Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Þór 1-4 | Fylkismenn niðurlægðir

Þór vann frábæran sigur á Fylki, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbæ. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald og það náðu Þórsarar að nýta sér vel. Tveir sigrar í röð hjá Þór sem hafa sex stig í deildinni en Fylkir hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknismenn í góðum gír á Húsavík

Leiknismenn sóttu þrjú stig á Húsavík í kvöld þegar liðin mættust í 3. umferð 1. deildar karla. Reykjavíkurmeistararnir voru búnir að gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en lönduðu nú fyrsta sigri sínum þegar þeir mættu nýliðum Völsungs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta deildartap KA undir stjórn Bjarna

KF skellti KA 4-1 í Tröllaskagaslag á Ólafsfjarðarvelli í dag en liðin mættust þá í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta. KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, lenti undir en svaraði með fjórum mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Scott Ramsay með tvö mörk í Grindavíkursigri

Grindvíkingar unnu 6-1 stórsigur á BÍ/Bolungarvík í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag en þetta var fyrsta tap Vestfirðinga í deildinni í sumar. Grindvíkingar unnu aftur á móti sinn annan leik í röð. Scott Ramsay, Stefán Þór Pálsson og Magnús Björgvinsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Grindavík í dag. BÍ/Bolungarvík endaði leikinn með aðeins níu menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Byrjar betur en forverarnir

Róbert Örn Óskarsson fékk stóra tækifærið hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, þegar Gunnleifur Gunnleifsson leitaði á ný mið. Róbert er besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framtíðin liggur í gervigrasvöllum

Ekki er hægt að spila á Akureyrarvelli í bráð frekar en öðrum knattspyrnuvöllum á Norðurlandi. Formaður knattspyrnudeildar KA segir löngu tímabært að gervigrasvæða íslenska knattspyrnuvelli, ekki aðeins á Norðurlandi. "Aðeins tímaspursmál,“ se

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón Heiðar leggur skóna á hilluna

Skagamaðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum því þessi vinstri fótar bakvörður hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun því ekki leika meira með Skagaliðinu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Völlurinn er handónýtur

Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vítin til vandræða

Vítaskyttur Pepsi-deildarliðanna hafa aðeins skorað úr tveimur af sjö vítaspyrnum sem dæmdar hafa verið í fyrstu fjórum umferðunum í sumar. Þetta er langversta byrjun vítaskyttna síðan deildin varð tólf liða 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víðir skoraði flottasta markið í 3. umferð

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson skoraði flottasta markið í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta að mati lesenda Vísis en kosið var á milli fimm fallegustu markanna hér inn á Vísi. Lesendur Vísis fá tækifæri til að kjósa fallegasta mark hverrar umferðar í allt sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lærið opnað að aftan

"Hún er með risastóran skurð eftir að lærið var opnað að aftan," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson um meiðsli Margrétar Láru Viðarsdóttur.

Íslenski boltinn