Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Keane segir framtíðina óráðna

    Roy Keane stjóri Sunderland segir óvissu ríkja með framtíð sína í stjórastólnum. Röð skelfilegra varnarmistaka varð til þess að liðið steinlá 4-1 heima fyrir Bolton í dag og er nú komið á fallsvæðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Heiðar lék sinn fyrsta leik fyrir QPR

    Heiðar Helguson spilaði sinn fyrsta leik fyrir QPR í ensku B-deildinni í dag þegar hann kom inn sem varamaður í hálfleik í markalausu jafntefli liðsins á útivelli gegn Crystal Palace.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bolton burstaði Sunderland

    Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton vann nokkuð óvæntan 4-1 stórsigur á Sunderland á útivelli þar sem Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði gestanna og átti stóran þátt í einu markanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu ár frá fyrsta leik Gerrard

    Á morgun verða liðin tíu ár frá því að Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool. Hann segist vilja fagna áfanganum með því að verða enskur meistari með félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kinnear stýrir Newcastle til vors

    Joe Kinnear er búinn að skrifa undir samning við stjórn Newcastle um að stýra liðinu til loka leiktíðar. Hann hefur verið settur stjóri Newcastle síðan Kevin Keegan hætti í september.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aðsókn minnkar á Englandi

    Áhorfendum á leikjum í ensku úrvalsdeldinni hefur fækkað um hátt í þúsund að meðaltali á hvern leik á þessari leiktíð samkvæmt úttekt Daily Telegraph.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Torres frá í 2-3 vikur

    Fernando Torres og Fabio Aurelio verða frá næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik Liverpool gegn Marseille í gær.

    Enski boltinn