Umfjöllun: Værukærir Valsmenn teknir í bólinu ÍBV er komið í átta liða úrslit Valitor-bikarsins í knattspyrnu eftir 2-3 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og skemmtilegur. ÍBV virtist ætla að slátra leiknum en Valur komst óvænt inn í leikinn og hefði hæglega getað jafnað. Íslenski boltinn 21. júní 2011 16:12
Valur tekur á móti ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins Þrír leikir fara fram í kvöld í 16-liða úrslitum Valitorbikarkeppni karla í fótbolta. Fyrsti leikur kvöldsins hefst kl. 18.00 á Vodafonevellinum á Hlíðarenda þar sem að Valur og ÍBV eigast við. Sá leikur verður í beinni netútvarpslýsingu á visir.is og að sjálfsögðu verður einnig boltavakt frá leiknum. Íslenski boltinn 21. júní 2011 12:00
Keflavík skellti Haukum - myndir Keflavík komst í átta liða úrslit Valitor-bikarkeppninnar í gærkvöld er strákarnir úr Bítlabænum skelltu Haukum á gervigrasinu í Hafnarfirði. Íslenski boltinn 21. júní 2011 07:00
Magnús: Töpum þessu í byrjun „Við töpum leiknum í upphafi, úrvalsdeildarlið láta ekki svona færi fram hjá sér fara. Þeir refsa okkur grimmilega fyrir arfaslaka byrjun en eftir þessar fyrstu 25 mínútur þá finnst mér við vera síst slakara liðið en það dugar ekki þar sem við skorum færri mörk en þeir og þess vegna erum við úr leik. Ég er sáttur við seinni hálfleikinn og lokin á þeim fyrr en byrjunin var arfaslök,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Hauka eftir 3-1 ósigurinn gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld á heimavelli. Íslenski boltinn 20. júní 2011 22:24
Willum: Bárum virðingu fyrir Haukum Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var að vonum ánægður með sigurinn og sætið í átta liða úrslitum Valitor bikarsins með 3-1 sigrinum á Haukum í kvöld og tók undir þau orð að byrjun liðsins í kvöld hafi gert gæfumuninn. Íslenski boltinn 20. júní 2011 22:23
Umfjöllun: Draumabyrjun Keflavíkur gerði útslagið Keflavík er komið í átta liða úrslit Valitor bikarsins í fótbolta eftir góðan 3-1 sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 22:20
Pétur Markan: Ekkert sanngjarnt í fótbolta „Ég er nokkuð ánægður með okkar leik í kvöld. Við mættum ákveðnir til leiks í fyrri hálfleik og vorum þá betri aðilinn en Þórsarar voru sterkari í síðari hálfleik eftir að við jöfnuðum og börðust einfaldlega bara meira en við fyrir sigrinum,“ sagði Pétur Georg Markan, leikmaður Víkings, eftir tapið gegn Þór í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 21:26
Halldór Áskels: Vöknuðum er þeir jöfnuðu Gamla kempan Halldór Áskelsson, aðstoðarþjálfari Þórsara, var sæmilega sáttur við leik sinna manna gegn Víkingum í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 21:03
Boltavarp Vísis á leik Hauka og Keflavíkur Boltavarp Vísis verður á ferðinni í Hafnarfirði í kvöld. Nánar tiltekið á Ásvöllum þar sem leikur Hauka og Keflavíkur í 16-liða úrslitum Valitorsbikars karla fer fram. Íslenski boltinn 20. júní 2011 18:30
Tómas Ingi: Auðvitað er þetta sárt Tómas Ingi Tómasson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs HK. Við starfi hans tekur Ragnar Gíslason sem hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá HK. Kópavogsliðinu hefur ekki gengið vel undir stjórn Tómasar Inga og situr á botni 1. deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Íslenski boltinn 20. júní 2011 16:46
Keflavík og Fjölnir í átta liða úrslit Lærisveinar Willums Þórs Þórssonar hjá Keflavík eru komnir í átta liða úrslit Valitor-bikarsins í knattspyrnu eftir fínan útisigur á Haukum, 1-3, í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 15:45
Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Þórs Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum. Íslenski boltinn 20. júní 2011 15:41
Bikarmeistaralið FH fer til Madeira í Evrópudeildinni FH leikur gegn CD Nacional frá Portúgal í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en dregið var í dag. Bikarmeistararnir úr Hafnarfirði fara beint inn í 2. umferð keppninnar og fara leikirnir fram 14. og 21. júlí. CD Nacional er frá portúgölsku eyjunni Madeira en liðið endaði í sjötta sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 20. júní 2011 13:59
KR til Færeyja en ÍBV fékk írska mótherja KR mætir ÍF frá Færeyjum í 1. umferð Evrópudeild UEFA í fótbolta karla og ÍBV mætir St. Patricks frá Írlandi en dregið var í morgun. Bikarmeistaralið FH situr hjá í fyrstu umferð og skýrist það síðar í dag hvaða lið Hafnfirðingar fá í keppninni. Íslenski boltinn 20. júní 2011 11:30
Ólafur Kristjánsson: Ánægður með þessa niðurstöðu "Ég var að vona að við myndum fá lið frá Skandinavíu þannig að ég er bara ánægður með þessa niðurstöðu. Og það skemmir ekki fyrir að Þrándheimur er vinabær Kópavogs,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks sem mætir liði Rosenborg í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Íslenski boltinn 20. júní 2011 11:16
Leikið í 16-liða úrslitum Valitorbikarsins í kvöld Þrír leikir fara fram í kvöld í Valitor bikarkeppni karla í fótbolta í 16-liða úrslitum. Pepsideildaliðin Þór og Víkingur úr Reykjavík eigast við á Þórsvelli á Akureyri og hefst sá leikur kl. 18.30. Tveir leikir hefjast kl. 19.15. Haukar, sem leika í 1. deild, taka á móti Keflvíkingum sem eru í efstu deild. Fjölnir og Hamar leika í Grafarvogi en Fjölnir er í næst efstu deild en Hamar úr Hveragerði leikur í 2. deild. Bein netútvarpslýsing verður frá leik Hauka og Keflavíkur á Boltavarpinu á visir.is. Íslenski boltinn 20. júní 2011 11:00
Breiðablik mætir norska meistaraliðinu Rosenborg Íslandsmeistaralið Breiðabliks í Pepsideild karla í fótbolta leikur gegn Rosenborg frá Noregi í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram 12. eða 13. júlí og sá síðari 19. eða 20. júlí. Íslenski boltinn 20. júní 2011 10:29
Valskonur slógu Blika út úr bikarnum þriðja árið í röð - myndir Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í bikarnum í gær þegar þær unnu 1-0 sigur á Breiðabliki í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna á Kópavogsvellinum. Íslenski boltinn 20. júní 2011 08:45
Katrín og Rúnar hljóta verðlaun frá UEFA Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur ákveðið að verðlauna þá landsliðsmenn sem spila 100 eða fleiri landsleiki fyrir þjóð sína. Af íslenskum landsliðsmönnum hafa aðeins Rúnar Kristinsson og Katrín Jónsdóttir spilað yfir 100 landsleiki. Fótbolti 19. júní 2011 23:30
Kristín Ýr hetja Valskvenna - Grindavík, FH og KR líka áfram Valskonur slógu Breiðablik út úr bikarnum þriðja árið í röð með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna sem fram fór á Kópavogsvellinum í dag. Grindavík, FH og KR komust einnig áfram í átta liða úrslitin í dag. Íslenski boltinn 19. júní 2011 18:15
Heimir Guðjóns aftur í KR-búningnum - myndir frá Meistaraleik Steina Gísla Meistaraleikur Steina Gísla fór fram á Akranesvellinum í gærkvöldi og mættu 4000 manns á leikinn en allar tekjur af leiknum runnu til Sigursteins Gíslasonar og fjölskyldu hans. Þetta var líklega besta aðsókn á leik á Akranesi síðan að ÍA og KR spiluðu hreinan úrslitaleik um titilinn árið 1996. Íslenski boltinn 19. júní 2011 12:30
Afturelding og Stjarnan áfram í Valitor-bikarnum Afturelding og Stjarnan eru komin í 8-liða úrslit í Valitor-bikar kvenna í knattspyrnu. Afturelding vann Sindra á Hornarfirði 2-0 og Stjarnan vann Þrótt á heimavelli 5-0. Íslenski boltinn 18. júní 2011 21:15
ÍBV og Fylkir áfram í Valitorbikarnum ÍBV og Fylkir komust í dag í 8-liða úrslit í Valitorbikar kvenna í knattspyrnu. ÍBV sigraði Völsung í Eyjum 4-0 en Fylkir gerði góða ferð norður á Akureyri og sigraði Þór/KA 1-0. Íslenski boltinn 18. júní 2011 16:15
ÍR og Víkingar úr Ólafsvík lönduðu þremur stigum Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld í fótbolta. ÍR og Leiknir áttust við í fyrri Breiðholtslagnum í sumar og þar hafði ÍR betur, 3-2. ÍR er í 8. sæti með 10 stig en Leiknir í því næst neðsta með 4. Í Ólafsvík sigraði Víkingur lið Þróttar frá Reykjavík 2-1. Með sigrinum þokuðu Víkingar sér upp í 9. sæti en liðið er með 9 stig en Þróttur er með 10 stig í því 6. Íslenski boltinn 16. júní 2011 22:19
Fyrrum liðsfélagar standa að Meistaraleiknum fyrir Steina Gísla KR og Akranes mætast í ágóðaleik á laugardaginn kl. 17.15 á Akranesvelli fyrir Sigurstein Gíslason fyrrum leikmann beggja félaga – sem á við erfið veikindi að stríða. Sigursteinn, sem er einn sigursælasti leikmaður landsins, greindist með krabbamein í lungum og nýrum nýverið. En Sigursteinn hefur þjálfað Leikni í Breiðholti með góðum árangri. Íslenski boltinn 16. júní 2011 21:00
Eiður Smári missir af Meistaraleik Steina Gísla Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í eldlínunni á Skaganum á laugardaginn í Meistaraleik Steina Gísla líkt og fjallað hefur verið um. Heimasíða KR birti fyrir misskilning upphaflega leikmannahópa liðanna þar sem Eiður Smári var meðal leikmanna. Nú er ljóst að ekki geta allir tekið þátt í leiknum. Íslenski boltinn 16. júní 2011 12:15
Sigurganga Skagamanna heldur áfram - Selfyssingar á skriði Skagamenn eru áfram með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir 1-0 sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Selfoss er í 2. sætinu eftir 3-0 sigur á KA og BÍ/Bolungarvík komst upp í 3. sætið eftir 2-1 sigur á botnliði HK. Íslenski boltinn 15. júní 2011 22:49
Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar. Íslenski boltinn 15. júní 2011 21:35
Birna Berg varði víti og ÍBV heldur enn hreinu Hin 17 ára gamli markvörður ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, heldur enn marki sínu hreinu í Pepsi-deild kvenna en ÍBV tapaði engu að síðustu fyrstu stigum sínum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KR á KR-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 15. júní 2011 20:06
Þór/KA stelpurnar bjóða upp áritaða íþróttatoppa sína Sex leikmenn Pepsi-deildarliðs Þórs/KA hafa ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með sérstökum hætti. Þær ætla að gefa áritaða íþróttatoppa sína sem síðan verða svo seldir á uppboði síðar í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara. Íslenski boltinn 15. júní 2011 16:45