Græjurnar sem umbyltu Íslandi

Fátt átti eins mikinn þátt í umbyltingu íslensks samfélags á síðustu öld og vélvæðing landbúnaðarins. Hvergi er betur hægt að kynnast þeirri sögu en í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Í þættinum “Um land allt” skoðaði Kristján Már Unnarsson í fylgd Bjarna Guðmundssonar prófessors tæki eins og rauða Farmalinn, gráa Ferguson, græna Deutzinn, Willys-jeppann og þúfnabanann ógurlega en einnig ljáinn, hestakerruna og plóginn.

9059
21:07

Vinsælt í flokknum Um land allt