Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Utan Vallar: Bræðrablús í Safamýrinni

Það blæs ekki byrlega fyrir Fram þessa dagana. Liðið situr í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir. Fram hefur aðeins unnið tvo leiki, skorað fæst mörk allra og fengið á sig flest. Og það er ekkert sem bendir til þess að leiðin liggi upp á við. Safamýrarliðið hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum með markatölunni 1-13. Ef fram heldur sem horfir leikur Fram í 1. deild að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar Örn náði þrekprófinu í kvöld

Garðar Örn Hinriksson, einn besti dómari Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, er búinn að ná þrekprófinu sem hann féll á þegar miðsumars þrekpróf KSÍ fór fram í síðasta mánuði. Magnús Már Jónsson, dómarastjóri knattspyrnusambandsins, staðfesti þetta við Vísi í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigur á Færeyingum

Ísland bar sigurorð af Færeyjum með tveimur mörkum gegn engu í leik um 7. sætið á Norðurlandamóti U-17 ára landsliða karla í Danmörku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ferðin kostar 360 þúsund á hvern leikmann

Leikmenn íslenska U18 ára landsliðiðsins í handbolta þurfa að greiða um helminginn af rándýrri keppnisferð til Póllands í ágúst. Það sama er upp á teningunum hjá unglingalandsliðum körfuboltans enda koma engir styrkir að utan. Í fótboltalandsliðunum er allt greitt fyrir leikmenn.

Handbolti