Neðri Þjórsá - áhrif virkjana á fiskistofna Hörður Arnarson skrifar 29. mars 2012 06:00 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun