Carra: Leeds leikurinn nú kannski mikilvægari fyrir Liverpool en úrslitaleikurinn Þetta er stór vika fyrir Liverpool á heimavígstöðvunum. Deildarleikur á Anfield á miðvikudagskvöldið og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Eftir úrslit helgarinnar er deildarleikurinn orðinn stærri en áður. Enski boltinn 21. febrúar 2022 09:01
Roy Keane hefur ekki áhyggjur af Man Utd eftir gærdaginn Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur verið óhræddur við að gagnrýna sitt gamla félag í starfi sínu sem fótboltasérfræðingur í sjónvarpi en hann var frekar jákvæður eftir sigur United á Leeds í gær. Enski boltinn 21. febrúar 2022 08:01
Wilshere heillaðist af leikstíl AGF Það vakti heimsathygli í gær þegar tilkynnt var um samning enska knattspyrnumannsins Jack Wilshere við danska úrvalsdeildarliðið AGF í Árósum. Fótbolti 21. febrúar 2022 07:00
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-2 | Tryggðu sér úrslitaleik og halda taki á Tékkum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í SheBelieves Cup í Bandaríkjunum og mætir því heimakonum í úrslitaleik aðfaranótt fimmtudags. Fótbolti 21. febrúar 2022 01:00
Maguire: Ég skammast mín fyrir þetta Eftir langa bið skoraði Manchester United loksins mark eftir hornspyrnu þegar liðið bar sigurorð af erkifjendum sínum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 20. febrúar 2022 23:01
Byrjunarlið Íslands gegn Tékklandi - Tíu breytingar frá fyrsta leik Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Tékklandi í kvöld á SheBelievesCup sem fram fer í Bandaríkjunum þessa dagana. Fótbolti 20. febrúar 2022 22:07
Skoraði þrennu af sjálfsmörkum í fyrri hálfleik Hreint ótrúleg atburðarás átti sér stað í leik Bandaríkjanna og Nýja Sjálands sem nú stendur yfir á SheBelievesCup í fótbolta. Fótbolti 20. febrúar 2022 21:32
Tvennu Aubameyang breytt í þrennu Góður dagur hjá Pierre-Emerick Aubameyang varð enn betri nú undir kvöld þegar eitt mark til viðbótar var skráð á kappann. Fótbolti 20. febrúar 2022 20:47
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK eru að missa Ögmund Kristinsson og félaga í Olympiakos langt frá sér í baráttunni um gríska meistaratitilinn. Fótbolti 20. febrúar 2022 19:34
Enginn Íslendingur með í fyrsta leik FCK eftir vetrarfrí Íslendingalið FCK í Danmörku stóð ekki undir nafni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem enginn íslensku leikmanna liðsins var í leikmannahópnum. Fótbolti 20. febrúar 2022 19:03
Úlfarnir lögðu Leicester að velli Wolverhampton Wanderers skellti Leicester City í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 20. febrúar 2022 18:38
Jack Wilshere orðinn liðsfélagi Jóns Dags og Mikaels Danska úrvalsdeildarliðið AGF í Árósum hefur gengið frá samningum við enska knattspyrnumanninn Jack Wilshere. Fótbolti 20. febrúar 2022 18:28
Aubameyang hlóð í tvennu í fyrsta byrjunarliðsleiknum í La Liga Pierre-Emerick Aubameyang stimplaði sig inn af krafti í spænsku úrvalsdeildina í dag þegar Barcelona sótti Valencia heim og vann stórsigur. Fótbolti 20. febrúar 2022 17:10
Þórir og félagar lyftu sér á toppinn Þórir Helgason og félagar hans í Lecce lyftur sér á topp ítölsku B-deildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn Crotone í dag. Fótbolti 20. febrúar 2022 16:28
United hafði betur gegn fornum fjendum í sex marka leik Manchester United vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið heimsótti forna fjendur í Leeds á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 20. febrúar 2022 16:09
Albert lék allan leikinn er Genoa tók stig í fallbaráttuslag Albert Guðmundsson lék allan leikinn í fremstu víglínu þegar Íslendingaliðin Venezia og Genoa áttust við í fallbaráttuslag í ítöslku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 1-1, en Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Venezia vegna meiðsla. Fótbolti 20. febrúar 2022 15:54
Fjórir leikir í röð án sigurs hjá Elíasi og félögum Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland þurftu að sætta sig við enn eitt tapið er liðið tók á móti Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 0-2, en Elías og félagar sitja enn á toppnum. Fótbolti 20. febrúar 2022 15:00
KR-ingar völtuðu yfir Vestra KR-ingar unnu afar sannfærandi 6-1 sigur gegn Vestra er liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í dag. Íslenski boltinn 20. febrúar 2022 13:41
Birkir kom inn af varamannabekknum og skoraði Birkir Bjarnason skoraði annað mark Adana Demirspor er liðið vann 3-0 útisigur gegn Gaziantep í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 20. febrúar 2022 13:24
Kennir loftræstingunni í flugvélinni um slæma frammistöðu Eftir að Chelsea tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða um síðustu helgi var liðið ekki sannfærandi í 1-0 sigri sínum gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, telur sig þó vera með skýringu á því. Enski boltinn 20. febrúar 2022 12:31
Stelpurnar í Þrótti fengu gjöf frá CrossFit-stjörnum Fyrir tíu dögum varð Þróttur R. Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem vakti kannski mesta athygli við sigurinn var þó að enginn var mættur til að veita stelpunum verðlaun, en CrossFit-stjörnurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir færðu stelpunum gjöf í gær. Íslenski boltinn 20. febrúar 2022 11:45
Kvartaði í dómaranum yfir Wood sem mjálmaði á Zouma Craig Dawson, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, mun hafa kvertað í dómara leiksins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær vegna þess að framherji Newcastle, Chris Wood, mjálmaði ítrekað á Kurt Zouma. Enski boltinn 20. febrúar 2022 11:00
Engir tveir búið til fleiri mörk fyrir hvor annan en Kane og Son Harry Kane og Heung-Min Son hafa verið eitt eitraðasta framherjapar ensku úrvalsdeildarinnar á seinustu árum. Félagarnir hafa nú búið til 36 mörk fyrir hvor annan í deildinni. Enski boltinn 20. febrúar 2022 09:23
Conte: Þú þarft fullkominn leik til þess að vinna City Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, var stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn frábæra gegn Manchester City í dag. Fótbolti 19. febrúar 2022 23:00
Þægilegur sigur Real Madrid á Alaves Eftir markalausan fyrri hálfleik þá vann topplið Real Madrid þægilegan 3-0 sigur á Alaves á heimavelli í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni, la Liga. Fótbolti 19. febrúar 2022 22:00
AC Milan missteig sig gegn botnliðinu Topplið AC Milan mætti í heimsókn til Campanahéraðs til þess að etja kappi við heimamenn í Salernitana í kvöld í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Eftir að hafa lent undir seint í leiknum tókst AC Milan að knýja fram jafntefli. Lokatölur í Salerno, 2-2. Fótbolti 19. febrúar 2022 21:45
Guardiola: Tottenham er með frábæra sóknarmenn Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins fyrir Tottenham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sparaði þó ekki hrósið þegar kom að sóknarmönnum Tottenham. Fótbolti 19. febrúar 2022 21:01
Harry hetja Tottenham í sigri á Etihad Það var boðið upp á alvöru dramatík í dag þegar að meistarar Manchester City fengu Tottenham í heimsókn á Etihad völlinn í Lundúnum. Eftir mörg VAR augnablik og fimm mörk þá stóðu gestirnir uppi sem sigurvegarar, 2-3, í frábærum leik. Enski boltinn 19. febrúar 2022 19:30
KA og FH skildu jöfn í Lengjubikarnum KA og FH áttust við í Boganum á Akureyri í dag í Lengjubikar karla. KA komst yfir snemma í síðari hálfleik en FH tókst að jafna nokkrum mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 19. febrúar 2022 19:00
Klopp: Nýjar hetjur í hverri viku Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum kátur í leikslok eftir sigur sinna manna á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þjóðverjinn hafði á orði hversu mikilvægt það sé að fá framlag úr mörgum áttum, Fótbolti 19. febrúar 2022 18:31