Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Draumurinn um Brasilíu lifir

Hetjuleg barátta landsliðsmanna Íslands heldur draumnum um þátttöku á HM næsta sumar lifandi. Meiðsli lykilmanns og rautt spjald drógu ekki þróttinn úr okkar mönnum heldur efldu þá. Möguleikinn er enn fyrir hendi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar: Vorum að spila fullkominn varnarleik

Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, átti flottan leik í markalausa jafnteflinu á móti Króatíu í kvöld. Hann hélt Mario Mandžukić og félögum niðri ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir: Vonandi vanmeta Króatar okkur

„Ég er bara spenntur fyrir þessum leikjum og það sama má segja um allan hópinn,“ segir Birkir Bjarnason, leikamaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2, fyrir æfingu liðsins í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara meistari og valin besti nýliði

Grindvíkingurinn Sara Helgadóttir var valin nýliði tímabilsins í Gulf South-háskóladeildinni í knattspyrnu vestanhafs. Sara spilar á miðjunni hjá University of West Florida.

Fótbolti
Fréttamynd

Alan Lowing samdi við Víking

Víkingur Reykjavík hefur samið við varnarmanninn Alan Lowing og mun hann spila með nýliðunum á næsta tímabili en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Celtic með formlegt tilboð í Hólmbert

Skoska liðið Celtic hefur lagt fram formlegt tilboð í Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmann Fram, en hann hefur verið við æfingar hjá liðinu að undanförnu en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtalið við 433.is í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Metaregn hjá Írisi Dögg

Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir bætti fjölmörg met hjá knattspyrnuliði University of Alabama en deildarkeppninni lauk á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikurinn verður aldrei fluttur úr landi

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fylgist með veðurspánni nær allan daginn en hann var í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Veðurspáin er ekki góð fyrir leik Íslands og Króatíu á föstudaginn í umspili um sæti á HM í Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurfa að taka dúkinn aftur af Laugardalsvellinum

Það er spáð slæmu veðri í nótt og á morgun og því hefur verið ákveðið að taka hitadúkinn af Laugardalsvellinum til öryggis svo að hann fjúki ekki burt og skemmist. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn ætlar í atvinnumennsku

Landsliðsmaðurinn Kristinn Jónsson stefnir á að koma sér í atvinnumennsku á næstu mánuðum. Þessi magnaði 23 ára bakvörður Blika hefur verið að spila með Blikaliðinu frá því árið 2007 og síðustu ár verið einn af betri leikmönnum Pepsi-deildarinnar.

Íslenski boltinn