
Viktor Gísli og félagar með öruggan sigur
GOG og SönderjyskeE mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. GOG vann öruggan níu marka sigur, lokatölur 36-27.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
GOG og SönderjyskeE mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. GOG vann öruggan níu marka sigur, lokatölur 36-27.
Möguleikar Íslands um sæti á HM 2021 eru nánast úr sögunni eftir tap gegn Slóveníu ytra í fyrri leik landanna í umspili um sæti á mótinu lokatölur, 24-14.
Að beiðni formannafundar HSÍ hefur verið tekin ákvörðun um það að breyta leikjafyrirkomulagi Íslandsmótsins í Olís deild karla. Mótið mun hefjast að nýju þann 22. apríl næstkomandi.
Kristianstad tók á móti Skovde í öðrum leik undanúrslita í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Gestirnir, með Bjarna Ófeig Valdimarsson, kláruðu góðan sex marka sigur, 27-33. Staðan í einvíginu er því 2-0 fyrir Skovde, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
Samkvæmt heimildum TV 2 í Danmörku er Aron Pálmarsson á leið í dönsku deildina í sumar. Aron mun ganga til liðs við Aalborg á þriggja ára samning þegar samningur hans við Barcelona rennur út í sumar.
Rúnar Kárason var markahæsti maður vallarins þegar Ribe-Esbjerg lagði Mors-Thy í danska handboltanum 27-21. Daníel Þór Ingason er einnig í liði Ribe-Esbjerg, en hann komst ekki á blað.
Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Gróttu í Olís-deild karla en hann kemur frá Val.
KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið.
„Við viljum byrja. Við viljum fá handboltann í gang sem fyrst. Það eru okkar hagsmunir. En við viljum líka fara að vilja félaganna,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína.
Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur.
„Mér þykir líklegt að við leitum áfram réttar okkar eftir þeim leiðum sem eru í boði,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Hann telur afar ólíklegt að leikur KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna verði leikinn á ný í þessum mánuði.
Handknattleiksfélög landsins hafa ekki staðið sig sem skyldi í að ala upp dómara í sínum röðum og uppfylla aðeins fjögur félög kröfur dómaranefndar HSÍ í þessum efnum.
Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við sitt gamla félag, Aftureldingu, en þetta er staðfest á Facebook síðu Handknattleiksdeildar Aftureldingar. Árni Bragi steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Aftureldingu og var markahæsti maður liðsins þrjú ár í röð.
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Arnór Þór Gunnarsson skoraði átta mörk þegar lið hans Bergischer tapaði 33-30 á útivelli gegn Kiel og Alexander Petersson og félagar í Flensburg rétt mörðu Tusem Essen 28-29.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina.
„Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er mjög ósáttur og skilur hvorki upp né niður í leikjaáætlun Olís-deildar karla sem var gefin út í dag.
Handknattleikssamband Íslands hefur staðfest að Íslandsmótið í handbolta fari af stað á nýjan leik þann 25. apríl.
„Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum.