Styður Jafet og vill í stjórn KSÍ Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður greindi Fréttablaðinu frá því í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til formanns KSÍ en hann býður sig engu að síður fram til setu í stjórn KSÍ. Íslenski boltinn 17. janúar 2007 09:30
Róbert Magnússon aðstoðar Guðjón Þórðarson Róbert Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar hjá knattspyrnuliði ÍA á Akranesi. Róbert hefur áður starfað með Guðjóni og var m.a. sjúkraþjálfari í teymi Guðjóns þegar hann stýrði Barnsley á Englandi á sínum tíma. Íslenski boltinn 12. janúar 2007 17:36
Vel heppnaður samningafundur í dag Framkvæmdastjóri KSÍ átti í hádeginu fund með samninganefnd félags deildardómara og þar náðist samkomulag um nýjan þriggja ára samning við dómara fyrir árin 2007-2009. Samningurinn er þó gerður með fyrirvara um að hann verði samþykktur á fundi félags deildadómara. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Íslenski boltinn 12. janúar 2007 16:20
Jafet gefur kost á sér til formanns Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður þann 10. febrúar næstkomandi. Íslenski boltinn 12. janúar 2007 12:35
Formaður á flótta Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg. Íslenski boltinn 12. janúar 2007 00:01
Dómarar vilja helmingshækkun Kjarafundur er á morgun í deilu knattspyrnudómara og KSÍ. Deiluaðilar eru bjartsýnir á lausn mála en mikill hiti hefur verið í málinu. Dómarar vilja fá helmingshækkun á launum sínum samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2. Íslenski boltinn 11. janúar 2007 19:25
Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Íslenski boltinn 11. janúar 2007 11:30
Gylfi gagnrýnir vinnubrögð KSÍ Gylfi Orrason knattspyrnudómari gefur lítið fyrir þær fullyrðingar knattspyrnusambands Íslands að sambandið hafi reynt til fullnustu að fá Kristin Jakobsson hækkaðan um styrkleikalista dómara hjá UEFA. Formaður KSÍ kveðst sár yfir fréttaflutningi þessa efnis. Íslenski boltinn 9. janúar 2007 20:30
Formaður dómara bjartsýnn Rofað hefur til í kjaraviðræðum knattspyrnudómara og KSÍ en samningafundur síðdegis í dag gekk framar vonum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Íslenski boltinn 9. janúar 2007 20:30
Þóra leikur ekki með Blikum í sumar Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem leikið hefur með liði Breiðabliks undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Þóra er að flytja til Belgíu vegna vinnu sinnar og ætlar að reyna fyrir sér með liði Anderlecht þar ytra. Þetta er mikið áfall fyrir lið Breiðabliks, enda hefur Þóra verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Þóra er samningsbundin Blikum til ársins 2009 en hefur fengið árs leyfi frá samningnum. Íslenski boltinn 8. janúar 2007 21:48
Dómaralaust í knattspyrnunni? Knattspyrnudómarar í efstu deildum hér á landi eru allir samningslausir og saka KSÍ um áhugaleysi við endurnýjun samninga. Samningar dómaranna runnu út nú um áramótin. Íslenski boltinn 7. janúar 2007 18:48
Lagt til að fjölga liðum í efstu deild Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja fram tillögu á næsta ársþingi um að fjölga liðum í Landsbankadeild og 2. deild karla árið 2008, auk þess að leggja til að fjölga liðum í Landsbankadeild kvenna í 9 á næsta tímabili. Íslenski boltinn 5. janúar 2007 16:46
Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. Fótbolti 29. desember 2006 17:50
Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins á hófi sem fram fór á Nordica nú í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hreppir titilinn en Margrét Lára er að vinna hann í fyrsta sinn. Fótbolti 27. desember 2006 20:06
Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag. Fótbolti 22. desember 2006 18:42
Máli ÍR og KA/Þórs lokið Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur. Íslenski boltinn 19. desember 2006 15:17
Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15. desember 2006 20:00
Þórólfur gefur ekki kost á sér Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 14. desember 2006 19:45
Dregið í riðla í undankeppni EM Íslenska kvennalandsliðið leikur í riðli með Frökkum, Serbum, Grikkjum og Slóvenum í undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi árið 2009, en í dag var dregið í undanriðla keppninnar. Undankeppnin hefst í vor og lýkur haustið 2008, en aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst beint áfram í úrslit EM og liðin í 2.-3. sæti komast í umspil. Fótbolti 13. desember 2006 13:47
Þórólfur orðaður við KSÍ Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 12. desember 2006 19:43
Sigurður Eyjólfsson tekur við af Jörundi Áka Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og tekur við starfi Jörundar Áka Sveinssonar. Sigurður hefur skrifað undir tveggja ára samning við KSÍ og verður Guðni Kjartansson aðstoðarmaður hans. Fótbolti 7. desember 2006 14:31
Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. Fótbolti 4. desember 2006 15:15
Geir gefur kost á sér Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist með formlegum hætti gefa kost á sér til formennsku hjá knattspyrnusambandinu eftir að Eggert Magnússon lætur af störfum snemma á næsta ári. Geir er einn fjölmargra manna sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Eggerts. Íslenski boltinn 30. nóvember 2006 20:36
Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi. Fótbolti 18. nóvember 2006 16:15
Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ. Íslenski boltinn 17. nóvember 2006 11:45
Arnar Þór framlengir Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall. Íslenski boltinn 17. nóvember 2006 06:30
Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val. Íslenski boltinn 17. nóvember 2006 06:00
Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja. Íslenski boltinn 16. nóvember 2006 17:28
Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. Íslenski boltinn 10. nóvember 2006 06:15
Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. Íslenski boltinn 10. nóvember 2006 06:00