Íslenski boltinn

Hörð barátta í 1. deild

Strákarnir hans Óla Jóh í Haukum voru flottir í kvöld.
Strákarnir hans Óla Jóh í Haukum voru flottir í kvöld.
Leiknir og Haukar unnu góða sigra í 1. deildinni í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

Bæði lið erum með 28 stig og tveim stigum á eftir Grindavík og Fjölni sem eru í efstu sætum deildarinnar.

Tíndastóll tók gott stig gegn Selfossi þar sem jöfnunarmarkið kom á 95. mínútu.

Úrslit:

Haukar-KF  4-0

1-0 Guðmundur Sævarsson (23.), 2-0 Brynjar Benediktsson (29.), 3-0 Andri Steinn Birgisson (59.), 4-0 Hilmar Trausti Arnarsson (90.+1).

Leiknir-Þróttur  3-0

1-0 Hilmar Árni Halldórsson (59.), 2-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson (62.), 3-0 Óttar Bjarni Guðmundsson (65.).

Tindastóll-Selfoss  1-1

Ingvi Hrannar Ómarsson - Ingólfur Þórarinsson.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×