Kompás

Kompás

Fréttaskýringaþáttur þar sem hin ýmsu málefni eru krufin til mergjar.

Fréttamynd

Blindir fá sýn

Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að bandarískir læknar hefðu grætt myndavél í augu blindra Breta. Vélin tengist gervisjónhimnu sem er grædd aftan við augað. Myndir eru teknar og rafboð send með sjóntaug í heilann.

Stöð 2
Fréttamynd

Staðfestur dómur

Fyrr í vetur sagði talsmaður Stígamóta í viðtali við Kompás að kynferðisbrotamenn fyndust í öllum stéttum. Sorglegar sögur undanfarið um rannsókn á kynferðisbrotum presta og Háskólakennara ásamt með dómi yfir forstömanni Byrgisins hafa staðfest þetta - og nú fyrir helgi var Hæstaréttarlögmaðurinn, Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum.

Stöð 2
Fréttamynd

Skipulagt kortasvindl

Greiðslukortasvindl er vaxandi iðja skipulagðra glæpahópa víða um heim. Upphæðirnar sem sviknar eru út skipta hundruðum milljarða króna á ári um allan heim. Á Íslandi nema upphæðirnar tugum milljóna króna. Við segjum frá stolnu greiðslukorti sem meðal annars var notað til að greiða sekt hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Nýtt á prjónunum

Ullarpeysur, hundapeysur, sokkar og sjöl er meðal þess sem íslenskar konur prjóna af áfergju um þessar mundir. Áhugi á prjónaskap hefur aukist stórlega á síðustu árum eftir að ullarpeysan fékk uppreisn æru og varð tískuvara. Konur fjölmenna á svokölluð Prjónakaffi til að kynna sér það heitasta í prjónatískunni og núorðið er hægt að kaupa íslenska ullarpeysu á My Space.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Greiðslukortasvindl

Greiðslukortasvindl er vaxandi iðja skipulagðra glæpahópa víða um heim. Tugmilljónir króna tapast á ári vegna greiðslukortasvindls hérlendis. Kompáss sýnir hversu auðvelt það er að nota kort annara. Í átta tilvikum tókst konu á vegum Kompáss að greiða fyrir vörur með greiðslukorti karlmanns. Það var aldrei litið á mynd eða undirskrift á kortinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Óvissa í aldarfjórðung

Þegar ungt fólk fellur frá er erfitt fyrir aðstandendur að ljúka sorgarfrelinu þegar efi læðist að þeim um, að eitthvað misjafnt blandist í dauða þeirra. Við rekjum sögu fólks sem er enn að reyna að fá skýringar á fráfalli tveggja ungra manna aldarfjórðungi eftir vofveiflegan dauða þeirra.

Stöð 2
Fréttamynd

Fleiri spurningar en svör

Á meðan embættismenn skrifuðust á í vetur og þrefuðu um lagatúlkun fór Ragnar, bróðir Einars Þórs á stúfanna og fann vitni að atburðum þessa örlagadags fyrir 23. árum. Þau segja sögu sem stemma ekki við skýringar lögreglu og vekja upp spurningar hvort hroðvirknislega var staðið að rannsókn á vettvangi.

Stöð 2
Fréttamynd

Mál 809/1985

Það verður vending í málinu á vordögum. Valtýr Sigurðsson, sem tók við embætti ríkissaksóknara um áramót fellst á að endurskoða ákvörðun forvera síns, Boga Nílssonar. Eftir yfirlegu kemst hann að þveröfugri niðurstöðu og úrskurðar að ættingjarnir skuli fá afrit af þeim gögnum sem voru í vörslu Landspítalans þar sem lík Einars og Sturlu voru krufin.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Mannslát í Slippinum

Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í bíl í Daníelsslipp fyrir 23 árum. Sjálfsvíg sögðu yfirvöld en ættingjar hafa aldrei sannfærst. Þau hafa barist fyir aðgangi að gögnum lögreglu en yfirvöld hafa mánuðum saman streyst á móti þrátt fyrir íhlutun umboðsmanns Alþingis. Loks nú í vor fengu þau að sjá hluta gagnanna en gögnin hafa vakið upp fleiri spurningar en svör. Kompás fjallar um þetta sérstæða mál í næsta þætti. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl:21:50 á Stöð 2

Stöð 2
Fréttamynd

Hættur í hafi

Ekkert hafsvæði í heiminum er hættulegra til siglinga en hafið í grennd við Ísland. Kompás ræddi við fyrrverandi ríkisstjóra í Alaska sem var í embætti þegar Exxon Valdes slysið varð. Hann ráðleggur Íslendingum að hafa varann á gagnvart flutningum á hráolíu en ekki síður flutningi afurðanna því þar séu á ferð eitruð efni sem geti stórskaðað lífríki hafsins.

Stöð 2
Fréttamynd

Brestir í velferð

Stuðningur hins opinbera við fjölskyldur langveikra barna er ekki nægjanlegur. Málum er hent á milli ráðuneyta. Þetta segja foreldrar sem Kompás hefur rætt við. Við heyrum sjónarmið foreldra langveikra barna.

Stöð 2
Fréttamynd

Vespufaraldur

Óhætt er að segja að svokölluð vespumenning sé að ná fótfestu hér á landi. Léttum bifhjólum hefur fjölgað gríðarlega í umferðinni á síðustu árum, þrátt fyrir að þau séu einunis ökufær hluta ársins. En passa þessi hjól inn í þá miklu, og oft á tíðum, hættulegu umferð stórra ökutækja sem keyrir um stofnæðar borgarinnar? Kompás kynnti sé málið.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Varasamir olíuflutningar

Ef olíuhreinsistöð verður reist á Íslandi fara á milli tvö til þrjúhunduð olíuskip um lögsöguna á ári. Þó öryggi í hráolíuflutningum hafi aukist hafa orðið stórfelld slys þar sem hráolía í tugþúsund tonna hefur farið í hafið. Fyrrverandi fylkisstjóri Alaska sem þurfti að kljást við Exxon-Valdes slysið telur að Íslendingar eigi ekki síður að hafa áhyggjur af stórfelldum flutningum með unnar olíuafurðir frá stöðinni því þar séu á ferð eitruð efni sem geti stórskaðað lífríki hafsins. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl.21:50 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Músík með einum putta

Að stórum hluta snýst lífið hjá fjölskyldu í Grafarvoginum um að annast sextán ára ungling, Ragnar Þór Valgeirsson. Hann er með sjaldgæfan og ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm. Þau þurfa að glíma við fjölmarga erfiðleika en gleðin er alltaf skammt undan. Í lífi Ragnars Þórs er tölvan nauðsynlegt tæki. Þar eyðir hann löngum stundum við að semja tónlist og búa til listaverk. Um tveggja ára skeið hefur Kompás fylgst með Ragnari og fjölskyldu hans. Hver klukkustund er þaulskipulögð.

Stöð 2
Fréttamynd

Baráttujaxl

Rannsóknir sýna að líf fatlaðra unglinga getur verið þeim mjög erfitt - þeir upplifa sig einangraða. Ragnar Þór er ekki í þeim hópi - hann gerir sér grein fyrir annmörkum sínum og skipuleggur líf sitt út frá þeim.

Stöð 2
Fréttamynd

14 flugsæti fyrir 5

Það er ekki bara mikill tími sem fer í umönnunn Ragnars Þórs. Það sem heilbrigðu fólki finnst sjálfsagt - kostar fjölskylduna mikla fjármuni. Þessi fimm manna fjölskylda fór í ferðalag til Ameríku og þurfti að borga fyrir fjórtán flugsæti. Af þeim þurfti Ragnar níu.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Hvunndagshetjan Ragnar

Þegar Ragnar Þór Valgeirsson greindist með alvarlegan taugahrörnunarsjúkdóm ársgamall var honum ekki hugað líf nema í tvö ár. Ragnar Þór er nú sextán ára unglingur sem tekst á við þrautir lífsins af einstöku æðruleysi. Hann er bundinn við hjólastól og hefur aldrei gengið.

Stöð 2
Fréttamynd

Ósýnilegir olíuirisar

Dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar, olíuhreinsistöð vestur á fjörðum, er í burðarliðnum þó að enginn viti enn hver standi á bak við áformin.

Stöð 2
Fréttamynd

Sömu aðilar

Hugmynd um olíuhreinsistöð á Íslandi er ekki ný af nálinni og síðast var þessi kostur kannaður fyrir rúmum áratug í samstarfi við fyrirtækið MD-SEIS. Það félag var að hluta í eigu rússneska olíurisans LUKOIL og kom við sögu málaferlum sem þóttu opinbera vafasama viðskiptahætti. MD-SEIS er forveri þess fyrirtækis sem kemur að málum vestur á fjörðum nú og eru sömu menn við stjórnvölinn.

Stöð 2
Fréttamynd

Peð í skákinni

Með því að reisa olíuhreinsistöð á Íslandi eru rússneskir olíurisar að kaupa sér markaðsstöðu og jákvæða ímynd, segja sérfræðingar. Það veitir ef til vill ekki af enda er rússaolían valdatæki í höndum stjórnvalda sem beitt er gagnvart nágrannaríkjunum. Hér á Íslandi liggur ákvörðun um olíustöðina hjá vestfirskum sveitarstjórnarmönnum sem virðast lítið hugsa um alþjóðlega olíuhagsmuni og heimsvaldapólitík.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Umdeild olíuhreinsistöð

Það er leyndarmál hver á að reisa olíuhreinsistöðina á Vestfjörðum. Böndin berast að rússnesku risaolíufyrirtæki í innsta hring Kremlar. Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á atvinnuástandinu og kalla eftir úrbótum. Olíuhreinsunarstöð er talin geta skapað 500 ný störf. Þessi 300 milljarða risaframkvæmd er þó umdeild. Tilhugsunin um nær daglegar siglingar risaolíuskipa vekur ugg en talið er að allt að 300 olíuflutningaskip muni eiga leið um vestfirska firði árlega. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl. 21:50 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Aðgengi fyrir alla?

Á síðustu árum hefur aðgengi fyrir fólk í hjólastólum batnað til muna en er nóg að gert? Er gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í verslunum á Laugaveginum? Við fylgjum manni eftir í hundruð kílóa þungum rafmagnshjólastól og sjáum hvernig honum gengur að versla, fá þjónustu og fara til læknis á Akureyri.

Stöð 2
Fréttamynd

Laugavegurinn fyrir alla?

Langflestar verslanir við Laugaveg gera ekki ráð fyrir viðskiptavinum í hjólastólum. Þröskuldur sem heilbrigt fólk tekur ekki eftir - getur verið stór farartálmi þess sem þarf að komast allra sinna leiða í hjólastól. Til eru einfaldar lausnir sem myndu gera það að verkum að allir gætu verslað eða sótt sér þjónustu á Laugaveginum og víðar.

Stöð 2
Fréttamynd

Öryggismál í endurskoðun

Þuríður Harpa Sigurðardóttir er lömuð fyrir neðan brjóst eftir hestaslys. Hún er ein af átta einstaklingum sem hafa slasast alvarlega eftir að hafa dottið af hestbaki á síðustu sjö árum - þar af hefur einn látist. Skaði þeirra sem slasast getur verið varanlegur og líf þeirra verður aldrei samt aftur. Öryggismál í hestamennsku eru nú til endurskoðunar hjá Landsambandi hestamanna, með það fyrir augum að fækka slysum.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Aðgengi fyrir alla?

Kompás beinir sjónum sínum að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum í næsta þætti. Hvernig gengur fólki í hjólastólum að versla á Laugaveginum? Fara til læknis á Akureyri? Eða í banka í miðbænum? Kompás hefur fylgt manni eftir í hjólastól síðan í fyrrasumar og fylgst með hvernig honum gangi að fá þjónustu. Lög um málefni fatlaðra eru mjög skýr. Í fyrstu grein segir að markmið laganna sé "að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi."

Stöð 2
Fréttamynd

Úr öskustó

Eiga Afganar sér einhverja framtíð nú í kjölfar þriggja áratuga stríðsátaka? Kompás var í þessu hrjáða landi nýverið og grennslaðist fyrir um væntingar og vonir - horfur og framtíð karla, kvenna og ekki síst barna í Afganistan.

Stöð 2
Fréttamynd

Friðargæsla?

Þó að friðargæslustörf Íslendinga í Afganistan verði færð í auknum mæli í borgalegan búning verður hún framkvæmd innan vébanda hernaðarmaskínu fjölþjóðaherja. Efasemdir heyrast um réttmæti þess að samþætta hernaðarverkefni og þróunaraðstoð með þessum hætti. Utanríkisráðherra var í Afganistan á dögunum, í landinu þar sem einfaldar lausnir eru ekki í boði.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Afganistan

Fariba litla sem lest í sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kjúklingastræti í Kabúl er enn sárlega syrgð. Árásin breytti lífi fjölskyldunnar og ásýnd friðargæslunnar en var einnig vendipunktur í átakasögu Afganistan. Fjölþjóðaherinn telur sig vera að ná tökum á stríðsástandinu en fáir taka undir þá bjartsýni. Utanríkisráðherra ætlar að auka þáttöku Íslendinga í Afganistan þar sem hörmungarnar ætla engan endi að taka. Kompás er á dagskrá kl. 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Martröð

Engin dæmi eru um það síðustu ár að fullorðnir gerendur hafi verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn yngstu börnunum. Því miður er það ekki svo að hægt sé að ætla að ekki sé brotið gegn þeim.

Stöð 2
Fréttamynd

Hver nýtur vafans?

Rauði þráðurinn í frásögnum fjölmargra foreldra sem Kompás ræddi við síðustu mánuði er harkaleg gagnrýni á það úrræðaleysi sem mætir þeim þegar leitað er eftir aðstoð fyrir börnin. Þótt börnin segi frá ofbeldinu sé ekki ákært vegna skorts á sönnunum. Kerfið haldi hlífiskyldi yfir meintum ofbeldismönnum.

Stöð 2