Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Ragnhildur að síga fram úr öðrum keppendum

Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir keppnina í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi en hún er á fimm höggum undir pari nú á þriðja keppnisdegi og er tæplega hálfnuð með hring dagsins.

Golf
Fréttamynd

Mickelson hafi veðjað yfir 130 milljörðum á seinustu þrem áratugum

Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters greinir frá því í væntanlegri bók sinni að kylfingurinn Phil Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna.

Golf
Fréttamynd

Andri leiðir hjá körlunum en Hulda og Ragn­hildur deila for­ystunni kvenna­megin

Langflestir kylfingar hafa nú lokið leik á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir á fjórum höggum undir pari, en í kvennaflokki eru þær Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur jafnar á toppnum.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmótið hafið og kvennamet sett

Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods fær stórt hlutverk í viðræðunum við Sádana

Tiger Woods hefur verið kallaður inn í viðræður um framtíðarskipulag atvinnugolfsins en framundan eru mikilvægar samningaviðræður á milli risanna þriggja í golfheiminum eða bandarísku mótaraðarinnar, evrópsku mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar frá Sádí Arabíu.

Golf
Fréttamynd

Dagskráin í dag: Golf og Besta deild karla og kvenna

Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í dag. Fótboltinn í Bestu deildum karla og kvenna er fyrirferðarmikill en Golfið fær sitt pláss líka. Öll 14. umferðin verður leikin í Bestu deild kvenna.

Sport
Fréttamynd

Stórt hrun á Húsatóftavelli í Grindavík

Náttúruöflin hafa reynst Grindvíkingum óþægur ljár í þúfu undanfarin misseri en ítrekað hefur verið varað við grjóthruni á helstu útivistarsvæðum bæjarins vegna jarðskjálfta á Reykjanesi. Fáir áttu þó sennilega von á að golfarar á svæðinu yrðu fyrir jafn miklum óþægindum og raun ber vitni.

Golf
Fréttamynd

Brian Harman vann Opna og er kylfingur ársins

Brian Harman vann Opna mótið í golfi sem lauk í Liverpool nú síðdegis. Harman var efstur fyrir lokadaginn með fimm högga forystu. Harman spilaði afar skynsamlega í dag og sigurinn aldrei í hættu. Þetta var í 151 sinn sem Opna mótið var haldið og fyrsta risamótið sem Harman vinnur.

Golf
Fréttamynd

Fjöldi kylfinga stefnir á að ná veiðimanninum

Efstu kylfingar Opna, áður Opna breska meistaramótsins í golfi, eru nýfarnir af stað á lokahring mótsins. Markmið fjölmargra þeirra er að ná veiðimanninum Brian Harman sem er sem stendur fremstur meðal jafningja. Mikið þarf að gerast til að hann missi niður forystuna en aldrei að segja aldrei.

Golf