Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Man. Utd. og Chelsea mætast ekki í undanúrslitum

    Draumaúrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er ennþá mögulegur eftir að ljóst var að þessi tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar drógust ekki gegn hvort öðru í undanúrslitum. Blackburn mætir sigurvegaranum úr viðureign Chelsea og Tottenham og Watford mætir annaðhvort Man. Utd. eða Middlesbrough.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho: Yrði heiður að þjálfa Real Madrid

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það væri mikill heiður fyrir sig ef hann fengi einhverntímann að þjálfa stórlið Real Madrid á Spáni. Framtíð portúgalska þjálfarans hjá Chelsea hefur verið mikil til umræðu síðustu vikur og segja margir að leið hans liggi til Spánar fari svo að hann verði látinn fara frá Chelsea.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Barcelona vill fá Robben

    Forráðamenn Barcelona eru sagðir vera að undirbúa tilboð í hollenska vængmanninn Arjen Robben frá Chelsea. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Barcelona búið að gefa upp vonina á að fá Cristiano Ronaldo frá Man. Utd. og hefur félagið því snúið sér að Robben, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á tímabilinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho í klípu

    Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea neitar að hafa viðhaft ósæmilegt orðbragð við Mike Riley dómara í leik Chelsea og Tottenham í gær. Mourinho á að hafa sagt „hórusonur“ þegar hann var á leið til búningsherbergja í hálfleik. Knattspyrnustjórinn neitar að hafa beint orðum sínum að dómaranum en ekki fór á milli mála að Mourinho mislíkaðir margar ákvarðanir Rileys. Knattspyrnustjórinn segir í samtali við enska fjölmiðla að hann beiti þessu tungutaki mörgum sinnum bæði á æfingum og í leikjum. Enska knattspyrnusambandið á væntanlega eftir að krefjast skýrslu um málið og hugsanlega refsað knattspyrnustjóranum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho spilar fótbolta með syni sínum og vinum hans

    Það skemmtilegasta sem Jose Mourinho gerir er ekki að vinna titla með Chelsea. Hann fær mesta ánægju af því að spila fótbolta með syni sínum og vinum hans, en það gera þeir vikulega á heimili portúgölsku fjölskyldunnar í London. Skemmst er frá því að segja að sonurinn vill ekki vera með pabba sínum í liði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Watford í undanúrslit

    Watford varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar það bar sigurorð af 1. deildarliði Plymouth á útivelli. Fyrr í dag hafði Blackburn tryggt sig áfram en Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast að nýju, líkt og Chelsea og Tottenham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ballack veit að hann getur betur

    Michael Ballack, hinn þýski miðvallarleikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi ekki verið upp á sitt besta á sínu fyrsta tímabili í England. Miklar væntingar voru gerðar til Ballack eftir að hann gekk í raðir Chelsea frá Bayern Munchen síðasta sumar – væntingar sem hann hefur engan veginn náð að standa undir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Blackburn í undanúrslit

    Blackburn tryggði sér í dag þáttökurétt í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að leggja Manchester City af velli á heimavelli sínum, 2-0. Aaron Moekena og Matt Derbyshire skorurðu mörk heimamanna sem spiluðu vel og áttu sigurinn fyllilega skilinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Carragher segir að Benitez fari ekki fet

    Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er sannfærður um að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez sé kominn til að vera á Anfield, þrátt fyrir endalausar vangaveltur um að hann sé á förum til Real Madrid. Carragher segir í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool að Benitez sé einn besti þjálfari heims.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jol og Mourinho kvíða fyrir síðari leiknum

    Martin Jol og Jose Mourinho, knattspyrnustjórar Tottenham og Chelsea, hlakkar ekki mikið til síðari leiks liðanna í ensku bikarkeppninni á mánudag í næstu viku en þá þurfa liðin að mætast öðru sinni eftir 3-3 jafnteflið á Stamford Bridge í dag. Þjálfararnir segja álagið á leikmönnum sínum vera með ólíkindum þessa dagana.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger fær 20 milljónir punda í sumar

    Arsene Wenger hefur verið lofað veglegri summu til að fá nýja leikmenn til Arsenal í sumar og mun sú upphæð ekki minnka neitt þrátt fyrir að félagið verði af umtalsverðum tekjum með því að vera þegar fallið úr leik í Meistaradeildinni. Talið er að upphæðin sem Wenger fái sé um 20 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Joe Cole ætlar að spila gegn Valencia

    Enski miðjumaðurinn Joe Cole hefur lofað stjóra sínum Jose Mourinho að vera orðinn klár í slaginn þegar Chelsea mætir Valencia í Meistaradeild Evrópu í næsta mánuði. Cole hefur verið frá æfingum og keppni stærstan hluta tímabilsins vegna álagsmeiðsla í fæti og gekkst nýverið undir aðgerð til að fá bót meina sinna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea náði að knýja fram annan leik

    Leikmenn Chelsea sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik og tryggja sér þannig 3-3 jafntefli gegn Tottenham á Stamford Bridge í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að eigast við að nýju á White Hart Line, og fer sá leikur fram þann 19. mars næstkomandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leikmenn Chelsea steinrunnir í fyrri hálfleik

    Útlitið er ekki bjart fyrir Jose Mourinho og lærisveina hans hjá Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-1, gestunum frá Tottenham í vil, en varnarleikur heimamanna minnir helst á rygðað gatasigti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enska knattspyrnusambandið fær lyklavöld að nýjum Wembley

    Forráðamenn Multiplex, helsta byggingarverktaka hins nýja Wembley-leikvangs í London, hafa afhent fulltrúum enska knattspyrnusambandsins lykla að vellinum, en um er að ræða táknræna athöfn sem margar endalok framkvæmda við leikvanginn. Þó er ekki víst að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fari fram á vellinum í maí eins og vonir höfðu verið bundnar við.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Middlesbrough og Man. Utd. þurfa að mætast öðru sinni

    Middlesbrough og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik á Riverside nú undir kvöld en liðin áttust við í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Úrslitin þýða að liðin verða að eigast við öðru sinni, þá á heimavelli Old Trafford, til að skera úr um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jol ætlar að vinna titla með Tottenham

    Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo

    Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði

    "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leiktímabilinu lokið hjá Henry

    Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry leikur ekki meira með enska liðinu Arsenal á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann hefði meiðst á nára og í magavöðvum í leik gegn PEV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Crouch í nefaðgerð

    Peter Crouch, leikmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð vegna nefbrots sem hann hlaut í sigurleik gegn Sheffield United fyrir tæpum tveim vikum og missir því að landsleikjum Englands gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dwight Yorke hættur með landsliðinu

    Framherjinn skæði Dwight Yorke hjá Trinidad og Tobago hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Yorke er 35 ára gamall og var fyrirliði þess þegar það vann sér óvænt sæti á HM í sumar. Yorke segist ætla að einbeita sér að því að spila með liði Sunderland í vetur þar sem stefnan er sett á að komast í úrvalsdeildina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Beckham spáir þrennu hjá Manchester United

    David Beckham hjá Real Madrid segir að fyrrum félagar hans í Manchester United hafi það sem til þarf til að endurtaka þrennuna glæsilegu frá því árið 1999 þegar liðið vann sigur í deild, bikar og Meistaradeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    David Platt: Kampavínsbolti Arsenal skilar ekki titlum

    Fyrrum landsliðsmaðurinn David Platt segir að þó Arsenal spili fallega og skemmtilega knattspyrnu, verði liðið að fórna hluta af þeirri stefnu sinni ef það ætli sér að vinna fleiri titla. Hann segir liðið líka skorta markaskorara við hlið Thierry Henry.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lucas Neill: Allt í sóma hjá West Ham

    Ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill segir ekkert til í fréttaflutningi undanfarið sem lýst hefur upplausn í herbúðum West Ham. Neill segir að það eina sem skorti í liðið sé sjálfstraust, því margir af leikmönnum liðsins séu ungir og óreyndir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo í viðræðum við United

    Portúgalinn Cristiano Ronaldo er kominn í viðræður við Manchester United um framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta upplýsti hann í samtali við útvarpsstöð í heimalandi sínu. Ronaldo heldur því enn fram að hann vilji spila á Spáni.

    Enski boltinn