Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Pistill: Fordóma ber ekki að umbera

Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes: Stefni á að spila erlendis

Hannes Þór Halldórsson aðal markvörður A-landsliðs karla í fótbolta hefur sett stefnuna á að spila erlendis á næsta tímabili. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari telur að Hannes eigi ekki að eiga í vandræðum með finna gott lið til að leika með.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Arons skýrast eftir leikinn gegn Sviss

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta segir enga ákvörðun vera tekna með mál fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar fyrr en eftir landsleikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Aron lét hafa eftir sér óheppileg ummæli um Albaníu á vefmiðlinum fotbolti.net sem hafa dregið dilk á eftir sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már og Pálmi Rafn kallaðir í íslenska hópinn

Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegið að Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður Vals og Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Lilleström hafi verið kallaðir inn í A-landslið karla fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Egill kominn í sama félag og stóra systir

Sigurður Egill Lárusson, knattspyrnumaður úr Víking, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val og mun því spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Sigurður Egill er 20 ára gamall vinstri fóta leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Hann var í lykilhlutverki hjá Víkingum í sumar og skoraði 9 mörk á tímabilinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Einar má ekki spila á móti Sviss

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki spila með íslenska liðinu á móti Sviss á þriðjudaginn. Ástæðan er þó ekki agabann heldur leikbann. Aron Einar fékk sitt annað gula spjald í sigrinum í Albaníu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Doninger dæmdur fyrir líkamsárás

Knattspyrnumaðurinn Mark Doninger, sem lék með Stjörnunni og ÍA, hefur fengið sinn annan dóm fyrir líkamsárás á Íslandi. Að þessu sinni fyrir að hafa í tvígang beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úttekt hjá VG: Langfæst mörk innan íslenska landsliðshópsins

Norska blaðið VG hefur gert úttekt á því hversu mörg landsliðsmörk leikmenn liðanna í riðli Noregs (og Íslands) hafa skorað á sínum landsliðsferli. Blaðið fer yfir landsliðshópa þjóðanna fyrir leikina í undankeppni HM í kvöld og þar má sjá að leikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa skorað langfæst mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland

Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi: Vil gera gott Stjörnulið enn betra

Logi Ólafsson er orðinn víðförlasti þjálfarinn í efstu deild eftir að hann tók við Stjörnunni í gær. "Hingað er ég kominn fyrst og fremst vegna þess að mér finnst liðið mjög gott og spennandi,“ segir Logi en Stjarnan verður sjötta liðið sem hann þjálfar í

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blatter nýtti tímann vel á Íslandi

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr Alexandersson: "Vantar meira gegnsæi í fjármál Vals"

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna í Pepsi-deild karla, lék ekki með liðinu gegn Skagamönnum í sumar þar sem hann átti ógreidd laun inn á hjá félaginu. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarþjálfari Vals í viðtali sem tekið var við hann í Boltanum á X-inu 977 í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við

Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Margrét Lára búin að fresta aðgerðinni sinni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í gær hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði, en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már bestur í sumar

Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu, en hann var með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Pepsi-deildarinnar í ár.

Íslenski boltinn