Pétur kvaddi með bikar Pétur Marteinsson lék í dag sinn síðasta leik á ferlinum er KR varð bikarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í úrslitaleiknum. Íslenski boltinn 4. október 2008 17:05
Óskar: Frábært sumar hjá KR Óskar Örn Hauksson var hetja KR í dag þar sem hann átti beinan þátt í sigurmarki KR á lokamínútum úrslitaleiks bikarkeppninnar gegn Fjölni í dag. Íslenski boltinn 4. október 2008 17:00
Björgólfur: Æskudraumurinn rættist „Það hefur verið æskudraumur minn að standa á þessum velli og syngja We are the Champions með Queen. Hann rættist í dag,“ sagði Björgólfur Takefusa, leikmaður KR. Íslenski boltinn 4. október 2008 16:55
Ásmundur: Fáum ekki fálkaorðuna fyrir þetta silfur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að það væri afskaplega erfitt að missa af bikarnum annað árið í röð. Íslenski boltinn 4. október 2008 16:49
Logi: Áttum skilið að vinna Logi Ólafsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir sigur sinna manna á Fjölni í úrslitum bikarkeppni karla í dag, 1-0. Íslenski boltinn 4. október 2008 16:42
KR bikarmeistari í ellefta sinn KR varð í dag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í heldur bragðdaufum úrslitaleik á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 4. október 2008 12:53
Laugardalsvöllur verður klár Laugardalsvöllurinn var ekki í leikhæfu ástandi í morgun en vonir standa til um að sólin sjái um að þýða hann upp áður en flautað verður til leiks í bikarúrslitunum klukkan 14 í dag. Íslenski boltinn 4. október 2008 12:18
Ólafur áfram með Breiðablik Ólafur Kristjánsson verður áfram þjálfari Breiðabliks en sögusagnir voru á kreiki um að hann væri á leið frá félaginu. Íslenski boltinn 3. október 2008 21:07
Laugardalsvöllurinn aftur grænn - nokkurn veginn Nú undir kvöld var búið að moka mestum snjó af Laugardalsvellinum þar sem bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis fer fram á morgun. Íslenski boltinn 3. október 2008 19:26
Snjómokstur stendur fram á kvöld Um 25 manns streða nú við að moka snjó af Laugardalsvelli til að gera hann kláran fyrir úrslitaleikinn í Visabikarnum milli KR og Fjölnis klukkan 14 á morgun. Íslenski boltinn 3. október 2008 14:46
Góðar horfur fyrir úrslitaleikinn “Það eru yfirgnæfandi líkur á að snjó taki upp á Laugardalsvellinum á morgun,” segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 þegar Vísir spurði hann út í horfurnar fyrir bikarúrslitaleik KR og Fjölnis á morgun. Íslenski boltinn 3. október 2008 10:37
Snjórinn setur bikarúrslitin í hættu Það hefur ekki oft gerst að það snjói á höfuðborgarsvæðinu áður en bikarúrslitaleikur karla fer fram í knattspyrnu. Íslenski boltinn 2. október 2008 23:19
Ólafur: Fylkir á heima í efri hluta deildarinnar Ólafur Þórðarson, nýráðinn þjálfari Fylkis, segir að liðið hafi ollið vonbrigðum á nýliðnu tímabili og félagið eigi heima í efri hluta Landsbankadeildarinnar. Íslenski boltinn 2. október 2008 17:22
Ólafur Þórðarson tekur við Fylki Ólafur Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari Fylkis í knattspyrnu. Ólafur snýr þar með á kunnuglegar slóðir því það var hann sem kom liðinu í efstu deild fyrir áratug síðan. Íslenski boltinn 2. október 2008 15:44
Grétar: Kem alltaf til baka Líklegt er að Grindvíkingurinn Grétar Hjartarson þurfi að gangast undir aðgerð vegna krossbandsslita í hné í næsta mánuði. Íslenski boltinn 1. október 2008 18:24
Stolpa ekki aftur til Grindavíkur Mikil óvissa ríkir um framhald sex af þeim sjö erlendu leikmönnum sem léku með Grindavík í sumar. Þó er ljóst að Tomasz Stolpa mun ekki koma aftur til félagsins, eins og staðan er í dag. Íslenski boltinn 1. október 2008 18:12
Gravesen vill vera áfram á Íslandi Peter Gravesen sagði í samtali við Vísi að hann vildi gjarnan vera áfram á Íslandi en óljóst sé hvort hann verði áfram í herbúðum Fylkis. Íslenski boltinn 1. október 2008 17:52
Hver er besti knattspyrnumaður Íslands? Nú gefst lesendum Vísis tækifæri til að kjósa besta knattspyrnumann Íslands í kjölfar þáttaraðarinnar 10 bestu sem sýnd var á Stöð 2 Sport í sumar. Íslenski boltinn 1. október 2008 13:01
Fjalar skoðar sín mál Samningur markvarðarins Fjalars Þorgeirssonar við Fylki er að renna út og framtíð hans því í lausu lofti. Fjalar sagði í samtali við Vísi í kvöld að ekkert félag hafi enn haft samband við sig. Íslenski boltinn 30. september 2008 22:55
Jóhanni boðið að æfa með Hamburg Þýska úrvalsdeildarfélagið Hamburg hefur boðið Jóhanni Berg Guðmundssyni hjá Breiðablik að fara út og æfa með félaginu til reynslu. Íslenski boltinn 30. september 2008 15:59
Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 30. september 2008 13:32
Redo fer frá Keflavík Sænski framherjinn Patrik Redo mun ekki leika með Keflvíkingum á næsta ári og hefur ákveðið að snúa aftur til heimalandsins. Íslenski boltinn 30. september 2008 11:40
Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. Íslenski boltinn 29. september 2008 21:05
Lið ársins hjá Stöð 2 Sport Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar um Landsbankadeildina á Stöð 2 Sport, opinberuðu í þættinum Landsbankamörkin í kvöld úrvalslið deildarinnar að sínu mati. Íslenski boltinn 29. september 2008 21:01
U17 endaði í neðsta sæti Íslenska U17 landsliðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Noregi í lokaleik sínum í undanriðli fyrir EM 2009. Leikurinn fór fram á Vodafonevellinum. Íslenski boltinn 29. september 2008 19:56
Leifur ráðinn þjálfari Víkings Leifur Garðarsson hefur gert tveggja ára samning við Víking Reykjavík en frá þessu er greint á vefsíðunni Fótbolti.net. Leifur tekur við af Jesper Tollefsen en samningi við þann danska var slitið fyrir helgi. Íslenski boltinn 29. september 2008 17:35
Framarar til reynslu hjá Viking Tveir lykilmenn úr Landsbankadeildarliði Fram halda til Noregs á morgun þar sem þeir verða til reynslu hjá Víking í Stafangri. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og sóknarmaðurinn Ívar Björnsson. Íslenski boltinn 29. september 2008 17:17
Dramatík lokaumferðarinnar í hnotskurn (myndband) Hinn litríki Hörður Magnússon fór mikinn að vanda þegar hann lýsti leik Keflavíkur og Fram í æsilegri lokaumferð Landsbankadeildarinnar á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Íslenski boltinn 29. september 2008 15:24
Haraldur í Val Samkvæmt heimildum Vísis er markvörðurinn Haraldur Björnsson er á leið til Vals á ný eftir þriggja ára veru hjá skoska liðinu Hearts. Haraldur er uppalinn Valsmaður og hefur átt fast sæti í U-21 árs landsliðinu. Íslenski boltinn 29. september 2008 10:10
Litlar breytingar á þjálfaramálum Mörg félög hafa tekið þann pól í hæðina í lok tímabils að skipta um þjálfara. Útlit er fyrir óvenju litlar hræringar að þessu sinni og fátt sem bendir til annars en að ellefu af þeim tólf liðum sem eiga þátttökurétt í Landsbankadeildinni sumarið 2009 muni halda þeim þjálfurum sem fyrir eru núna. Íslenski boltinn 29. september 2008 07:00