Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 20:07
Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 19:55
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 2-0 | Tvö Keflavíkurmörk í lokin Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Val í 16. umferð Pepsi-deildar karla í Keflavík í kvöld en með sigrinum komust Keflvíkingar upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 18:30
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir í Pepsi-deildinni á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en fjórir leikir í 16. umferðinni fara fram í dag. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 17:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 ÍBV og Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli í slökum leik á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig síðan 14. júlí en ÍBV-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 16:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 2-6 Björn Daníel Sverrisson átti ótrúlegan leik en hann skoraði fjögur mörk í góðum 6-2 sigri Íslandsmeistara FH á Skagamönnum upp á Skipaskaga í sextándu umferð Pepsi-deildarinnar nú í kvöld. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 16:15
Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 15:45
Almarr: Það er ekki eins og þeir séu með einhverja sögu "Við gáfumst ekki upp þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Að fara 2-0 inn í hálfleik er hrikalega erfitt en við börðumst eins og ljón,“ sagði Almarr Ormarsson sem skoraði tvö mörk fyrir Fram og lagði upp það þriðja þegar Fram varð bikarmeistari í dag. Fram og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum en Fram vann vítakeppnina 3-1. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 20:24
Ögmundur: Var búinn að skoða hvar þessir menn skjóta í vítum "Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt undir 2-0 í hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og peppuðum okkur upp og sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram og hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni þegar Fram varð bikarmeistari í Laugardalnum í kvöld og vann sinn fyrsta titil síðan 1990. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 20:15
Hólmbert Aron: Hafði aldrei unnið neitt í lífinu "Tilfinning er ógeðslega góð og ég get eiginlega ekki lýst henni," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Fram vann bikarinn í vítakeppni og Hólmbert skoraði bæði í leiknum og í vítakeppninni. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 19:20
Ríkharður Daða: Nú verður léttara að vinna næsta bikar Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, tók við liðinu á miðju tímabili af Þorvaldi Örlygssyni og í kvöld gerði hann Safamýrarliðið að bikarmeisturum í Laugardalnum. Þetta var fyrsti titill félagsins í 23 ár. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 19:08
Ólafur Örn: Einhvern vegin náðum við að klára þetta "Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég verið lengi í Grindavík og ekki átt mikinn möguleika á því að vinna titla og skyndilega er sá möguleiki kominn," sagði Framarinn Ólafur Örn Bjarnason í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 18:56
Fimmta vítakeppnin í bikarúrslitaleik Framarar tryggðu sér bikarmeistaratitil karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvellinum. Leikurinn sjálfur var frábær og endaði með 3-3 jafntefli. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 18:47
Stjörnumenn í öllum bikarúrslitaleikjum ársins 2013 Karlalið Stjörnunnar í fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki hafa staðið sig einstaklega vel í bikarkeppnum síðustu tólf mánuði. Öll karlalið félagsins í þessum fjórum stærstu boltagreinum á Íslandi hafa komist alla leið í bikarúrslitaleikinn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 13:15
Stjörnumenn í dauðafæri Fram og Stjarnan eigast við í úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í dag en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Framarar hafa tapað fjórum bikarúrslitaleikjum í röð en Stjarnan hefur aldrei unnið titil í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 07:00
Vill færa sig yfir í karlaboltann Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefði ákveðið að hætta sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður er eini þjálfarinn í sögu Íslands sem hefur farið með A-landslið á stórmót og það afrekaði hann í tvígang, árið 2009 og 2013. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 06:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir Fram - Stjarnan 3-3 | Fram bikarmeistari eftir vító Fram tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni eftir vítaspyrnukeppni í Laugardalnum í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 3-3. Íslenski boltinn 17. ágúst 2013 00:01
Hörð barátta í 1. deild Leiknir og Haukar unnu góða sigra í 1. deildinni í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 21:29
1. deildin: Grindavík og Fjölnir á toppnum Þremur leikjum af sex í 1. deild karla í dag er lokið. Grindavík og Fjölnir unnu sigra en Víkingur R. og KA fengu stig. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 20:14
Búin að skora 65 prósent marka Selfossliðsins Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 útisigri á Aftureldingu í gær og hefur þar með skorað 11 mörk í 12 deildarleikjum í sumar. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 17:30
Söguleg skref íslensku stelpnanna í tíð Sigga Ragga Íslenska kvennalandsliðið hefur leikið sinn síðasta leik undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem ákvað í dag að hætta með kvennalandsliðið. Sigurður Ragnar hefur þjálfað liðið frá árinu 2007. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 16:15
Sigurður Ragnar hættur með kvennalandsliðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í knattspyrnu. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 15:06
Gaui Þórðar lýsir bikarúrslitaleiknum á morgun Það verða Guðmundur Benediktsson og Guðjón Þórðarson sem munu lýsa bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 14:06
Lagerback svarar Theodóri | Ekki nægilega góður Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Randers, í dönsku úrvalsdeildinni er ekki paránægður með Lars Lagerback, landsliðsþjálfara Íslands, og telur sig eiga erindi í íslenska landsliðið. Fótbolti 16. ágúst 2013 09:15
Atla finnst KR ekki nota Emil rétt Emil Atlason hefur farið á kostum með íslenska U-21 árs landslinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2015 í Tékklandi. Leikmaðurinn hefur skorað sex af þeim átta mörkum sem liðið hefur gert í fyrstu þremur leikjum riðilsins. Ísland er með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 07:00
Harpa er óstöðvandi Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna á þriðjudagskvöldið með því að vinna 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. Líkt og oft áður í sumar var það Harpa Þorsteinsdóttir sem gerði útslagið í leik Garðabæjarliðsins en bæði hún og Stjörnuliðið eru stungin af í baráttunni um gull sumarsins. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 06:00
Of Monsters and Men sendir kveðju til Stjörnunnar Ein vinsælasta hljómsveit landsins Of Monsters and Men sendi í gær meistaraflokki karla í knattspyrnu stuðningskveðju fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Fram sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardaginn. Íslenski boltinn 15. ágúst 2013 23:30
Greta með fernu og Guðmunda tvennu Þær Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sáu til þess að þeirra lið fengu þrjú stig í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2013 21:12
Kolbeinn fékk góða hjálp við að enda markaþurrkinn Lengstu bið eftir marki á landsliðsferli Kolbeins Sigþórssonar lauk á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar hann fékk skráð á sig sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Færeyingum. Lengi vel héldu þó flestir að Birkir Bjarnason hefði skorað markið en svo var ekki. Fótbolti 15. ágúst 2013 13:45
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti