Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Liverpool nær samkomulagi við Núñez

Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong

Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu

Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara í Söru stað hjá Lyon

Lyon hefur gengið frá samningum við þýsku landsliðskonuna Söru Däbritz sem kemur frá erkifjendunum í Paris Saint-Germain. Sara mun fylla í skarð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur yfirgefið Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern

Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“.

Fótbolti