Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir

Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir

Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Almarr: Það er ekki eins og þeir séu með einhverja sögu

"Við gáfumst ekki upp þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Að fara 2-0 inn í hálfleik er hrikalega erfitt en við börðumst eins og ljón,“ sagði Almarr Ormarsson sem skoraði tvö mörk fyrir Fram og lagði upp það þriðja þegar Fram varð bikarmeistari í dag. Fram og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum en Fram vann vítakeppnina 3-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ögmundur: Var búinn að skoða hvar þessir menn skjóta í vítum

"Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt undir 2-0 í hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og peppuðum okkur upp og sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram og hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni þegar Fram varð bikarmeistari í Laugardalnum í kvöld og vann sinn fyrsta titil síðan 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hólmbert Aron: Hafði aldrei unnið neitt í lífinu

"Tilfinning er ógeðslega góð og ég get eiginlega ekki lýst henni," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Fram vann bikarinn í vítakeppni og Hólmbert skoraði bæði í leiknum og í vítakeppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Einhvern vegin náðum við að klára þetta

"Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég verið lengi í Grindavík og ekki átt mikinn möguleika á því að vinna titla og skyndilega er sá möguleiki kominn," sagði Framarinn Ólafur Örn Bjarnason í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimmta vítakeppnin í bikarúrslitaleik

Framarar tryggðu sér bikarmeistaratitil karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvellinum. Leikurinn sjálfur var frábær og endaði með 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjörnumenn í dauðafæri

Fram og Stjarnan eigast við í úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í dag en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Framarar hafa tapað fjórum bikarúrslitaleikjum í röð en Stjarnan hefur aldrei unnið titil í meistaraflokki karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vill færa sig yfir í karlaboltann

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefði ákveðið að hætta sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður er eini þjálfarinn í sögu Íslands sem hefur farið með A-landslið á stórmót og það afrekaði hann í tvígang, árið 2009 og 2013.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atla finnst KR ekki nota Emil rétt

Emil Atlason hefur farið á kostum með íslenska U-21 árs landslinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2015 í Tékklandi. Leikmaðurinn hefur skorað sex af þeim átta mörkum sem liðið hefur gert í fyrstu þremur leikjum riðilsins. Ísland er með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harpa er óstöðvandi

Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna á þriðjudagskvöldið með því að vinna 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. Líkt og oft áður í sumar var það Harpa Þorsteinsdóttir sem gerði útslagið í leik Garðabæjarliðsins en bæði hún og Stjörnuliðið eru stungin af í baráttunni um gull sumarsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kolbeinn fékk góða hjálp við að enda markaþurrkinn

Lengstu bið eftir marki á landsliðsferli Kolbeins Sigþórssonar lauk á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar hann fékk skráð á sig sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Færeyingum. Lengi vel héldu þó flestir að Birkir Bjarnason hefði skorað markið en svo var ekki.

Fótbolti