Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. Enski boltinn 20. júlí 2022 07:04
Nagelsmann með fast skot á Barcelona Julian Nagelsmann, þjálfari karlaliðs Bayern München í fótbolta, kveðst ekki skilja hvernig Barcelona geti fjárfest í dýrum leikmönumm í ljósi fjárhagsstöðu félagsins. Fótbolti 19. júlí 2022 23:06
Tuchel kominn með næsta skotmark í varnarlínuna Forráðamenn Chelsea eru í viðræðum við kollega sína Sevilla um möguleg kaup á franska landsliðsmanninum Jules Kounde. Fótbolti 19. júlí 2022 22:33
Barcelona staðfestir kaup sín á Lewandowski Barcelona hefur staðfest kaup sín á sóknarmanninum Robert Lewandowski en hann kemur til Katalóníufélagsins frá Bayern München. Fótbolti 19. júlí 2022 22:08
„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fram 1-1 | Allir svekktir með jafntefli í Vesturbænum KR og Fram skildu jöfn með einu marki gegnu einu þegar liðin mættust í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld. Segja má að hvorugt lið fari sátt að sofa eftir leik kvöldsins. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 21:05
Alfons og félagar þurfa að gera betur í seinni leiknum Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni fyrir lið sitt Bodø/Glimt þegar liðið laut í lægra haldi fyrir norður-írska liðinu Linfield í kvöld. Fótbolti 19. júlí 2022 20:36
Zinchenko færir sig á milli æfingabúða í Bandaríkjunum Oleksandr Zinchenko er á leið frá æfingabúðum Manchester City til Arsenal en bæði lið búa sig undir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á bandarískri grundu þessa dagana. Enski boltinn 19. júlí 2022 20:15
Elías Rafn stóð á milli stanganna í jafntefli Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í mark danska liðsins Midtjylland þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 19. júlí 2022 19:47
Foreldrar stúlkna varaðir við því að senda þær á viðburði ReyCup Foreldrum þrettán og fjórtán ára gamalla stúlkna í fjórða flokki í Breiðablik hefur verið sent bréf frá þjálfurum liðsins. Í bréfinu eru foreldrar hvattir til þess að halda börnum sínum frá því að fara á ball og í sundlaugarpartý í tengslum við ReyCup. Sport 19. júlí 2022 19:05
Bayern München styrkir hjarta varnarinnar Þýska fótboltafélagið Bayern München hefur gengið frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Matthijs de Ligt en miðvörðurinn kemur í Bæjaraland frá Juventus. Fótbolti 19. júlí 2022 19:03
Vandræði á EM sigraði smásagnakeppnina Lestrarátakinu „Tími til að lesa“ lauk í kvöld og var það hin ellefu ára Edda Björg Einarsdóttir sem sigraði keppnina með sögunni „Vandræði á EM.“ Lífið 19. júlí 2022 18:37
Conte sækir enn einn leikmanninn til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem nú er tæplega hálfnaður. Djed Spence er kominn til liðsins frá Middlesbrough, en hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar. Enski boltinn 19. júlí 2022 18:07
Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. Fótbolti 19. júlí 2022 17:26
Skaut Marokkó í úrslit Afríkumótsins í fyrsta skipti án þess að vita það Marokkó er á leið í úrslitaleik Afríkumóts kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni eftir sigur gegn Nígeríu í vítaspyrnukeppni í gær. Hetja liðsins virtist þó ekki átta sig á því að hún hafði tryggt liðinu sigur. Fótbolti 19. júlí 2022 16:45
Lykilmaður Evrópumeistaranna frá út mótið Hollendingar, ríkjandi Evrópumeistarar kvenna í knattspyrnu, verða án lykilleikmannsins Lieke Martens það sem eftir lifir EM vegna meiðsla. Fótbolti 19. júlí 2022 16:01
Sveindís, Sandra og Glódís á topplistum en ekkert lið með verri sendingar Nú þegar riðlakeppni EM kvenna í fótbolta er lokið er hægt að velta sér upp úr alls konar tölfræði sem tengist frammistöðu liðanna sextán og leikmanna þeirra. Fótbolti 19. júlí 2022 15:16
Hættir eftir fíaskóið á EM Martin Sjögren og aðstoðarmaður hans, Anders Jacobson, eru hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa í fyrra skrifað undir samning við norska knattspyrnusambandið sem gilda átti fram yfir HM á næsta ári. Fótbolti 19. júlí 2022 14:30
Stórkostleg frammistaða í Besta þættinum Fulltrúar ÍBV og Leiknis úr Breiðholti áttust við í bráðfjörugri keppni í nýjasta þætti Besta þáttarins sem nú er hægt að sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 14:01
KR og Aberdeen vinna saman KR-ingar hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára við skoska knattspyrnufélagið Aberdeen. Samningurinn felur í sér ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir sigursælasta félag íslenskrar knattspyrnusögu. Íslenski boltinn 19. júlí 2022 13:02
Englendingar og Svíar enn líklegastir til sigurs en Þjóðverjar banka á dyrnar Nú þegar riðlakeppninni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er lokið og liðin safna kröftum fyrir átta liða úrslitin sem hefjast á morgun gefst tími til að kíkja stuttlega yfir það hvaða þjóðir teljast líklegastar til sigurs á mótinu. Fótbolti 19. júlí 2022 12:31
Sam Kerr fyrsta konan til að verða andlit FIFA Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr, leikmaður Chelsea, verður fyrsta konan til að verða andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA þegar FIFA 23 kemur út í haust. Fótbolti 19. júlí 2022 12:00
Forsetinn setur stefnuna á HM „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. Fótbolti 19. júlí 2022 11:31
Sjáðu mörkin úr jafnteflinu gegn Frakklandi Ísland féll úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi þar sem Belgía vann nauman 1-0 sigur á Ítalíu. Hefði þeim leik einnig lokið með jafntefli hefði Ísland komist í 8-liða úrslit. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikj Íslands og Frakklands. Fótbolti 19. júlí 2022 10:00
Víti Dagnýjar skilaði sjö milljónum en Ísland rétt missti af mun hærri upphæð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sér inn verðlaunafé frá UEFA í öllum þremur leikjum sínum á EM. Liðið vann sér samtals inn rúmlega 100 milljónir króna með því að komast á EM og gera þar þrjú jafntefli. Fótbolti 19. júlí 2022 09:31
Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta. Fótbolti 19. júlí 2022 08:30
Myndasyrpa: Kveðjustund Íslands á EM Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á EM féll Ísland úr keppni í gærkvöld eftir 1-1 jafntefli við Frakkland í þriðja og síðasta leik sínum. Fótbolti 19. júlí 2022 08:02
Haller greindist með æxli í eistum Sébastien Haller, arftaki Erlings Haaland hjá þýska knattspyrnufélaginu Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eistum. Fótbolti 19. júlí 2022 07:31
Íslensku stelpurnar einkar óheppnar upp við mark andstæðinganna Ísland féll í gærkvöld úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Þegar vænt mörk (xG) tölfræði mótsins er skoðuð þá er aðeins Danmörk með verri tölfræði fyrir framan mark andstæðinga sinna en íslenska liðið. Fótbolti 19. júlí 2022 07:00
Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. Fótbolti 18. júlí 2022 23:55