Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Bjarni nældi í markvörð 17 ára landsliðsins

Framarar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en í dag samdi liðið við einn efnilegast markvörð landsins. Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari liðsins, hefur verið duglegur að safna að sér ungum og efnilegum leikmönnum og hann er ekki hættur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

200 milljónir fyrir sextán leikmenn

Breiðablik hefur unnið frábært starf í Kópavoginum en liðið hefur komið alls sextán leikmönnum í atvinnumennsku síðan 2005. Fyrir það hafa Blikar fengið um 200 milljónir króna í kassann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bakvörður sem getur allt

Hann var í landsliðinu í stærðfræði, hefur verið í Harvard, er að klára hagfræði og er snjall píanóleikari. Bakverðinum og KR-ingnum Guðmundi Reyni Gunnarsson er ýmislegt til lista lagt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Liðsfélagar lögðu upp flest mörk

FH-ingarnir Ólafur Páll Snorrason og Sam Tillen gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar en verðlaunin fyrir stoðsendingar voru afhent í gær í útgáfuteiti bókarinnar Íslensk knattspyrna 2013.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Börkur fundaði með Bjarna

„Hugur minn stefnir út,“ segir Árbæingurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem æfir með Fylki þessa dagana. Börkur er samningslaus en æfir með uppeldisfélaginu á meðan unnið er að því að koma honum að hjá erlendu félagi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Damir fyllir í skarð Sverris Inga hjá Blikum

Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun því spila áfram í Pepsi-deild karla næsta sumar. Muminovic lék með með Víkingi Ólafsvík í sumar en liðið féll úr deildinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mín bestu ár eru fram undan

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er farinn frá KR þar sem hann gekk í gær frá tveggja ára samningi við Sandnes Ulf í Noregi. "Hætt við stöðnun hefði ég ekki farið nú,“ sagði Hannes Þór.

Íslenski boltinn