Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Nagelsmann með fast skot á Barcelona

Julian Nagelsmann, þjálfari karlaliðs Bayern München í fótbolta, kveðst ekki skilja hvernig Barcelona geti fjárfest í dýrum leikmönumm í ljósi fjárhagsstöðu félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“

„Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elías Rafn stóð á milli stanganna í jafntefli

Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í mark danska liðsins Midtjylland þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Conte sækir enn einn leikmanninn til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem nú er tæplega hálfnaður. Djed Spence er kominn til liðsins frá Middlesbrough, en hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hættir eftir fíaskóið á EM

Martin Sjögren og aðstoðarmaður hans, Anders Jacobson, eru hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa í fyrra skrifað undir samning við norska knattspyrnusambandið sem gilda átti fram yfir HM á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

KR og Aberdeen vinna saman

KR-ingar hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára við skoska knattspyrnufélagið Aberdeen. Samningurinn felur í sér ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir sigursælasta félag íslenskrar knattspyrnusögu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Forsetinn setur stefnuna á HM

„Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr jafn­teflinu gegn Frakk­landi

Ísland féll úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi þar sem Belgía vann nauman 1-0 sigur á Ítalíu. Hefði þeim leik einnig lokið með jafntefli hefði Ísland komist í 8-liða úrslit. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikj Íslands og Frakklands.

Fótbolti
Fréttamynd

Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM

Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Haller greindist með æxli í eistum

Sébastien Haller, arftaki Erlings Haaland hjá þýska knattspyrnufélaginu Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eistum.

Fótbolti