Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“

ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í forgangi að laga varnarleikinn“

Valur gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í sex marka leik. Ný ráðinn þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, taldi næstu skref sín sem þjálfari Vals vera að laga varnarleik liðsins.

Sport
Fréttamynd

Tap í frumraun Andra Lucasar í Svíþjóð

Andri Lucas Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð í kvöld í 0-2 tapi Norrköping á heimavelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Norköpping en þetta var einnig fyrsti leikur Arnórs eftir endurkomu hans til liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“

Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Erik ten Hag refsaði leikmanni fyrir óstundvísi

Fram kemur í frétt Athletic í dag að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi refsað leikmanni liðsins fyrir að mæta of seint á fundi með því að skilja hann eftir utan leikmannahóps í æfingaleik í Ástralíu á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lýsir yfir stuðningi við Rúnar Kristinsson

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ber félagsmönnum baráttuanda í brjóst í pistli sem birtist á heimasíðu félagsins í dag. Páll lýsir þar yfir eindregnum stuðningi við Rúnar Kristinsson, þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, og þjálfarateymi hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar

Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Ísak Bergmann kom sterkur inn af bekknum

Hákon Arnar Haraldsson lagði upp eitt marka FC København þegar liðið náði í sín fyrstu stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. FC København hefur titil að verja á nýhafinni leiktíð. 

Fótbolti