Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka

Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir.

Handbolti
Fréttamynd

Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenska kvennalandsliðið í 15. sæti heimslistans

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu jafnaði sína bestu stöðu á heimslista FIFA sem var birtur í dag en liðið er í 15. sæti – og fer liðið upp um eitt sæti frá því í ágúst. Í Evrópu er Ísland í 9. sæti og er það óbreytt staða. Bandaríkin eru í efsta sæti listans, Þýskaland kemur þar á eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland vann til markaðsverðlauna UEFA

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation".

Enski boltinn
Fréttamynd

Leið strax eins og ég væri heima hjá mér

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur fimmta Reykjavíkurfélagið hjá Takefusa

Björgólfur Takefusa gekk í gær frá tveggja ára samningi við Valsmenn og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Valur er fimmta Reykjavíkurfélag Björgólfs á ferlinum og enn fremur fjórða félagið sem hann spilar með í Pepsi-deildinni á síðustu fjórum sumrum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen

Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hversu Veiga(r)mikill verður hann?

Stjörnumenn endurheimtu son sinn á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir samning við félagið og er kominn heim eftir tólf ára fjarveru hjá KR og í atvinnumennsku. Fréttablaðið veltir fyrir sér mikilvægi þess að hafa mann eins og Veigar Pál.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Langar helst að spila með liði í Danmörku

Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn til landsins en hann hefur verið á ferð og flugi frá því Pepsi-deildinni lauk í sumar. Þessi efnilegi Valsmaður hefur vakið athygli víða um Evrópu og er eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt að við sjáum hann í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rósa og Telma í raðir Mosfellinga

Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Sveinn aftur heim í KA

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna, hefur ákveðið að spila næsta sumar með KA í 1. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Íslenski boltinn