Fyrirliði Freys missti eiginkonu sína Marcel Römer, fyrirliði danska knattspyrnufélagsins Lyngby, er kominn í leyfi um óákveðinn tíma eftir að eiginkona hans, Cecilie, lést á mánudaginn. Fótbolti 3. mars 2022 12:00
Landeigandinn Jim Radcliffe hefur áhuga á að kaupa Chelsea Ríkasti maður Bretlands, Sir Jim Radcliffe, er meðal þeirra sem vilja kaupa enska úrvalsdeildarliðið Chelsea. Enski boltinn 3. mars 2022 10:30
Fyrirliði fótboltaliðs Stanford-háskóla fannst látin aðeins 22 ára gömul Katie Meyer, markvörður og fyrirliði fótboltaliðs Stanford í bandaríska háskólafótboltanum, er látin og hefur fráfall hennar verið mikið áfall fyrir alla sem þekktu til hennar. Fótbolti 3. mars 2022 10:01
Tveir ungir úkraínskir fótboltamenn létust í stríðinu Tveir úkraínskir fótboltamenn hafa látist í stríðinu þar í landi. Leikmannasamtökin FIFPRO greina frá þessu. Fótbolti 3. mars 2022 07:31
Leikmaður Everton segir fyrirliða Rússa vera þögla tík Vitaliy Mykolenko, úkraínskur leikmaður Everton, sendi rússneska landsliðinu tóninn í ansi berorðri færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann skammaði leikmenn þess fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrás Rússa í Úkraínu. Enski boltinn 3. mars 2022 07:08
Afturelding sótti jafntefli í Keflavík Keflavík og Afturelding skildu jöfn í hörku leik í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ í kvöld, 2-2. Leikurinn var í riðli 2 í Lengjubikar kvenna. Fótbolti 2. mars 2022 23:00
Valencia áfram í úrslit Copa Del Rey Valencia er komið áfram í úrslitaleik Copa Del Rey á Spáni eftir 1-0 sigur á Athletic Bilbao í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fótbolti 2. mars 2022 22:46
Fiorentina skoraði sigurmark Juventus Juventus er í vænlegri stöðu eftir fyrri leik undanúrslita í ítalska bikarnum, Coppa Italia. Fótbolti 2. mars 2022 22:30
Liverpool áfram í átta liða úrslit FA bikarsins Mohamed Salah fékk hvíld í 2-1 sigri Liverpool á Norwich í enska FA bikarnum í kvöld Fótbolti 2. mars 2022 22:00
Chelsea og Southampton áfram í 8-liða úrslit FA bikarsins Southampton vann öruggan 3-1 sigur á West Ham á meðan Chelsea var í basli með Luton Town. Fótbolti 2. mars 2022 21:45
Patrik með þrennu fyrir Keflavík í Lengjubikarnum | Valur vann HK Nýjasta viðbót Keflavíkur, Færeyingurinn Patrik Johannsen gerði þrennu í stórsigri Keflavíkur á Aftureldingu. Valur vann HK á meðan Fylkir og KA deildu stigunum. Fótbolti 2. mars 2022 20:30
Þórir og Hjörtur léku báðir í sigri Þórir Jóhann Helgason og Hjörtur Hermannsson eru báðir í toppbaráttu Serie B á Ítalíu. Þeir fengu hvor um sig mínútur í sigurleikjum í kvöld. Fótbolti 2. mars 2022 19:45
Sveindís lagði upp fyrir Wolfsburg í bikarnum Wolfsburg er komið áfram í undanúrslit þýska DFB-Pokal bikarsins. Fótbolti 2. mars 2022 19:15
Abramovich staðfestir að hann vilji selja Chelsea Chelsea og Roman Abramovich voru rétt í þessu að gefa út tilkynningu þess efnis að rússneski auðkýfingurinn hygðist selja félagið. Enski boltinn 2. mars 2022 18:55
Fyndnar dæmisögur um áhrif fótboltastjarnanna á ungt knattspyrnufólk Enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin eru vinsælustu fótboltadeildir í heimi og þar eru líka augu unga knattspyrnufólksins eins og hins almenna knattspyrnuáhugamanns. Enski boltinn 2. mars 2022 14:31
Gerrard, Eiður og Messi nefndir í verstu skiptingum sögunnar Í tilefni innkomu Kepa Arrizabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta fóru strákarnir í Þungavigtinni yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar. Fótbolti 2. mars 2022 14:00
„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“ „Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því. Fótbolti 2. mars 2022 12:00
Ágúst Orri til sænsku meistaranna Knattspyrnumaðurinn ungi Ágúst Orri Þorsteinsson er genginn í raðir sænsku meistaranna í Malmö og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við félagið. Íslenski boltinn 2. mars 2022 11:45
Tuchel lýsir kvölum Chalobahs: „Emjaði af sársauka“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Trevoh Chalobah hafi verið mjög kvalinn eftir brot Nabys Keïta á honum í úrslitaleik deildabikarsins gegn Liverpool. Enski boltinn 2. mars 2022 11:31
Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum „Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar. Fótbolti 2. mars 2022 09:00
Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. Enski boltinn 2. mars 2022 07:31
„Galið“ að hugsa um fernuna á þessum tímapunkti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það sé algjörlega galin hugsun að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti tímabilsins hvort að liðið geti unnið fernuna. Enski boltinn 2. mars 2022 07:00
Conte: „Middlesbrough átti skilið að fara áfram“ Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í framlengingu í FA-bikarnum gegn B-deildarliðið Middlesbrough í kvöld. Enski boltinn 1. mars 2022 23:14
Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. Enski boltinn 1. mars 2022 22:26
Crystal Palace í átta liða úrslit eftir sigur gegn Stoke Crystal Palace tryggði sér sæti í átta liða úrslitum FA-bikarsins með 2-1 sigri gegn B-deildarliði Stoke City. Enski boltinn 1. mars 2022 22:03
Mílanóliðin fara jöfn í seinni leikinn Mílanóliðin AC Milan og Inter gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia í kvöld. Fótbolti 1. mars 2022 21:54
Maddison og Vardy komu Leicester aftur á sigurbraut James Maddison og Jamie Vardy sáu um markaskorun Leicester þegar liðið vann 2-0 útisigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 1. mars 2022 21:37
Breiðablik snéri taflinu við gegn Fjölni Breiðablik vann 4-2 sigur gegn Lengjudeildarliði Fjölnis í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld eftir að hafa lent tvisvar sinnum undir í leiknum. Íslenski boltinn 1. mars 2022 21:09
Englandsmeistararnir fyrstir til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Manchester City varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum FA-bikarsins með 2-0 sigri gegn B-deildarliði Peterborough United. Enski boltinn 1. mars 2022 21:04
Tuchel: „Ég er ekki stjórnmálamaður“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, minnti fjölmiðlafólk á blaðamannafundi fyrir leik liðsins í FA-bikarnum á morgun á það að hann er ekki stjórnmálamaður og bað um leið um að spurningum um stríðið í Úkraínu yrði hætt. Enski boltinn 1. mars 2022 19:00