HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Handbolti 15. desember 2012 08:00
Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. Íslenski boltinn 15. desember 2012 07:30
Þorlákur Árnason ráðinn þjálfari U17 ára landsliðs karla Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn þjálfari landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Gunnari Guðmundssyni. Íslenski boltinn 14. desember 2012 17:30
Gummi Kristjáns: Ánægður að þetta sé frágengið Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. Íslenski boltinn 12. desember 2012 14:26
Aldís Kara til liðs við Breiðablik Knattspyrnukonan Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Aldís er uppalinn í FH og lék með liðinu í efstu deild síðastliðið sumar. Íslenski boltinn 12. desember 2012 08:30
Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotum 1. júní í æfingaleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotlandi í vináttulandsleik sem fram fer á Laugardalsvelli þann 1. júní á næsta ári. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Fótbolti 11. desember 2012 16:15
Íslenska kvennalandsliðið í 15. sæti heimslistans Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu jafnaði sína bestu stöðu á heimslista FIFA sem var birtur í dag en liðið er í 15. sæti – og fer liðið upp um eitt sæti frá því í ágúst. Í Evrópu er Ísland í 9. sæti og er það óbreytt staða. Bandaríkin eru í efsta sæti listans, Þýskaland kemur þar á eftir. Fótbolti 7. desember 2012 22:30
Málfríður tekur fram skóna að nýju Miðvörðurinn Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Málfríður, sem er 28 ára, var í fæðingarorlofi á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 7. desember 2012 20:19
Fanndís búin að semja við Kolbotn Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að taka tilboði norska félagsins Kolbotn og spila með þeim næsta árið. Íslenski boltinn 6. desember 2012 18:17
Veigar: Stjarnan eina félagið sem hafði samband Veigar Páll Gunnarsson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Þessi 32 ára gamli framherji skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Íslenski boltinn 6. desember 2012 18:15
Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Fótbolti 6. desember 2012 14:29
Pistill frá Sigga Ragga: Hvernig urðu þeir bestir í heimi? Samkvæmt tölfræði FIFA, (Alþjóða knattspyrnusambandsins) leika 265 milljónir manna knattspyrnu í heiminum í rúmlega 300.000 knattspyrnufélögum. Hvernig má það þá vera að árið 2010 ólust 3 bestu leikmenn í heimi upp í einu og sama félaginu? Fótbolti 5. desember 2012 10:00
Ísland eina Evrópuþjóðin sem sýnir kvennaleik í hverri umferð Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sent sambandsaðilum sínum ítarlega tölfræðiskýrslu sem unnin var um kvennaknattspyrnu í Evrópu. Íslenski boltinn 4. desember 2012 18:15
Búið að gera heimildarmynd um Guðmund Steinarsson Á fimmtudaginn verður frumsýnd heimildarmynd sem búið er að gera um Guðmund Steinarsson, leikja- og markahæsta leikmann í sögu Keflavíkur. Íslenski boltinn 3. desember 2012 19:15
Tógómaðurinn Farid til liðs við Ólsara Víkingur Ólafsvík, sem leikur í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð, hefur samið við miðjumanninn tvítuga, Farid Abdel Zato-Arouna. Íslenski boltinn 3. desember 2012 17:52
Finnskur vinstri bakvörður til Skagamanna Skagamenn hafa samið við Jan Mikael Berg, vinstri bakvörð frá Finnlandi, til tveggja ára. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 1. desember 2012 20:00
Mist til liðs við Avaldsnes Miðvörðurinn Mist Edvardsdóttir er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagins Avaldsnes. Norskir miðlar greina frá þessu í dag. Íslenski boltinn 1. desember 2012 16:27
Magnús Már til Valsmanna Knattspyrnumaðurinn Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir Valsmanna. Magnús Már skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendapilta. Íslenski boltinn 1. desember 2012 13:00
Ísland vann til markaðsverðlauna UEFA Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation". Enski boltinn 1. desember 2012 11:15
Leið strax eins og ég væri heima hjá mér Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára. Íslenski boltinn 1. desember 2012 08:15
Valur fimmta Reykjavíkurfélagið hjá Takefusa Björgólfur Takefusa gekk í gær frá tveggja ára samningi við Valsmenn og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Valur er fimmta Reykjavíkurfélag Björgólfs á ferlinum og enn fremur fjórða félagið sem hann spilar með í Pepsi-deildinni á síðustu fjórum sumrum. Íslenski boltinn 1. desember 2012 06:45
Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag. Íslenski boltinn 30. nóvember 2012 18:45
Jón Daði búinn að semja við Viking Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er á leiðinni til Noregs en hann er búinn að samþykkja þriggja ára tilboð frá Viking. Íslenski boltinn 30. nóvember 2012 13:15
Björgólfur Takefusa til liðs við Valsmenn Framherjinn Björgólfur Takefusa hefur gengið frá samningi við Valsmenn. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Íslenski boltinn 30. nóvember 2012 11:06
Fanndís með samningstilboð frá Piteå Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur undir höndum samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Þetta staðfestir hún í skorinortu samtali við sænska miðilinn Piteå-Tidningen. Íslenski boltinn 30. nóvember 2012 09:27
Hversu Veiga(r)mikill verður hann? Stjörnumenn endurheimtu son sinn á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir samning við félagið og er kominn heim eftir tólf ára fjarveru hjá KR og í atvinnumennsku. Fréttablaðið veltir fyrir sér mikilvægi þess að hafa mann eins og Veigar Pál. Íslenski boltinn 30. nóvember 2012 07:30
Langar helst að spila með liði í Danmörku Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn til landsins en hann hefur verið á ferð og flugi frá því Pepsi-deildinni lauk í sumar. Þessi efnilegi Valsmaður hefur vakið athygli víða um Evrópu og er eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt að við sjáum hann í Pepsi-deildinni næsta sumar. Íslenski boltinn 30. nóvember 2012 06:00
Rósa og Telma í raðir Mosfellinga Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val. Íslenski boltinn 28. nóvember 2012 14:00
Veigar Páll búinn að semja við Stjörnuna Stjarnan fékk gríðarmikinn liðsstyrk í kvöld þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt. Íslenski boltinn 27. nóvember 2012 23:05
Atli Sveinn aftur heim í KA Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna, hefur ákveðið að spila næsta sumar með KA í 1. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu KA. Íslenski boltinn 25. nóvember 2012 12:19