Gylfi og Hólmfríður eru knattspyrnufólk ársins Gylfi Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir eru knattspyrnufólk ársins að mati Knattspyrnusambands Íslands. Þetta er í sjöunda sinn sem KSÍ útnefnir sérstaklega knattspyrnumann og -konu ársins. Íslenski boltinn 10. desember 2010 15:26
Halldór mætir sínum gömlu félögum í fyrsta leiknum með Val Það er búið að skipta liðunum upp í riðla á Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokki karla en níu félög taka þátt í mótinu sem hefst um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar en það má finna drög að niðurröðun inn á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 7. desember 2010 16:15
Hólmfríður hittir fótboltakrakka út um allt Suðurland Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 6. desember 2010 11:00
Breiðablik komið í samstarf við Tottenham Breiðablik kynnti í dag samstarf við enska knattspyrnustórveldið Tottenham en samkomulagið felur meðal annars í sér að Tottenham starfrækir knattspyrnuskóla hér á landi næsta sumar. Á kynningarfundinn mætti einnig Charlotte Lade, sem er freestyle fótboltakona frá Álasundi í Noregi en hún hefur verið hjá Tottenham í hálft ár. Íslenski boltinn 29. nóvember 2010 19:15
Kristinn Björnsson til Keflavíkur Njarðvíkingurinn Kristinn Björnsson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við granna sína í Keflavík. Þetta var staðfest á heimasíðu Keflavíkur. Íslenski boltinn 27. nóvember 2010 13:46
Joe Tillen hættur hjá Fram Joe Tillen mun ekki spila með Fram í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð og leitar sér nú að nýju félagi hér á landi. Íslenski boltinn 24. nóvember 2010 10:15
Yfirlýsing frá félagi deildadómara Félag deildadómara á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni skoska knattspyrnusambandsins sem vildi fá íslenska dómara til þess að dæma í Skotlandi. Íslenski boltinn 23. nóvember 2010 15:58
Gylfi: Undir dómurunum sjálfum komið Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni hafi borist frá skoskum knattspyrnuyfirvöldum um hjálp íslenskra dómara vegna yfirvofandi verkfalls dómara í Skotlandi. Fótbolti 23. nóvember 2010 11:51
Ásgeir Aron í HK HK fékk liðsstyrk í dag þegar miðjumaðurinn Ásgeir Aron Ásgeirsson skrifaði undir þriggja ára samning við Kópavogsliðið. Hann kemur til liðsins frá ÍBV. Íslenski boltinn 22. nóvember 2010 18:40
FH og Breiðablik rífast um greiðslur vegna Gylfa FH vill fá rúmlega þriðjungshlut af rúmlega 100 milljóna króna greiðslu sem Breiðablik fékk þegar Gylfi Þór Sigurðsson var seldur frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim. Íslenski boltinn 22. nóvember 2010 17:03
Íslenskir dómarar duglegir að skipta um félög Þóroddur Hjaltalín Jr. er þriðji íslenski FIFA-dómarinn á stuttum tíma sem ákveður að skipta um félag sem hann dæmir fyrir. Allir hafa þessir dómarar skipt úr félagi í úrvalsdeild karla í félag í neðri deildunum. Þetta kom fram á fótbolta.net. Íslenski boltinn 21. nóvember 2010 09:00
Valur, Þór/KA og Breiðablik byrja öll á heimavelli Þrjú efstu liðin í Pepsi-deild kvenna í sumar, Valur, Þór/KA og Breiðablik, byrja öll á heimavelli þegar deildin fer af stað á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar. Íslenski boltinn 20. nóvember 2010 16:00
Blikar byrja titilvörnina á móti KR og FH Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar í dag. Íslenski boltinn 20. nóvember 2010 15:43
Rafrænt sólarljós hjálpar Á heimasíðu KSÍ, ksi.is, má lesa tvo áhugaverða pistla um kosti og galla gervigrass. Hinn fyrri ritar Lúðvík Georgsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ, þar sem hann talar um kosti gervigrasvalla. Íslenski boltinn 20. nóvember 2010 06:00
Ríkharður sá eini sem byrjaði betur Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Íslenski boltinn 19. nóvember 2010 08:30
Mögulegt að lið spili sjö leiki strax í maí Nú liggja fyrir drög að niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þátttaka íslenska U-21 landsliðsins í EM í Danmörku næsta sumar hefur mikil áhrif en mótið fer fram dagana 11.-25. júní. Íslenski boltinn 19. nóvember 2010 08:00
Sindri Snær skrifar undir hjá Val Meistaraflokkur karla hjá Val bætti við sig markverði í dag þegar Sindri Snær Jensson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sindri kemur til Vals frá Þrótti. Íslenski boltinn 18. nóvember 2010 20:00
Ungu strákarnir gefa Íslandi von Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. Fótbolti 18. nóvember 2010 06:00
21. vináttulandsleikurinn á 33 mánuðum Ísland mætir Ísrael í vináttulandsleik í Tel Aviv í kvöld og er þetta 21. vináttulandsleikurinn sem Ísland spilar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar síðan að hann tók við landsliðinu í lok ársins 2007. Ísland hefur spilað fimm aðra vináttulandsleiki á þessu ári og hefur ekki tapað neinum þeirra. Íslenski boltinn 17. nóvember 2010 14:15
Hermann byrjar gegn Ísrael - byrjunarliðið klárt Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra annað kvöld. Íslenski boltinn 16. nóvember 2010 17:38
Arnar Gunnlaugsson í Fram Arnar Gunnlaugsson hefur skrifað undir eins árs samning við Fram en þetta kemur fram á heimsíðu félagsins. Íslenski boltinn 16. nóvember 2010 16:49
Gylfi Þór ekki heldur með Enn heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Ísrael ytra í vináttulandsleik á miðvikudagskvöld. Fótbolti 15. nóvember 2010 22:05
Brynjar Gauti til ÍBV Eyjamenn hafa styrkt leikmannahóp sinn fyrir átök næsta sumars í Pepsi-deild karla en Brynjar Gauti Guðjónsson samdi við liðið í dag. Íslenski boltinn 15. nóvember 2010 16:00
Matthías kallaður í íslenska landsliðshópinn Enn kvarnast úr leikmannahópi íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Ísrael í vináttulandsleik um miðja næstu viku. Íslenski boltinn 14. nóvember 2010 20:12
Jón Guðni kallaður inn í landsliðið Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur þurft að gera enn eina breytinguna á landsliðshópi sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Ísrael í næstu viku. Íslenski boltinn 14. nóvember 2010 10:56
Tommy Nielsen framlengdi um eitt ár Tommy Nielsen mun spila sitt níunda tímabil með FH í úrvalsdeild karla en hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samnning við FH. Þetta kom fram í kvöld á heimasíðu stuðingsmanna félagsins, FHingar.net. Íslenski boltinn 12. nóvember 2010 21:27
Jeffs: ÍBV var besti kosturinn fyrir mig Ian Jeffs skrifaði rétt í þessu undir eins árs samning við Pepsi-deildarlið ÍBV. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Jeffs gengur í raðir ÍBV en hann fór fyrst til félagsins árið 2003. Íslenski boltinn 12. nóvember 2010 17:04
Ian Jeffs semur við ÍBV Ian Jeffs hefur samþykkt að ganga í raðir ÍBV og hann mun skrifa undir eins árs samning við félagið klukkan 17.00 í dag. Íslenski boltinn 12. nóvember 2010 14:36
Eyþór Helgi aftur til HK Framherjinn Eyþór Helgi Birgisson mun ekki leika með ÍBV í Pepsi-deildinni næsta sumar. Lánssamningur hans frá HK er útrunninn og Eyþór farinn aftur í borgina. Íslenski boltinn 12. nóvember 2010 13:13
Arnór Sveinn í hópinn fyrir Grétar Rafn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, varð að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í dag þegar Grétar Rafn Steinsson boðaði forföll. Íslenski boltinn 11. nóvember 2010 16:08
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti