Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Trúin getur flutt fjöll

Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grindavík skaust upp úr fallsæti

Grindavík skaust upp úr fallsæti í 1. deildinni í kvöld með öruggum 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík í Grindavík. Grindavík er tveimur stigum fyrir ofan BÍ/Bolungarvík sem situr í fallsæti eftir leiki kvöldsins þegar fjórtán umferðum er lokið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við ætluðum okkur stóra hluti

Árangur Víkings í sumar hefur ekki komið Ingvari Þór Kale á óvart en hann rifjaði upp undanúrslitaleik Víkings og Keflavíkur í bikarnum frá því fyrir átta árum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harpa sá um ÍBV

Ekkert virðist geta stöðvað Hörpu Þorsteinsdóttir og félaga í Stjörnunni en Harpa skoraði sitt 20. mark í 11 leikjum í 4-0 sigri á ÍBV í kvöld. Þá nældi Þór/KA í mikilvægan sigur á Selfossi fyrir norðan.

Íslenski boltinn