Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

HK sendir frá sér yfirlýsingu og biður Damir og fjölskyldu Ísaks afsökunar

Í leik HK og Breiðabliks sem fram fór í kvöld fóru nokkrir stuðningsmenn HK yfir strikið og sungu níðsöngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks. Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, sagði síðan frá því að hópur af HK-ingum hafi ráðist á sjö ára systur sína fyrir að vera í Breiðabliks treyju.

Sport
Fréttamynd

Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt

Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Karólína í raun verið meidd í heilt ár

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ef horft er til fram­tíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn­ eftir að springa út“

Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvær ís­lenskar frum­raunir í opnunar­um­ferð þar sem Mara­dona Kákasus­fjallanna stal senunni

Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis.

Fótbolti