert gamanmál og nístir á endanum að innstu hjartarótum.

Tónlist
Fréttamynd

Hermikrákur af Guðs náð

Liðsmenn The Bootleg Beatles voru fljótir að slá á mögulegar efasemdarraddir um ágæti þeirra er þeir mættu á svið í Eldborgarsalnum í Hörpu á sunnudagskvöld.

Gagnrýni
Fréttamynd

Samstaða og gleði í Græna herberginu

Lagið Ég á líf í flutningi Eyþórs Inga Gunnlaugssonar sigraði Söngvakeppnina 2013 síðasta laugardag. Það keppir því fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Malmö í maí. Tinna Rós Steinsdóttir varði kvöldinu í Græna herberginu.

Tónlist
Fréttamynd

Flýgur heim til að taka þátt í Vetrarhátíð

Eðvarð Egilsson, betur þekktur sem Eddi í Steed Lord, mun koma heim til Íslands til að taka þátt opnunaratriði Vetrarhátiðar, en hann er búsettur í Los Angeles þar sem gerir það gott með hjómsveitinni Steed Lord. Eddi mun vinna með listamanninum Marcos Zotes, en hann vakti mikla athygli fyrir myndir sem hann varpaði á Hallgrímskirkju á Vetrarhátið í fyrra.

Menning
Fréttamynd

Þorri íslenskra rokkara á svið

„Við getum kallað þetta skemmtilegt rokk en við tökum fyrir lögin sem hafa verið að kalla fram gæsahúð hjá fólki svo áratugum skiptir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem, ásamt Birgi Nielsen, stendur fyrir Skonrokktónleikum nú í mars.

Tónlist
Fréttamynd

Fjölmennt á stærstu myndlistarsýningu Íslands

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á Kjarvalsstöðum á stærstu myndlistarsýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin, sem ber heitið Flæði, var sett upp í tilefni af 40 ára afmælisári Kjarvalsstaða en markmiðið er að draga allan almennan safnkost safnsins fram úr geymslunum og sýna hann.

Menning
Fréttamynd

Handverksmaðurinn Spielberg

Ef til vill er erfitt fyrir Íslending norður í ballarhafi að tengja við aðdáun Bandaríkjamanna á þessum löngu látna pólitíkus, en myndin er góð kennslustund og aldrei leiðinleg.

Gagnrýni
Fréttamynd

Meg White í uppáhaldi

Rokkarinn Dave Grohl hefur lofað trommuleik Meg White með rokkdúettnum sáluga The White Stripes í hástert.

Tónlist
Fréttamynd

Milljarður í bresk bíóhús

Þrátt fyrir að sífellt fleiri nálgist kvikmyndir á netinu námu miðasölutekjur bíóa í Bretlandi meira en milljarði punda, eða 200 milljörðum íslenskra króna, árið 2012.

Menning