Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Óli Þórðar: Þetta var ekki víti

„Vítaspyrnudómurinn var rangur, hann var vendipunkturinn í leiknum og skipti sköpum hér í kvöld,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þó með stóískri ró, eftir að lið hans beið lægri hlut fyrir Fram 2-0, í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð

Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun

Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Michael Essien: Meiðslin gerðu mig að betri leikmanni

Chelsea maðurinn Michael Essien segir að hann sé miklu sterkari andlega og betri leikmaður eftir að hafa þurft að ganga í gegnum erfið meiðsli á síðasta tímabili. Essien sleit liðbönd í hné í landsleik í september en snéri til baka undir lok tímabilsins og hjálpaði Chelsea að vinna bikarinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Sádi-Arabíu til Ólafsvíkur

Slóveninn Darko Kavcic mun stýra 1. deildarliði Víkings frá Ólafsvík út yfirstandandi tímabil. Ólafsvíkingar eru í mjög slæmri stöðu í neðsta sæti deildarinnar en Kristinn Guðbrandsson var rekinn sem þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Páll Einarsson: Ég verð áfram í Árbæ

Allt útlit er fyrir að Gunnar Oddsson hafi stýrt sínum síðasta leik með Þrótti. Þegar eru komin nokkur nöfn í umræðuna þegar rætt er um hver taki við stjórnartaumunum í Laugardal. Eitt af þeim nöfnum er Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar og núverandi aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki.

Íslenski boltinn