Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Einum sigri frá titlinum

    Valsstúlkur eru aðeins einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í 15 ár eftir 6–0 sigur á Fjölni á Hlíðarenda í gær. Valsliðið getur tryggt sér titilinn með sigri í síðasta heimaleik sínum sem er gegn Breiðabliki eftir tólf daga.

    Sport
    Fréttamynd

    Þrenna Olgu í 7-0 sigri ÍBV

    ÍBV vann sjötta heimaleik sinn í röð í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. Að þessu sinni unnu þær lið Þór/KA/KS 7-0 en ÍBV-liðið hefur skorað 7,7 mörk að meðaltali í leik á Hásteinsvellinum í sumar, minnst 6 mörk og mest 11 mörk. Olga Færseth skoraði þrennu í leiknum og hefur skorað í öllum 15 leikjum sínum á Hásteinsvellinum.

    Sport
    Fréttamynd

    Allt óbreytt í kvennadeildinni

    Efstu liðin unnu öll í 11. umferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gær og staðan breyttist ekkert í deildinni, hvorki á toppi né botni. Valskonur halda áfram fimm stiga forskoti og botnbaráttan er enn í einum hnút.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjórir leikir hjá konunum

    Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA/KS fær efsta liðið Val í heimsókn á Akureyri, Stjarnan tekur á móti ÍBV, Fjölnir og Breiðablik eigast við og KR og FH. Leikirnir hefjast klukkan 19.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur styrkir stöðu sína

    Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna.

    Sport
    Fréttamynd

    Olga skoraði fjögur gegn KR

    Olga Færseth fór á kostum gegn sínum fyrrum félögum í KR í kvöld er þær heimsóttu hana til Eyja. Hún skoraði fjögur mörk og lagði grunninn að 6-2 sigri Eyjastúlkna.

    Sport
    Fréttamynd

    Stórsigur Breiðabliks á Akureyri

    Blikastúlkur gerðu góða ferð til Akureyrar þegar þær lögðu stöllur sínar í Þór/KA/KS, 8-0, í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Fjölnis

    Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna í kvöld þegar þær lögðu Stjörnustúlkur, 1-0, í Garðabæ.

    Sport
    Fréttamynd

    Verðlaunafé jafnað

    KSÍ hefur fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands ákveðið að jafna verðlaunafé í Landsbankadeildum karla og kvenna en KSÍ hefur legið undir ámæli vegna þessa. Íslandsmeistarar í Landsbankadeild karla fengu eina milljón króna en Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna 300.000 kr.

    Sport
    Fréttamynd

    Stórsigur ÍBV á FH

    ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Laufey bjargaði stiginu fyrir Val

    KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Loksins Eyjasigur á útivelli

    Eyjakonur unnu loksins sigur á útivelli í Landsbankadeild kvenna þegar þær sóttu þrjú stig á Kópavogsvöllinn. ÍBV vann leikinn 4–0 með tveimur mörkum frá bæði Margréti Láru Viðarsdóttur og Olgu Færseth en Margrét Lára hefur þar með skorað 14 mörk í fimm leikjum gegn Blikum á tímabilinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur haldur sigurgöngunni áfram

    Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3.

    Sport
    Fréttamynd

    Þrír leikir hjá konunum

    Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur, sem eru í efsta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir með 21 stig og fimm stiga forskot á næsta lið, taka á móti FH sem er í næst neðsta sæti með 4 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur, ÍBV og KR komin áfram

    Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. </font /></b />

    Sport
    Fréttamynd

    Lind skoraði tvö mörk í sigri FH

    Lind Hrafnsdóttir var hetja FH-stúlkna í kvöld þegar hún tryggði liðinu sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Stjörnunnar

    Stjarnan bar sigurorð af Breiðablik, 3-2, í Landsbankadeild kvenna í kvöld og var þetta fyrsti sigur Stjörnustúlka á tímabilinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Hólmfríður með fernu á Akureyri

    Það var algjör einstefna á Akureyri er KR heimsótti Þór/KS/KS. Stúlkurnar úr Vesturbænum keyrðu yfir stöllur sínar frá Akureyri og skoruðu níu mörk. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fjögur og er því orðin markahæst í deildinni með 12 mörk en hún hefur einnig lagt upp flest mörk allra.

    Sport
    Fréttamynd

    Valskonur að stinga af á toppnum

    Valsstúlkur hafa náð sjö stiga forystu á ÍBV og fimm stiga forskoti á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 3–1 sigur á ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Hlíðarenda í gær. Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Valsliðsins varði frábærlega í leiknum og Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö marka liðsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Sex mörk ÍBV í fyrri hálfleik

    Eyjastelpur héldu áfram markaveislu sinni á heimavelli sínum við Hástein. ÍBV-liðið hefur spilað fjóra leiki og unnið þá með markatölunni, 33–1.  ÍBV-liðið er nú fjórum stigum á eftir Val sem er á toppnum en næsti leikur er stórleikur liðanna á Hlíðarenda næstkomandi mánudag.

    Sport
    Fréttamynd

    Tvennur frá Hólmfríði og Guðlaugu

    KR-konur unnu sinn þriðja leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þær unnu Stjörnuna, 5–1 á KR-vellinum í kvöld.  Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir skoruðu báðir tvö mörk auk þess að leggja upp eitt fyrir hvora aðra.

    Sport
    Fréttamynd

    Hólmfríður leggur upp flest mörk

    KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir er þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu með sex mörk en enginn leikmaður deildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk en hún í fyrstu fimm umferðunum. Hólmfríður hefur alls átt sjö stoðsendingar, allar í tveimur síðustu sigurleikjum KR sem liðið hefur unnið með markatölunnni 15-3. 

    Sport
    Fréttamynd

    Sigrún ÓIöf með stjörnuleik

    FH náði sínu fyrsta stigi í sumar í Landsbankadeild kvenna með því að gera 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabær í gær. Það voru reyndar Stjörnustúlkur sem voru heppnar að ná í stig því Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði leikinn fyrir þær á 87. mínútu. Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, markvörður FH, átti stjörnuleik og varði meðal annars víti.

    Sport
    Fréttamynd

    Fimmti sigur Valsstelpna í röð

    Valsstelpur ætla ekkert að gefa eftir á toppi Landsbankadeildar kvenna en liðið vann sinn fimmta sigur í röð á Fjölnisvellinum í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og Dóra María Lárusdóttir bæði skoraði og lagði upp mark í 0-3 sigri Vals sem hefur fjögurra stiga forskot á ÍBV á toppnum.

    Sport
    Fréttamynd

    KR upp fyrir Breiðablik í 3. sætið

    KR-konur komust upp fyrir Breiðablik í 3. sæti Landsbankadeild kvenna með 4-1 sigri í innbyrðisleik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. KR er nú með tíu stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals en einu stigi á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Fjórir leikmenn Íslandsmeistaranna voru á skotskónum í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Erna Dögg jafnaði á 90. mínútu

    Erna Dögg Sigurjónsdóttir tryggði ÍBV 1-1 jafntefli gegn sameiginlegu liði Þórs/KA/KS í fyrsta leik 5. umferðar Landsbankadeildar kvenna í dag en hún jafnaði leikinn á 90. mínútu þegar stefndi í ein óvæntustu úrslitin í deildinni í mörg ár.

    Sport
    Fréttamynd

    100% nýting hjá Þór/KA/KS

    Eyjastúlkur riðu ekki feitum hesti frá Akureyri þegar þær mættu Þór/KA/KS í gær.  Heimastúlkur komust yfir í lok fyrri hálfleiks með marki Laufeyjar Björnsdóttur og héldu því þar til 93 mínútur voru komnar á vallarklukkuna en þá jafnaði Erna Dögg Sigurjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu frá Olgu Færseth við vítateigslínuna.

    Sport