WOW leitar að fólki til að ferðast um heiminn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 07:39 WOW borgar ferðakostnað, laun og afnot af íbúð í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Getty Flugfélagið WOW air leitar að tveimur einstaklingum „sem geta hugsað stórt“ og hafa áhuga á því að ferðast um heiminn í sumar. Það eina sem þeir þurfa að gera er að flytja til Íslands og halda úti ferðadagbók á myndbandaformi. Fyrir vikið fær hvor um sig greiddar um 3300 evrur í laun á mánuði og afnot af íbúðum í miðborg Reykjavíkur þeim að kostnaðarlausu. WOW mun jafnframt sjá um að greiða allan ferðakostnað. Frá Íslandi munu sumarstarfmennirnir svo ferðast vítt og breitt um heiminn, til að mynda til borga á borð við Barcelona, Los Angeles, Stokkhólms og New York, og er þeim gert að hlaða upp myndböndum af ævintýrum sínum á netið. Þá eru þeir jafnframt skyldaðir til að ferðast um Ísland á þeim rúmu tveimur mánuðum sem ráðning þeirra gildir, frá 1. júní til 15. ágúst.Íbúðin sem sumarstarfsmennirnir fá afnot af í miðborg Reykjavíkur.wowUppátækið hefur þegar vakið athygli í erlendum miðlum, vefurinn Business Insider slær því til að mynda upp að einstaklingarnir fái hvor í sinn hlut rúmar 400 þúsund krónur á mánuði til að flytja til Íslands og ferðast. Áhugasamir geta sótt um starfið á vef WOW, sem nálgast má með því að smella hér. Með umsókninni þarf að fylgja stutt myndskeið þar sem umsækjendurnir deila skemmtilegum og ferðamannavænum upplýsingum um heimabæinn sinn. Umsóknarfrestur er til 14. maí og verða sumarstarfsmennirnir kynntir til sögunnar þann 18. maí. WOW Air Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Flugfélagið WOW air leitar að tveimur einstaklingum „sem geta hugsað stórt“ og hafa áhuga á því að ferðast um heiminn í sumar. Það eina sem þeir þurfa að gera er að flytja til Íslands og halda úti ferðadagbók á myndbandaformi. Fyrir vikið fær hvor um sig greiddar um 3300 evrur í laun á mánuði og afnot af íbúðum í miðborg Reykjavíkur þeim að kostnaðarlausu. WOW mun jafnframt sjá um að greiða allan ferðakostnað. Frá Íslandi munu sumarstarfmennirnir svo ferðast vítt og breitt um heiminn, til að mynda til borga á borð við Barcelona, Los Angeles, Stokkhólms og New York, og er þeim gert að hlaða upp myndböndum af ævintýrum sínum á netið. Þá eru þeir jafnframt skyldaðir til að ferðast um Ísland á þeim rúmu tveimur mánuðum sem ráðning þeirra gildir, frá 1. júní til 15. ágúst.Íbúðin sem sumarstarfsmennirnir fá afnot af í miðborg Reykjavíkur.wowUppátækið hefur þegar vakið athygli í erlendum miðlum, vefurinn Business Insider slær því til að mynda upp að einstaklingarnir fái hvor í sinn hlut rúmar 400 þúsund krónur á mánuði til að flytja til Íslands og ferðast. Áhugasamir geta sótt um starfið á vef WOW, sem nálgast má með því að smella hér. Með umsókninni þarf að fylgja stutt myndskeið þar sem umsækjendurnir deila skemmtilegum og ferðamannavænum upplýsingum um heimabæinn sinn. Umsóknarfrestur er til 14. maí og verða sumarstarfsmennirnir kynntir til sögunnar þann 18. maí.
WOW Air Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira