Heimir: Of erfiðar æfingar hjá mér í vikunni Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var í skýjunum eftir 3-1 sigur á Val þar sem Eyjamenn komu sér aftur á topp deildarinnar eftir kaflaskiptan leik. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 20:23
Tryggvi: Ég átti að þruma á markið í seinni hálfleik Tryggvi Guðmundsson átti stórleik hjá ÍBV í dag og tryggði Eyjaliðinu góðan sigur á Valsmönnum með tveimur glæsilegum mörkum. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 20:21
Gunnlaugur: Erum að missa þetta niður í seinni hálfleikjunum Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ekki nógu ánægður með sína menn í seinni hálfleik í tapin á móti ÍBV í Eyjum en þetta er í annað skiptið í röð þar sem Valsmenn ná ekki að halda forskoti í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 20:17
Umfjöllun: Aldrei spurning hjá FH gegn Haukum Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 19:15
KR vann öruggan sigur á Selfossi í fyrsta deildarleik undir stjórn Rúnars KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 18:30
Framarar enduðu sigurgöngu Blika með öruggum sigri Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Fram og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 18:30
Umfjöllun: Halldór Orri tryggði Stjörnunni sigur úr víti á 90. mínútu Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 18:30
Miðstöð Boltavaktarinnar: Allir leikirnir á einum stað Í kvöld fer fram fjórir leikir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Nú, eins og áður, býður Vísir lesendum sínum að fylgjast með öllum leikjunum samtímis á einum og sama staðnum. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 18:00
Umfjöllun: Danien Justin Warlem breytti leiknum fyrir Eyjamenn Eyjamenn eru komnir á toppinn í nokkra klukkutíma að minnsta kosti eftir 3-1 sigur á Valsmönnum á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum fyrir Eyjamenn en Tryggvi Guðmundsson var með tvennu í leiknum. Íslenski boltinn 25. júlí 2010 15:00
Þórsarar tóku annað sætið af Leikni - ósigraðir fyrir norðan Sveinn Elías Jónsson skoraði eina markið í toppleik Þórs og Leiknis í 1. deild karla í kvöld en leikurinn frá fram á Þórsvellinum á Akureyri. Þórsliðið hefur verið geysisterkt fyrir norðan í sumar og það var engin breyting á því í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 20:15
Grótta burstaði KA og komst upp úr fallsætinu Magnús Bernhard Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í 4-1 sigri á KA í fallbaráttuslag í 1. deild karla í dag. Grótta fór upp fyrir Fjarðabyggð og Njarðvík með þessum glæsilega sigri. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 18:15
Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 17:15
Rakel: Áttum að vera búnar að skora úr okkar færum Rakel Hönnudóttir og félagar í Þór/KA-liðinu tókst ekki að verða fyrsta kvennaliðið frá Akureyri til þess að komast í bikarúrslitaleikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Val á Vodafone-vellinum í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 17:00
Freyr: Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 16:45
Stjarnan í bikarúrslit kvenna í fyrsta sinn í sautján ár Það verða Stjörnukonur sem mæta Íslands- og bikarmeisturum Vals í úrslitaleik VISA-bikar kvenna 15. ágúst næstkomandi. Stjarnan sló út b-deildarlið ÍBV með 2-1 sigri í Eyjum í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 16:20
Þrenna frá Kristínu Ýr kom Val í bikarúrslitin Valskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn þriðja árið í röð eftir 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitaleik liðanna í VISA-bikar kvenna í dag. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 13:45
KR og Fylkir mætast í elleftu umferð í lok ágúst Elleftu umferð Pepsi-deildar karla lýkur ekki fyrr en í lok ágúst. Þá geta Fylkir og KR loks mæst í frestuðum leik frá því í sumar. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 12:30
Hvaða lið komast í bikaúrslitaleikinn hjá konunum? Undanúrslitaleikir VISA-bikars kvenna fara fram í dag, Valur tekur á móti Þór/KA á Vodafone-vellinum og á sama tíma spila 1. deildarlið ÍBV og Stjarnan á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 11:15
Lárus Orri spilaði í sigri ÍA á Fjarðabyggð ÍA vann góðan heimasigur á Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 4-2 fyrir Skagamenn sem eru þar með komnir með 19 stig en eru nokkuð frá toppbaráttunni. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 22:15
Sjáðu öll mörk 12. umferðar Pepsi-deildarinnar á Vísi Heil umferð fór fram í Pepsi-deild karla í vikunni og nú er hægt að sjá öll mörkin á einum stað, hér á Vísi.is. Líkt og venjulega koma öll mörkin í Brot af því besta hornið. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 17:30
Stjóri Blikabanana í Motherwell: Hvað varði markmaður okkar mörg skot? Breiðablik tapaði fyrir Motherwell í gærkvöldi en tapið batt enda á þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum þetta árið. Stjóri Motherwell var ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 15:30
Kjartan Henry búinn að skora 67 prósent markanna í Evrópukeppninni KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur verið jafn sjóðheitur upp við markið í Evrópukeppninni í sumar og hann er búin að vera ískaldur í leikjum á móti íslenskum liðum í Pepsi-deildinni og VISA-bikarnum. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 14:30
Skagamenn styrkja sóknina með framherja frá Middlesbrough Skagamenn hafa styrkt liðið sitt með framherjanum Gary Martin en hann skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með liðinu út tímabilið. Martin sem er tvítugur að aldri og kemur frá enska 1.deildarliðinu Middlesbrough er öflugur framherji. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 13:00
Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 11:00
Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang. Íslenski boltinn 22. júlí 2010 22:15
Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk. Íslenski boltinn 22. júlí 2010 20:30
Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2. Íslenski boltinn 22. júlí 2010 17:37
Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30. Íslenski boltinn 22. júlí 2010 15:41
Gunnar Kristjánsson í byrjunarliði KR í Úkraínu Gunnar Kristjánsson er í byrjunarliði KR sem mætir Karpaty í Úkraínu nú klukkan 16.15. Gunnar er á óskalista FH og mun ræða við Hafnarfjarðarliðið þegar hann kemur frá Úkraínu. Íslenski boltinn 22. júlí 2010 15:25
Viktor Unnar farinn til Selfoss Viktor Unnar Illugason var í dag seldur frá Val til Selfoss. Viktor samdi við Selfyssinga til loka leiktíðarinnar. Íslenski boltinn 22. júlí 2010 14:31