Munið þið hana mömmu mína Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2012 09:32 Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. Ég féll sjálf í gryfjuna, án þess að gera mér ljósa grein fyrir því þar sem ég ákvað strax að gera alls ekkert leyndarmál úr því hvernig hún kvaddi. Það varð samt þannig að dauði hennar var ekki tabú, heldur hún og lífið hennar. Í dágóðan tíma minntist ég ekki á mömmu. Það talaði enginn um hana, ekki við mig í það minnsta. Hún varð að einhverri óþægilegri þögn og samúðarfullu augnaráði sem tók mig tíma að verða ekki reið yfir. Ég upplifði mig sem dóttur konunnar sem framdi sjálfsmorð og fannst ég dæmd og hræddist að eiga erfitt uppdráttar í kúli með þessa sögu sem allt í einu skilgreindi ekki bara hana heldur mig líka. Ég hef lært að aðgreina meðaumkun frá samúð. Fólk vill almennt vel en stundum vitum við ekki hvernig við eigum að haga okkur. Sennilega er heldur ekkert eitt rétt í þeim efnum. Það var skrýtin stund þegar ég áttaði mig á gryfjunni minni. Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Þarna hátt í þremur árum frá dauða mömmu leið mér eins og ég hefði verði slegin utan undir með þessari indælu athugasemd. Ég held að utan minna nánustu hafi hreinlega enginn sagt eitthvað svona fallegt um mömmu við mig, svona átakalaust og eðlilega. Það varð opinberun inni í mér. Ég skyldi minnast hennar fyrir lífið en ekki dauðann. Ég byrjaði þarna að tala um hana aftur. Fyrst var það oft vandræðalegt og ég var hreinlega ryðguð í að tala um hana og líka þegar ég fór að tala um hana eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi (sem það er) þá brá fólki oft og ekki ég heldur hinir urðu vandræðalegir. Það gerist stundum enn og það er allt í lagi. Það er allt í lagi því ég geri mér grein fyrir að fyrir sumum er ég hreinlega að brjóta niður múra, að tala um konu sem framdi sjálfsmorð eins og hún hafi ekki eytt öllu lífi sínu í eymd og volæði, heldur eins og konu, sem hreinlega er ekki frábrugðin öðru fólki. Svona eins og snjókornin, öll eru þau jú snjókorn en hvert um sig töfrandi einstaklingur - það á líka við um fólk sem velur sjálft að deyja. Mamma var enginn dýrlingur. Frekar en nokkur annar. Ég er búin að lifa nógu lengi til að gera mér grein fyrir að það á ekki við um fólk. Ekki einu sinni Nelson Mandela. Við erum fólk; breysk og mannleg, sífellt að reyna að ná tökum á leiknum sem lífið er. Allir eiga sínar sterku og veiku hliðar í þeim leik. Mamma hefði sennilega fengið hláturskast ef einhver hefði innt að því við hana í lifanda lífi að hún væri slíkur. Ég get samt sagt ykkur að hún mamma mín var verulega góð kona, ég er líka búin að lifa nógu lengi til að átta mig á því. Hún var blíð og góð og skemmtileg. Mamma var mikil handverkskona og blessunarlega á ég dásamlega fallega hluti eftir hana sem minna mig reglulega á hana. Ég vildi ekki vera án þessara fallegu minnisvarða þó það séu stærri hlutir sem verða ekki vegnir eða mældir sem minna mig enn frekar á hana. Eins og hlýjan og blíðan sem hún arfleiddi mig að, sem og gleðin og þessi eilífa árátta til að sjá ljósu punktana í tilverunni. Mamma kenndi mér að leggja rækt við innistæðuna, að við ættum stóra hluti inn í okkur en ekki í kringum okkur. Mamma elskaði mig undurheitt, það fékk ég að vita, sem mér skilst að sé hreint ekki sjálfsagt. Mamma var svo stolt af hversdagslegum afrekum mínum að ég gat heyrt röddina brotna upp af stolti þegar hún talaði um það. Mömmu fannst ég líka góð og allra góðra gjalda verð. Ekki afþví ég átti svo flotta dragt eða töff sófasett heldur afþví að hún elskaði mig heitt fyrir það eitt hvaða manneskju ég hef að geyma og fannst ég frábær. Orð geta ekki lýst hversu stór þessi fjársjóður er sem hún gaf mér einfaldlega með ást sinni og hlýju og færni hennar í að gefa af sér. Mamma átti lifandis býsn af ljósi en hún átti líka dágóða summu af myrkri, sem smátt og smátt breiddi sig yfir líf hennar líkt og þegar tússlit er tyllt á servéttu. Hún valdi að deyja. Ég er í ferli að setja myrkrið hennar í sköpun líka, en í dag vil ég mæra hana fyrir ljósið - ljósið sem lifir og mun lýsa mér um ókomin ár - syni mínum líka þó hann hafi ekki hitt hana. Hann fær að heyra um Sjöfn ömmu engil, sem var góð kona. Í dag 19.mars hefði mamma orðið sextug, ég mun fagna lífi hennar í dag og gleðjast yfir því að hafa fengið hana og enga aðra að móður, því eins og góður maður sagði mér þá var hún frábær! Anna Sigríður Ólafsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. Ég féll sjálf í gryfjuna, án þess að gera mér ljósa grein fyrir því þar sem ég ákvað strax að gera alls ekkert leyndarmál úr því hvernig hún kvaddi. Það varð samt þannig að dauði hennar var ekki tabú, heldur hún og lífið hennar. Í dágóðan tíma minntist ég ekki á mömmu. Það talaði enginn um hana, ekki við mig í það minnsta. Hún varð að einhverri óþægilegri þögn og samúðarfullu augnaráði sem tók mig tíma að verða ekki reið yfir. Ég upplifði mig sem dóttur konunnar sem framdi sjálfsmorð og fannst ég dæmd og hræddist að eiga erfitt uppdráttar í kúli með þessa sögu sem allt í einu skilgreindi ekki bara hana heldur mig líka. Ég hef lært að aðgreina meðaumkun frá samúð. Fólk vill almennt vel en stundum vitum við ekki hvernig við eigum að haga okkur. Sennilega er heldur ekkert eitt rétt í þeim efnum. Það var skrýtin stund þegar ég áttaði mig á gryfjunni minni. Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Þarna hátt í þremur árum frá dauða mömmu leið mér eins og ég hefði verði slegin utan undir með þessari indælu athugasemd. Ég held að utan minna nánustu hafi hreinlega enginn sagt eitthvað svona fallegt um mömmu við mig, svona átakalaust og eðlilega. Það varð opinberun inni í mér. Ég skyldi minnast hennar fyrir lífið en ekki dauðann. Ég byrjaði þarna að tala um hana aftur. Fyrst var það oft vandræðalegt og ég var hreinlega ryðguð í að tala um hana og líka þegar ég fór að tala um hana eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi (sem það er) þá brá fólki oft og ekki ég heldur hinir urðu vandræðalegir. Það gerist stundum enn og það er allt í lagi. Það er allt í lagi því ég geri mér grein fyrir að fyrir sumum er ég hreinlega að brjóta niður múra, að tala um konu sem framdi sjálfsmorð eins og hún hafi ekki eytt öllu lífi sínu í eymd og volæði, heldur eins og konu, sem hreinlega er ekki frábrugðin öðru fólki. Svona eins og snjókornin, öll eru þau jú snjókorn en hvert um sig töfrandi einstaklingur - það á líka við um fólk sem velur sjálft að deyja. Mamma var enginn dýrlingur. Frekar en nokkur annar. Ég er búin að lifa nógu lengi til að gera mér grein fyrir að það á ekki við um fólk. Ekki einu sinni Nelson Mandela. Við erum fólk; breysk og mannleg, sífellt að reyna að ná tökum á leiknum sem lífið er. Allir eiga sínar sterku og veiku hliðar í þeim leik. Mamma hefði sennilega fengið hláturskast ef einhver hefði innt að því við hana í lifanda lífi að hún væri slíkur. Ég get samt sagt ykkur að hún mamma mín var verulega góð kona, ég er líka búin að lifa nógu lengi til að átta mig á því. Hún var blíð og góð og skemmtileg. Mamma var mikil handverkskona og blessunarlega á ég dásamlega fallega hluti eftir hana sem minna mig reglulega á hana. Ég vildi ekki vera án þessara fallegu minnisvarða þó það séu stærri hlutir sem verða ekki vegnir eða mældir sem minna mig enn frekar á hana. Eins og hlýjan og blíðan sem hún arfleiddi mig að, sem og gleðin og þessi eilífa árátta til að sjá ljósu punktana í tilverunni. Mamma kenndi mér að leggja rækt við innistæðuna, að við ættum stóra hluti inn í okkur en ekki í kringum okkur. Mamma elskaði mig undurheitt, það fékk ég að vita, sem mér skilst að sé hreint ekki sjálfsagt. Mamma var svo stolt af hversdagslegum afrekum mínum að ég gat heyrt röddina brotna upp af stolti þegar hún talaði um það. Mömmu fannst ég líka góð og allra góðra gjalda verð. Ekki afþví ég átti svo flotta dragt eða töff sófasett heldur afþví að hún elskaði mig heitt fyrir það eitt hvaða manneskju ég hef að geyma og fannst ég frábær. Orð geta ekki lýst hversu stór þessi fjársjóður er sem hún gaf mér einfaldlega með ást sinni og hlýju og færni hennar í að gefa af sér. Mamma átti lifandis býsn af ljósi en hún átti líka dágóða summu af myrkri, sem smátt og smátt breiddi sig yfir líf hennar líkt og þegar tússlit er tyllt á servéttu. Hún valdi að deyja. Ég er í ferli að setja myrkrið hennar í sköpun líka, en í dag vil ég mæra hana fyrir ljósið - ljósið sem lifir og mun lýsa mér um ókomin ár - syni mínum líka þó hann hafi ekki hitt hana. Hann fær að heyra um Sjöfn ömmu engil, sem var góð kona. Í dag 19.mars hefði mamma orðið sextug, ég mun fagna lífi hennar í dag og gleðjast yfir því að hafa fengið hana og enga aðra að móður, því eins og góður maður sagði mér þá var hún frábær! Anna Sigríður Ólafsdóttir
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun