Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 12:30
Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 11:31
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. Enski boltinn 16. ágúst 2022 11:00
Mánuður síðan farbann Gylfa Þórs rann út: Lögregla svarar ekki fyrirspurnum Í dag er sléttur mánuður síðan farbann knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar rann út í Bretlandi. Hann hafði verið í farbanni í Englandi síðan hann var handtekinn þann 16. júlí 2021 vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungmenni. Fótbolti 16. ágúst 2022 10:01
Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 09:30
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. Enski boltinn 16. ágúst 2022 09:01
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 08:00
Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Enski boltinn 16. ágúst 2022 07:31
Pedersen kominn á ról: „Fyrsti leikurinn í sumar þar sem ég fann ekkert til“ Eftir þrennu Patricks Pedersen í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni í fyrrakvöld er hann kominn með 86 mörk í efstu deild á Íslandi og er kominn á lista þeirra tíu markahæstu í sögu deildarinnar. Hann segir leikinn hafa verið sinn fyrsta í sumar þar sem vann var verkjalaus. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 07:00
Barcelona gerir allt til að neyða Braithwaite á brott Spænska félaginu Barcelona gengur misvel að losa sig við leikmenn til að rýma til fyrir þeim sem hafa samið við félagið í sumar. Daninn Martin Braithwaite er sérlega óvinsæll hjá stjórnendum félagsins. Fótbolti 15. ágúst 2022 23:30
„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Enski boltinn 15. ágúst 2022 23:16
Sigurður Heiðar: „Skorti hugrekki og trú þegar á hólminn var komið" Sigurður Heiðar Höskuldsson var missáttur við frammistöðu lærisveina sinna hjá Leikni Reykjavík þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Fram í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 23:01
Mourinho splæsti í pizzupartý José Mourinho pantaði 60 pizzur fyrir leikmenn sína og starfslið eftir 1-0 sigur Roma á Salernitana í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Mikils er vænst af Roma á komandi leiktíð. Fótbolti 15. ágúst 2022 22:45
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:22
Jón Þórir: „Sáttur við jákvæð áhrif þeirra sem komu inná" Jón Þórir Sveinsson var vitanlega ánægður með leik sinna manna þegar Fram vann sannfærandi sigur gegn Leikni í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:20
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 22:07
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. Enski boltinn 15. ágúst 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Leiknir R. 4-1 | Fram forðast fallsvæðið enn frekar Fram hafði betur með fjórum mörkum gegn einu þegar liðið fékk Leikni Reykjavík í heimsókn í Úlfarsárdal í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram er nú að gæla sterklega við að komast á efra skiltið á töflunni en Leiknir er enn í kjallaranum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 21:04
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. Enski boltinn 15. ágúst 2022 20:55
Alanyaspor staðfestir komu Rúnars Alex Rúnar Alex Rúnarsson hefur gengið frá lánssamningi við Alanyaspor í Tyrklandi. Hann kemur á láni frá Arsenal á Englandi. Fótbolti 15. ágúst 2022 20:48
Vlahovic og Di María í stuði í fyrsta leik Juventus vann 3-0 sigur á Sassuolo í fyrsta leik liðsins í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Nýji maðurinn Ángel Di María fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir þá svarthvítu. Fótbolti 15. ágúst 2022 20:40
Umfjöllun: Keflavík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 19:50
Valgeir og félagar á toppinn í Svíþjóð Häcken, lið Valgeirs Lunddal Friðrikssonar, fór á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 sigri á Mjällby í kvöld. Fótbolti 15. ágúst 2022 19:31
Lyngby leitar enn fyrsta sigursins AGF vann 1-0 sigur á Lyngby í Árósum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lærisveinar Freys Alexanderssonar leita enn síns fyrsta sigurs á leiktíðinni. Fótbolti 15. ágúst 2022 19:02
Rúnar Alex aftur að láni frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið lánaður frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal, líkt og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni fer hann til tyrkneska félagsins Alanyaspor. Enski boltinn 15. ágúst 2022 16:40
Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. Enski boltinn 15. ágúst 2022 16:31
Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. Enski boltinn 15. ágúst 2022 16:00
Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 15:30
Klopp: Voru of fljótir að gagnrýna Darwin Nunez Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði nýja framherja liðsins á blaðamannafundi fyrir leik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 15. ágúst 2022 15:01