Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Jón Ólafur: Skelfileg varnarmistök

Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV var að vonum vonsvikinn eftir tap stelpna sinna fyrir Stjörnunni í Garðabæ 2-1 í kvöld en liðið fékk á sig mark í fyrsta sinn í sumar í kvöld. „Það var vitað mál að það kæmi að því,“ sagði Jón Ólafur en hann var alls ekki sáttur við varnarleikinn í mörkunum sem Stjarnan skoraði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Þór á skýrslu í kvöld

Gunnar Þór Gunnarsson verður á skýrslu hjá KR þegar að liðið mætir FH í 16-liða úrslitum Valitors-bikarsins í kvöld. Hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, rétt eins og Björn Jónsson og Egill Jónsson sem báðir eru á góðum batavegi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Páll: Alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið

"Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og reyna samt að skora snemma," sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur vann frábæran sigur, 3-1, gegn Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ragnar: Getum spilað fótbolta

Ragnar Gíslason nýr þjálfari botnliðs HK í 1. deildinni í fótbolta var að mörgu leyti sáttur við leik sinna manna sem tapaði 2-1 fyrir Grindavík í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Svæfðum okkur sjálfir

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur sagði ekkert annað skipta máli en að Grindavík væri komið áfram í bikarnum þó hann hafi óneitanlega vonast eftir auðveldari leik í ljósi þess að Grindavík komst snemma í 2-0 þegar Grindavík marði botnlið fyrstu deildar 2-1 á heimavelli í gær manni færri allan seinni hálfleikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveinbjörn: Ætlum okkur alla leið

"Við erum komnir í 8-liða úrslit og þetta gerist vart betra,“ sagði markaskorarinn, Sveinbjörn Jónasson, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur slóg Fram útúr Valitor-bikarnum eftir að hafa unnið þá 3-1 á Valbjarnarvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Okkur líður vel á Hlíðarenda

"Þetta mark sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleiks gaf þeim blóð á tennurnar. Ég þori ekki að fullyrða hvort þetta var víti en okkar maður lét plata sig í hreyfinguna. Hvort það varð síðan snerting veit ég ekki," sagði hetja ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, sem skoraði tvö mörk í 2-3 sigri ÍBV á Val í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þrenna Sveinbjarnar sá um Framara

Fyrstudeildarlið Þróttar vann frækin sigur, 3-1, gegn nágrönnum sínum í Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins í kvöld. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, skoraði öll þrjú mörk liðsins en tvö þeirra gerði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Fram missti Alan Lowing útaf með rautt spjald eftir um hálftíma leik og var róðurinn heldur erfiður fyrir Safamýrapilta eftir það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Grindavík marði botnlið 1.deildar

Grindavík verður í pottinum þegar dregið verðu í átta liða úrslit Valitor bikarsins á morgun eftir 2-1 sigur á HK, botnliði fyrstu deildar, á heimavelli í kvöld. Grindavík lék manni færri allan seinni hálfleikinn en HK hefði hæglega getað fengið meira út úr leiknum.

Íslenski boltinn