Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“

Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins.

Innherji
Fréttamynd

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 1,1 prósent í fyrra

Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 7,5 prósent árið 2021 samanborið við árið á undan. Rástöfunartekjur á mann numu rúmlega 4,4 milljónum króna og jukust um 5,6 prósent frá árinu áður. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,1 prósent á sama tímabili. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrein framvirk gjaldeyrisstaða stækkaði um 139 milljarða frá byrjun árs 2021

Á síðasta ári mátti greina aukinn áhuga viðskiptavina hjá bönkunum á því að verja sig fyrir styrkingu krónunnar. Sést það bæði á framvirki stöðu bankanna í erlendum gjaldmiðli og fjölda samninga og mótaðila í slíkum samningum. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabanki Íslands birti í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár

Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar.

Innherji
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.