Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Viktor í tveggja leikja bann

Viktor Bjarki Arnarsson hjá KR var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag dæmdur í tveggja leikja bann. Viktor fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik KR og Keflavíkur lauk á sunnudagskvöldið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar: Þurfum kraftaverk

Ekkert virðist geta bjargað Skagamönnum frá falli og Arnar Gunnlaugsson, annar þjálfara liðsins, viðurkenndi eftir tapið gegn HK í kvöld að liðið þyrfti á kraftaverki að halda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnleifur: Trúin er að eflast

„Þetta var kærkomið og verðskuldað. Við börðumst eins og ljón. Trúin er að eflast með hverju stigi sem við náum og við trúum því að við getum klárað þetta dæmi," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, eftir 2-1 útisigur liðsins gegn ÍA í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Þór: Erum í lægð

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði og hetja FH í leiknum gegn Fjölni í kvöld, vonast til að leikmenn FH rífi sig upp frá rassinum og spili þá leiki sem eftir eru af tímatilinu eins og þeir gerðu síðasta hálftímann í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Vorum ekki góðir

„Þetta var klárlega okkar slakasti leikur í dágóðan tíma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap sinna manna fyrir Valsmönnum í kvöld, 2-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR í úrslit bikarkeppni kvenna

KR-stúlkur tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikars kvenna í fótbolta með því að leggja Breiðablik að velli, 4-2, á KR-vellinum í dag. Staðan í hálfleik var, 3-0, KR í vil og sigurinn því aldrei í hættu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-stúlkur þremur mörkum yfir í hálfleik

KR-stúlkur hafa yfir, 3-0, í hálfleik gegn Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á KR-vellinum. Leikurinn hefur verið algjör einstefna að marki Breiðabliks sem má þakka fyrir að vera ekki bíð að fá á sig fleiri mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tap fyrir Danmörku

Íslenska U21-landsliðið tapaði 0-2 fyrir því danska í vináttulandsleik sem fram fór á KR-vellinum í dag. Danirnir skoruðu í sitthvorum hálfleiknum en það síðara var úr vítaspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grétar ekki meira með í sumar

Grétar Ólafur Hjartarson, sóknarmaður Grindavíkur, mun ekki leika meira með í Landsbankadeildinni í sumar. Hann er með slitið liðband á utanverðu hné en frá þessu greindu Víkurfréttir í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann: Ætlum að reyna að spila mjög illa

„Við höfum oft verið að spila nokkuð vel í þessum undirbúningsleikjum en síðan ekki byrjað keppnina sérstaklega vel. Við ætlum því að reyna að spila mjög illa á morgun og byrja síðan keppnina vel," sagði Hermann Hreiðarsson kíminn í samtali við Vísi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik vann Stjörnuna

Fjórir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld og voru allir sigrarnir öruggir. Breiðablik vann Stjörnuna 3-1 þar sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk.

Íslenski boltinn