„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“ ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira. Fótbolti 25. júlí 2022 22:00
„Í forgangi að laga varnarleikinn“ Valur gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í sex marka leik. Ný ráðinn þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, taldi næstu skref sín sem þjálfari Vals vera að laga varnarleik liðsins. Sport 25. júlí 2022 21:42
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-4 Fram | Nýliðarnir höfðu betur gegn botnliðinu ÍA, botnlið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, tóku á móti nýliðum deildarinnar, Fram, á Akranesi í 14. umferð deildarinnar. Nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Skipaskaga, 0-4. Magnús Þórðarson, Már Ægisson, Alex Freyr Elísson og Guðmundur Magnússon skoruðu mörkin. Íslenski boltinn 25. júlí 2022 21:10
Tap í frumraun Andra Lucasar í Svíþjóð Andri Lucas Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð í kvöld í 0-2 tapi Norrköping á heimavelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Norköpping en þetta var einnig fyrsti leikur Arnórs eftir endurkomu hans til liðsins. Fótbolti 25. júlí 2022 21:00
Aftur hefur Aron Sig betur í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni Aron Sigurðarson og liðsfélagar hans hjá Horsens unnu anna leikinn sinn í röð í dönsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn 1-0 sigur gegn Sævari Atla Magnússyni og Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar. Fótbolti 25. júlí 2022 20:30
Breiðablik sækir annan leikmann úr sænsku úrvalsdeildinni Knattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnti fyrr í dag um félagskipti Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna en rétt í þessu tilkynnti félagið einnig komu markvarðarins Nichole Persson frá Piteå. Fótbolti 25. júlí 2022 20:16
Gary Neville hvetur Frenkie de Jong til að lögsækja Barcelona Gary Neville, sparkspekingur hjá Skysports, telur að Frenkie de Jong og aðrir leikmenn Barcelona ættu að sækja lagalegan rétt sinn gagnvart félaginu vegna vangreiddra launa. Fótbolti 25. júlí 2022 18:16
Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“ Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni. Fótbolti 25. júlí 2022 17:30
Ungur Víkingur til liðs við Benfica Stígur Diljan Þórðarson, ungur og efnilegur fótboltamaður Víkings, er á leið til portúgalska félagsins Benfica. Fótbolti 25. júlí 2022 16:47
Sjáðu dramatískan sigur KA í Keflavík og rauða spjaldið í Kaplakrika Tveir leikir voru á dagskrá í Bestu-deild karla í knattspyrnu í gær þegar Keflavík tók á móti KA annars vegar og topplið Breiðabliks heimsótti FH-inga. Íslenski boltinn 25. júlí 2022 16:01
Agla María snýr aftur í Breiðablik Agla María Albertsdóttir hefur fengið félagaskipti í Breiðablk frá sænska félaginu Häcken. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambands Íslands. Fótbolti 25. júlí 2022 15:28
Manchester United kynnir nýjan framherja til leiks Manchester United tilkynnti í dag að félagið hefði samið við spænska landsliðsframherjann Lucia Garcia sem kemur til félagsins frá Athletic Bilbao. Fótbolti 25. júlí 2022 14:34
Erik ten Hag refsaði leikmanni fyrir óstundvísi Fram kemur í frétt Athletic í dag að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi refsað leikmanni liðsins fyrir að mæta of seint á fundi með því að skilja hann eftir utan leikmannahóps í æfingaleik í Ástralíu á dögunum. Fótbolti 25. júlí 2022 13:47
Lýsir yfir stuðningi við Rúnar Kristinsson Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ber félagsmönnum baráttuanda í brjóst í pistli sem birtist á heimasíðu félagsins í dag. Páll lýsir þar yfir eindregnum stuðningi við Rúnar Kristinsson, þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, og þjálfarateymi hans. Fótbolti 25. júlí 2022 12:34
Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina. Lífið 25. júlí 2022 12:01
Segir að Messi hafi ekki ritað sinn seinasta kafla hjá Barcelona Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Lionel Messi eigi enn eftir að rita einn kafla í sögu sinni hjá félaginu og segir það á sinni ábyrgð að leikmaðurinn fái fallegri endi á tíma sínum hjá Börsungum. Fótbolti 25. júlí 2022 12:01
Heimakonur sigurstranglegastar en þær sænsku ólíklegastar Undanúrslit Evrópumóts kvenna hefjast á morgun og líkt og á öðrum stigum keppninnar hafa hinar ýmsu tölfræðiveitur reiknað út sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig. Fótbolti 25. júlí 2022 11:30
KA-menn styrkja varnarlínu sína Knattspyrnudeild KA hefur samið Gaber Dobrovoljc en samingur hans við norðanmenn gildir út yfirstandandi keppnistímabil. Fótbolti 25. júlí 2022 11:03
Arsenal skoðar enn einn Brassann Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal segist hafa áhuga á því að fá brasilíska landsliðsmanninn Lucas Paquetá í sínar raðir frá Lyon. Enski boltinn 25. júlí 2022 10:30
Minna en helmingur enskra liða með alla sína búninga til sölu Nú þegar tæp vika er í að fótboltinn fari að rúlla á Englandi eru aðeins tæplega helmingur liða í deildum landsins sem geta boðið upp á allar útgáfur af búningum sínum til sölu. Enski boltinn 25. júlí 2022 10:01
Erik ten Hag beinir sjónum sínum að Milinkovic-Savic Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United séu farnir að búa sig undir að félagið nái ekki að tryggja sér krafta Frenkie de Jong, leikmanns Barcelona. Fótbolti 24. júlí 2022 23:07
Juventus leggur fram tilboð í Firmino Forráðamenn Juventus hafa gert Liverpool tilboð í brasilíska landsliðsframherjann Roberto Firmino. Fótbolti 24. júlí 2022 22:50
Umfjöllun og viðtöl: FH - Breiðablik 0-0 | FH-ingar náðu ekki að nýta liðsmuninn gegn Blikum FH gerði markakaust jafntefli við topplið Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2022 22:18
„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. Sport 24. júlí 2022 21:45
Kounde virðist ætla að velja Barcelona Jules Kounde, miðvörður Sevilla, hefur tjáð forráðamenn Barcelona að hann hyggist samþykkja samingstilboð félagsins. Fótbolti 24. júlí 2022 20:35
Umfjöllun: Keflavík - KA 1-3 | KA-menn komu til baka gegn Keflavík Keflvíkingar tóku á móti KA-mönnum suður með sjó þar sem að tvö mörk KA í uppbótartíma skiluðu þeim þremur stigum. KA-menn unnu 3-1 en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, fékk rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og spiluðu Keflvíkingar því bróðurpart leiksins manni færri. Íslenski boltinn 24. júlí 2022 18:53
Ísak Bergmann kom sterkur inn af bekknum Hákon Arnar Haraldsson lagði upp eitt marka FC København þegar liðið náði í sín fyrstu stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. FC København hefur titil að verja á nýhafinni leiktíð. Fótbolti 24. júlí 2022 18:13
Fyrsta mark Daníels Leós skilaði liði hans sigri Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður í fótbolta, tryggði Slask Wroclaw 2-1 sigur þegar liðið mætti Pogon Szczecin í annarri umferð pólsku efstu deildarinnar í dag. Fótbolti 24. júlí 2022 18:04
Manchester United undirbýr tilboð í Dumfries Manchester United eru með tilboð í burðarliðnum í hægri bakvörðinn Denzel Dumfries sem er á mála hjá Inter Milan samkvæmt heimildum Gazzetta dello Sport. Fótbolti 24. júlí 2022 17:12
Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. Fótbolti 24. júlí 2022 16:46