Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi sagði Stroppa að stoppa

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og nú eigandi knattspyrnufélagsins Monza, var ekki lengi að missa þolinmæðina og rak Giovanni Stroppa úr starfi þjálfara liðsins, þó að tímabilið í ítölsku A-deildinni sé svo til nýhafið.

Fótbolti
Fréttamynd

Reggístrákarnir sem bíða Heimis

Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir að taka við Jamaíku

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum miklu betri“

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Dybala kom Roma aftur á sigur­braut

Roma lagði Empoli 2-1 í eina leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Rómverjar þurftu nauðsynlega á sigrinum að halda eftir neyðarlegt tap gegn Udinese í síðustu umferð og Ludogorets í Evrópudeildinni í kjölfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sarri aftur í veseni | Sendi andstæðingnum puttann

Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, gæti verið í veseni hjá ítölskum fótboltayfirvöldum aðra vikuna í röð eftir leik liðsins við Hellas Verona um helgina. Síðustu helgi kvaðst hann búast við að lögfræðingur sinn yrði í yfirvinnu í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefur vantað sjálfstraust“

Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skarð fyrir skildi hjá súrum Stjörnumönnum

Stjarnan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið tapaði fyrir KR í gær og hefur tapað fimm leikjum í röð. Nú er ljóst að liðið verður án síns helsta framherja það sem eftir lifir leiktíðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er enginn að verja Ingvar“

Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað

Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

Fótbolti