Viðskipti innlent

Ísland fer alla leið á HM í draumauglýsingu Icelandair

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hörður Björgvin upplifir drauminn í auglýsingunni.
Hörður Björgvin upplifir drauminn í auglýsingunni. Vísir/Getty

Hörður Björgvin Magnússon, bakvörður íslenska karlalandsliðsins, er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair vegna HM sem frumsýnd var fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi.

Í auglýsingunni er Ísland hvorki meira né minna búið að leggja Brasilíu í úrslitaleik HM og ferðast er um allan heiminn til þess að sjá viðbrögðin við því.

Það er svo Hörður Björgvin sem spilar lykilhlutverk í úrslitaleiknum þar sem hann skorar sannkallað draumamark á lokamínútum leiksins.

Allt er þó ekki eins og það sýnist, líkt og sjá má í auglýsingunni hér fyrir neðan. Ljóst er að miklu hefur verið til kostað í að gera auglýsingunna enda meira og minna allt karlalandsliðið sem tekur þátt í henni.

Þá var ekki ókeypis að sýna auglýsingunna enda kostar sekúndan í sjónvarpsútsendingunni í kringum leik Íslands og Argentínu 18 þúsund krónur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.