Frítt fyrir unga og gamla á leik Íslands og Slóvakíu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandins. Íslenski boltinn 31. júlí 2009 16:00
KR-ingar leigja Stefán Loga til Lilleström KR og norska félagið Lilleström hafa náð samkomulagi um leikmannaskipti á markvörðunum Stefáni Loga Magnússyni og Andre Hansen en aðeins er þó um leigusamning að ræða út yfirstandi tímabil. Íslenski boltinn 31. júlí 2009 11:00
Sigurður Ragnar getur ekki valið Laufeyju í EM-hópinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta var meðal áhorfenda í Grindavík í fyrrakvöld þegar Laufey Ólafsdóttir snéri aftur í boltann eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Íslenski boltinn 31. júlí 2009 10:00
Haraldur: Ég náði að þrauka út leikinn „Þetta getur ekki byrjað betur en þetta," sagði Haraldur Guðmundsson eftir 3-1 sigur Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH í fyrsta leik hans með Keflavík í tæp fimm ár. Íslenski boltinn 31. júlí 2009 09:30
Sáu ekki eftir því að seinka Verslunarmannahelgarferðinni Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, vildi koma sérstökum þökkum á framfæri eftir 3-1 sigur liðsins á FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. Íslenski boltinn 31. júlí 2009 08:00
Óli Þórðar: Þetta var ekki víti „Vítaspyrnudómurinn var rangur, hann var vendipunkturinn í leiknum og skipti sköpum hér í kvöld,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þó með stóískri ró, eftir að lið hans beið lægri hlut fyrir Fram 2-0, í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 22:18
Kristján Guðmundsson: Vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins „Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 22:17
Bjarni Guðjónsson: Svekkjandi að spila ekki sæmilegan leik Bjarni Guðjónsson segir ekki gaman að taka þátt í keppnum nema til þess að sigra þær og er Evrópukeppnin engin undantekning þó sigurlíkur séu litlar. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 22:03
Símun: Þegar allir eru heilir þá er mjög erfitt að vinna okkur Símun Samuelsen átti frábæran leik þegar Keflavík sló Íslandsmeistara FH út úr bikarnum með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun skoraði tvö mörk, lagði upp það þriðja og stríddi FH-vörninni allan leikinn. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 21:54
Grétar Sigfinnur: Áttum ekki að fá á okkur mark Grétar Sigfinnur Sigurðarson fyrirliði KR hefur leikið þrjá Evrópuleiki á ferlinum og skorað í þeim tvö mörk en vildi lítið dvelja við það enda ósáttur við að landa ekki sigri gegn Basel í kvöld. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 21:50
Tryggvi: Mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki Tryggvi Guðmundsson lagði upp mörk færin fyrir félaga sína í 3-1 tapi FH í Keflavík en það var sama hvað boltinn datt fyrir FH-inga í teignum þeim tókst ekki nema einu sinni að koma honum framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 21:48
Kári Ársæls: Alltaf gaman þegar það er hiti í mönnum Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks var að spila vel í vörn Breiðabliks í kvöld og var mjög sáttur að leik loknum. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 21:37
Umfjöllun: KR gerði jafntefli við Basel KR gerði jafntefli, 2-2, við Basel frá Sviss í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 17:15
Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 17:11
Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 16:02
Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 16:01
Sigurður Ragnar njósnar um Frakka um Verslunarmannahelgina Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, er á fullu að undirbúa sig fyrir EM í Finnlandi í næsta mánuði og stór hluti af því er að skoða vel mótherja íslenska liðsins í keppninni. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 13:30
Enn 250 miðar eftir á leik KR og Basel í kvöld KR og Basel mætast í fyrri leik sínum í þriðju umferð Evrópudeildar UEFA á KR-velli í kvöld og því mikil eftirvænting í Vesturbænum enda stóð KR sig frábærlega í síðustu umferð með því að slá gríska liðið Larissa úr keppni. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 13:00
Gunnleifur: Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 12:00
FH og Valur skipta á Matthíasi og Ólafi Pál Valsmenn tilkynntu á opinberri heimasíðu sinni seint í gærkvöldi um að félagið hefði náð samningum við FH um leikmannaskipti á Matthíasi Guðmundssyni til Vals og Ólafi Pál Snorrasyni sem fer í skiptunum til FH. Íslenski boltinn 30. júlí 2009 11:30
Sara með fernu fyrir Blika og Laufey með tvö í fyrsta leik Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fernu í 10-0 sigri Blikastúlkna á Keflavík í Pepsi-deild kvenna í kvöld og Lauifey Ólafsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í sínum fyrsta leik síðan 2005. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 22:27
Þorsteinn tekur við liði Þróttar - Eysteinn aðstoðar Þorsteinn Halldórsson og Eysteinn Pétur Lárusson munu taka við þjálfun Þróttar í Pepsi-deild karla en Gunnar Oddson hætti með liðið í kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 22:15
Mateja jafnaði nánast með síðustu spyrnu leiksins Mateja Zver tryggði Þór/KA jafntefli með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Þór/KA og Fylkir gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 20:20
Ólafur Þór Gunnarsson í markið hjá Fylkismönnum Ólafur Þór Gunnarsson mun taka fram markmannshanskana á ný og verja mark Fylkismanna það sem eftir lifir af tímabilinu en Fjalar Þorgeirsson markvörður liðsins, handarbrotnaði í síðasta leik. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 19:45
Michael Essien: Meiðslin gerðu mig að betri leikmanni Chelsea maðurinn Michael Essien segir að hann sé miklu sterkari andlega og betri leikmaður eftir að hafa þurft að ganga í gegnum erfið meiðsli á síðasta tímabili. Essien sleit liðbönd í hné í landsleik í september en snéri til baka undir lok tímabilsins og hjálpaði Chelsea að vinna bikarinn. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 18:15
Frá Sádi-Arabíu til Ólafsvíkur Slóveninn Darko Kavcic mun stýra 1. deildarliði Víkings frá Ólafsvík út yfirstandandi tímabil. Ólafsvíkingar eru í mjög slæmri stöðu í neðsta sæti deildarinnar en Kristinn Guðbrandsson var rekinn sem þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 16:11
Laufey Ólafsdóttir með Val út tímabilið Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 15:36
Willum til í að skoða það sem býðst Willum Þór Þórsson segist vera tilbúinn að skoða það ef stjórn Þróttar myndi hafa áhuga á að fá sig sem þjálfara. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 14:37
Páll Einarsson: Ég verð áfram í Árbæ Allt útlit er fyrir að Gunnar Oddsson hafi stýrt sínum síðasta leik með Þrótti. Þegar eru komin nokkur nöfn í umræðuna þegar rætt er um hver taki við stjórnartaumunum í Laugardal. Eitt af þeim nöfnum er Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar og núverandi aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 14:05
Erna Björk valin best í umferðum 7-12 Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðaliki var valinn besti þjálfari umferðanna. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 14:00