Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Laugardalsvöllur verður klár

Laugardalsvöllurinn var ekki í leikhæfu ástandi í morgun en vonir standa til um að sólin sjái um að þýða hann upp áður en flautað verður til leiks í bikarúrslitunum klukkan 14 í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Góðar horfur fyrir úrslitaleikinn

“Það eru yfirgnæfandi líkur á að snjó taki upp á Laugardalsvellinum á morgun,” segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 þegar Vísir spurði hann út í horfurnar fyrir bikarúrslitaleik KR og Fjölnis á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stolpa ekki aftur til Grindavíkur

Mikil óvissa ríkir um framhald sex af þeim sjö erlendu leikmönnum sem léku með Grindavík í sumar. Þó er ljóst að Tomasz Stolpa mun ekki koma aftur til félagsins, eins og staðan er í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjalar skoðar sín mál

Samningur markvarðarins Fjalars Þorgeirssonar við Fylki er að renna út og framtíð hans því í lausu lofti. Fjalar sagði í samtali við Vísi í kvöld að ekkert félag hafi enn haft samband við sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir og Davíð Þór bestir

Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lið ársins hjá Stöð 2 Sport

Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar um Landsbankadeildina á Stöð 2 Sport, opinberuðu í þættinum Landsbankamörkin í kvöld úrvalslið deildarinnar að sínu mati.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur ráðinn þjálfari Víkings

Leifur Garðarsson hefur gert tveggja ára samning við Víking Reykjavík en frá þessu er greint á vefsíðunni Fótbolti.net. Leifur tekur við af Jesper Tollefsen en samningi við þann danska var slitið fyrir helgi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framarar til reynslu hjá Viking

Tveir lykilmenn úr Landsbankadeildarliði Fram halda til Noregs á morgun þar sem þeir verða til reynslu hjá Víking í Stafangri. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og sóknarmaðurinn Ívar Björnsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur í Val

Samkvæmt heimildum Vísis er markvörðurinn Haraldur Björnsson er á leið til Vals á ný eftir þriggja ára veru hjá skoska liðinu Hearts. Haraldur er uppalinn Valsmaður og hefur átt fast sæti í U-21 árs landsliðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Litlar breytingar á þjálfaramálum

Mörg félög hafa tekið þann pól í hæðina í lok tímabils að skipta um þjálfara. Útlit er fyrir óvenju litlar hræringar að þessu sinni og fátt sem bendir til annars en að ellefu af þeim tólf liðum sem eiga þátttökurétt í Landsbankadeildinni sumarið 2009 muni halda þeim þjálfurum sem fyrir eru núna.

Íslenski boltinn