Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. Innlent 10. júlí 2018 06:00
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. Viðskipti innlent 8. júlí 2018 19:11
Tekur eignir á Suðurnesjum af sölu Söluferli fasteigna félagsins TF KEF á Ásbrú lauk án þess að viðunandi tilboð bærust. Viðskipti innlent 4. júlí 2018 06:00
Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Viðskipti innlent 28. júní 2018 12:02
WOW biðst afsökunar á 27 tíma seinkun Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Erlent 20. júní 2018 08:46
Ísland fer alla leið á HM í draumauglýsingu Icelandair Hörður Björgvin Magnússon, bakvörður íslenska karlalandsliðsins, er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair vegna HM sem frumsýnd var fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Viðskipti innlent 16. júní 2018 13:53
Búið að gefa út ákæru í Icelandair-málinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti. Viðskipti innlent 12. júní 2018 20:00
Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. Innlent 6. júní 2018 11:52
WOW air sleppur við bætur vegna fugls WOW air þarf ekki að greiða átta einstaklingum skaðabætur eftir að flugi flugfélagsins frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur þann 23. október síðastliðinn var aflýst. Innlent 5. júní 2018 21:14
Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Innlent 5. júní 2018 06:15
Látrabjarg flutti fyrstu farþegana frá Cleveland Fyrsta flug Icelandair frá Cleveland lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir um sex klukkustunda langa ferð. Viðskipti innlent 17. maí 2018 12:07
Loftleiðir semja til þriggja ára um lúxusferðir um heiminn Dótturfélag Icelandair Group hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum. Viðskipti innlent 15. maí 2018 15:35
Indlandsflug WOW hefst í desember WOW air mun hefja áætlunarflug til Delí á Indlandi 6.desember. Viðskipti innlent 15. maí 2018 07:43
Icelandair sér tækifæri í brotthvarfi Air Berlin og hefur flug til Dusseldorf Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til Dusseldorf í Þýskalandi. Viðskipti innlent 8. maí 2018 10:39
Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. Viðskipti innlent 24. apríl 2018 08:34
WOW leitar að fólki til að ferðast um heiminn Flugfélagið WOW air leitar að tveimur einstaklingum "sem geta hugsað stórt“ og hafa áhuga á því að ferðast um heiminn í sumar. Viðskipti innlent 24. apríl 2018 07:39
Skúli segir íslensku flugfélögin ekki of stór til að geta fallið Forstjóri WOW Air íhugar að selja hluta af 100 prósent eign sinni á WOW Air til að fá fleiri að borðinu vegna umfangs flugfélagsins. Viðskipti innlent 18. apríl 2018 12:20
Sjö sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair Group Fjórir þeirra sem gefa kost á sér eiga nú þegar sæti í stjórninni. Viðskipti innlent 3. mars 2018 22:42
Telja kauptækifæri í Icelandair Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi hlutabréfa í Icelandair Group á 20,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Er það um 27 prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. IFS ráðleggur fjárfestum því að kaupa hlutabréf í ferðaþjónustufélaginu. Viðskipti innlent 22. febrúar 2018 22:00
Bónorð fyrir utan klósettið í flugvél WOW Rosaleg rómantík í loftinu í kvöld. Veit ekki hvor var meira stressaður ég eða verðandi unnustinn, segir hárgreiðslumaðurinn Sverrir Diego í stöðufærslu á Facebook. Lífið 29. janúar 2018 16:30
Flugliðar WOW sendir í launalaust leyfi WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Viðskipti innlent 29. janúar 2018 11:02
Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Fulltrúi Samgöngustofu segir að mál þeirra borði hafi tvöfaldast á milli ára. Aukning í flugum spilar þar stóran þátt en einnig aukin meðvitund neytenda. Viðskipti innlent 16. janúar 2018 16:45
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. Viðskipti innlent 15. janúar 2018 17:39
Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda þegar það á annað flug með sama félagi heim. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir skilmálana til endurskoðunar. Viðskipti innlent 12. janúar 2018 17:45
Icelandair flýgur til San Francisco Þetta er í þriðja sinn í vikunni sem flugfélagið tilkynnir beint flug til nýrrar borgar í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 11. janúar 2018 18:46
Fagleg og yfirveguð viðbrögð við mjög ógnvekjandi atburði Alvarleg veikindi komu upp í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur liðna helgi. Innlent 11. janúar 2018 09:00
Fluttu 2,8 milljónir farþega á síðasta ári Um er að ræða 69 prósent fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2017 var 88 prósent sem er sú sama og árið 2016. Viðskipti innlent 10. janúar 2018 11:09
Icelandair aldrei flutt jafn marga og á síðasta ári Flutningatölur Icelandair fyrir árið 2017 liggja fyrir og kemur þar fram að félagið hefur aldrei flutt fleiri farþega á einu ári. Voru farþegar alls fjórar milljónir. Viðskipti innlent 9. janúar 2018 10:03
Rannsókn lokið í Icelandair-máli Ólafur segir málið nú fara í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. Innlent 9. janúar 2018 06:00