Liverpool nær samkomulagi við Núñez Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna. Fótbolti 9. júní 2022 13:51
Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með. Enski boltinn 9. júní 2022 13:31
Fóru yfir mögulegan EM hóp landsliðsins: Ekkert sem kom á óvart Hópur Íslands fyrir Evrópumótið í fótbolta verður tilkynntur á morgun, föstudag. Því ákvað Helana Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, að leyfa sérfræðingum þáttarins að velja sinn 23 manna hóp. Fótbolti 9. júní 2022 12:30
Alfons spilað nánast sleitulaust undanfarna fjórtán mánuði Alfons Sampsted fær verðskuldað frí er samherjar hans í íslenska landsliðinu etja kappi við San Marínó síðar í dag. Um er að ræða vináttulandsleik í fótbolta. Fótbolti 9. júní 2022 11:01
Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Fótbolti 9. júní 2022 10:35
Vanda með áskorun til foreldra: „Þurfum að setja okkur inn í þennan veruleika“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hvetur foreldra yngri iðkenda í fótbolta til að vera meðvituð um þann raunveruleika sem blasir við íþróttakrökkum á fámennari svæðum landsins. KSÍ skoðar nú hvort breyta þurfi reglum til að þeir krakkar fái að spila sína heimaleiki án vandræða. Fótbolti 9. júní 2022 10:01
Fjalla um mál Gylfa Þórs: Segja fartölvuna hafa verið tekna af honum Á vef The Athletic er fjallað um ónefndan knattspyrnumann ensku úrvalsdeildarinnar sem er undir rannsókn vegna brots gegn ólögráða stúlku. Leikmaðurinn sem um er ræðir er Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti 9. júní 2022 09:08
Van Gaal varar leikmann Ajax við því að fara til Man Utd Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United hefur varað Jurrien Timber, leikman Ajax, við því að fara til enska liðsins. Enski boltinn 9. júní 2022 08:31
„Ég hugsaði: Vá, það er eitthvað mikið í vændum“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir að það hafi hjálpað sér að hafa koma inn í íslenska landsliðið á sama tíma og nokkrir aðrir leikmenn á svipuðum aldri. Fótbolti 9. júní 2022 08:00
HM sem ætti að hefjast í dag | Dauðsföll, spilling og svikin loforð Ef allt væri eðlilegt myndi heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjast í dag, enda mótið hafist annan fimmtudaginn í júní síðustu í þrjú skipti. Biðin er þó lengri í þetta skiptið, eftir umdeildasta heimsmeistaramótinu til þessa. Fótbolti 9. júní 2022 07:02
Cancelo bjargaði einhverfu barni Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Enski boltinn 8. júní 2022 23:31
Ísak Snær fluttur á sjúkrahús Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og U21-landsliðsins, fór meiddur af velli í 3-1 sigri landsliðsins á Hvíta-Rússlandi í kvöld. Fótbolti 8. júní 2022 22:44
Krafta Jóns Dags óskað víða um Evrópu Jón Dagur Þorsteinsson hefur vakið áhuga víða um Evrópu með frammistöðu sínum á fótboltavellinum að undanförnu. Fótbolti 8. júní 2022 22:31
Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 8. júní 2022 21:30
Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag. Sport 8. júní 2022 20:51
Sjáðu sigurmark Hildar gegn Selfossi | „Hún er bara framherji sem skorar flott mörk“ „Þetta var nú örugglega ekki fallegasta markið sem Hildur hefur skorað,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss í viðtali eftir 1-0 tap gegn Breiðablik. Fótbolti 8. júní 2022 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Fótbolti 8. júní 2022 20:00
Real Madrid má ekki kaupa leikmenn utan Evrópu Spænska liðið Real Madrid getur ekki keypt nýjan leikmann í hópinn sinn nema að hann sé með evrópskt vegabréf. Fótbolti 8. júní 2022 19:30
Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans. Fótbolti 8. júní 2022 18:00
„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn 8. júní 2022 16:30
Sara í Söru stað hjá Lyon Lyon hefur gengið frá samningum við þýsku landsliðskonuna Söru Däbritz sem kemur frá erkifjendunum í Paris Saint-Germain. Sara mun fylla í skarð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur yfirgefið Lyon. Fótbolti 8. júní 2022 15:01
Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“. Fótbolti 8. júní 2022 14:30
Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslenski boltinn 8. júní 2022 14:01
Þrennuhetja Þróttar best og Hildur skoraði flottasta markið Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp í síðasta þætti af Bestu mörkunum. Lið umferðarinnar var valið sem og besti leikmaðurinn ásamt besta markinu. Íslenski boltinn 8. júní 2022 13:01
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. Enski boltinn 8. júní 2022 12:30
Dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Omar Sowe, framherja Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, í tveggja leikja bann. Íslenski boltinn 8. júní 2022 12:02
Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. Fótbolti 8. júní 2022 11:01
Styttan af Zidane að skalla Materazzi til sýnis á nýjan leik Eitt frægasta atvik knattspyrnusögunnar var gert ódauðlegt er það var gert að tæplega fimm metra hárri bronsstyttu sem ber nafnið „Coup de tete.“ Styttan verður til sýnis á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Fótbolti 8. júní 2022 10:01
Hákon Arnar orðaður við Venezia í ítölskum fjölmiðlum Svo virðist sem staðarmiðlar í Feneyjum séu búnir að átta sig á að líklega sé Íslendingur sóttur í hvert sinn sem félagaskiptaglugginn opnar. Nú er Hákon Arnar Haraldsson, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands í fótbolta, orðaður við Íslendingalið Venezia. Fótbolti 8. júní 2022 09:00
Léku í sömu búningum gegn Englandi og kvennalandsliðið mun gera á EM Þýskaland og England gerðu 1-1 jafntefli er þjóðirnar mættust í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Búningur þýska liðsins vöktu athygli en karlalandsliðið lék í sömu treyjum og kvennalandsliðið mun gera á Evrópumótinu sem hefst þann 6. júlí næstkomandi. Fótbolti 8. júní 2022 08:31